Fjármálaráð segir tilefni til að endurskoða fjármálastefnu

Breytingar í hagþróun er ein og sér ekki fullgilt tilefni til að endurskoða fjármálastefnu til fimm ára. Hins vegar eru merki til staðar um að samdrátturinn geti orðið meiri, og það gefur tilefni til slíkrar endurskoðunar. Þetta segir fjármálaráð.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Fjár­mála­ráð telur að breyt­ingar í hag­þró­un, eins og þær birt­ast í nýj­ustu spá Hag­stofu Íslands, nægi ekki einar og sér sem full­gilt til­efni til end­ur­skoð­unar gild­andi fjár­mála­stefnu. Það séu hins vegar merki til staðar um að sam­drátt­ur­inn í hag­kerf­inu gæti orðið meiri og því telur ráðið til­efni til end­ur­skoð­unar stefn­unn­ar.

Þetta kemur fram í umsögn fjár­mála­ráðs um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um breyt­ingu á fjár­mála­stefnu fyrir árin 2018 til 2022 sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur lagt fram vegna breyt­inga á efna­hags­á­standi lands­ins. Umsögnin var birt síð­degis í dag.

Í þeim breyt­ingum felst að nú er spáð sam­drætti upp á 0,2 pró­sent í ár í stað hag­vaxtar upp á 2,6 pró­sent líkt og spá Hag­stofu Íslands sem fjár­mála­stefnan hvílir á gerði ráð fyr­ir.

Auglýsing

Gæti orðið skarp­ari

Fjár­­­mála­ráð er ráð óháðra sér­­fræð­inga skipað af fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra. Í því sitja Gunnar Har­alds­­son for­­mað­­ur, Ásgeir Brynjar Torfa­­son, Þór­hildur Hans­dóttir Jetzek og Axel Hall vara­­for­­mað­­ur.

Í umsögn fjár­mála­ráðs segir að það séu merki um að sam­drátt­ur­inn gæti jafn­vel orðið skarp­ari og lengri en fyr­ir­liggj­andi spá Hag­stofu Íslands segir til um. „Þannig má ætla að ef stefnan væri ekki end­ur­skoðuð nú gæti slíkt reynst nauð­syn­legt í náinni fram­tíð.“

Slíkt gæti kallað á sárs­auka­fullar ráð­staf­anir nú í opin­berum fjár­málum sem myndu reyn­ast óskyn­sam­legar eftir á að hyggja og brjóta í bága við grunn­gildi. „Verði hag­þró­unin verri en ráð er fyrir gert gæti slíkt eitt og sér kallað á nýja end­ur­skoð­un. Að öllu ofan­sögðu telur fjár­mála­ráð til­efni til end­ur­skoð­unar og að breyt­ingar á gild­andi fjár­mála­stefnu séu í sam­ræmi við grunn­gildi og skil­yrði laga um end­ur­skoðun fjár­mála­stefn­u.“

Verða að finna tugi millj­arða

End­­ur­­metnar afkomu­horfur hins opin­bera, bæði ríkis og sveit­­ar­­fé­laga, gera ráð fyrir að afkoma hins opin­bera – ríkis og sveit­­ar­­fé­laga – versni að óbreyttu um 40 til 46 millj­­arða króna á ári.

Höggið er mest á ríkið en ef ekk­ert verður að gert mun afkoma rík­­is­­sjóðs verða 35 millj­­ónum krónum lak­­ari í ár en fyrri afkomu­horfur gerðu ráð fyr­­ir. Sama yrði upp á ten­ingnum á næsta ári.

Til að bregð­­ast við þess­­ari stöðu hefur Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagt fram til­­lögu um breyt­ingu á fimm ára fjár­­­mála­­stefnu stjórn­­­valda. Í henni segir að nauð­­syn­­legt verði að grípa til ráð­staf­ana til að bæta afkomu rík­­is­­sjóðs. Að óbreyttu megi gera ráð fyrir því að umfang slikra ráð­staf­ana geti numið um sjö millj­­örðum króna á næsta ári til 25 millj­­arða króna að þremur árum liðn­­­um. „Þannig end­­ur­­spegli afkomu­­mark­mið end­­ur­­skoð­aðrar fjár­­­mála­á­ætl­­unar lægri afkomu í ljósi breyttra efna­hags­horfa en jafn­­framt það stefnumið stjórn­­­valda að rekstur rík­­is­­sjóðs fari ekki í halla við núver­andi aðstæð­­ur.“

WOW air og loðn­u­brestur

Ástæður þess að end­­ur­­skoða þarf fjár­­­mála­á­ætl­­un, sem þó var ein­ungis lögð fram í mars síð­­ast­liðn­­um, ætti að vera flestum aug­­ljós. Gjald­­þrot WOW air í lok mars, sem er lyk­il­breyta í að gert sé ráð fyrir ell­efu pró­­sent fækkun ferða­­manna á árinu 2019,  ásamt algjörum afla­bresti í loðn­u­veiðum sem mun leiða til 18 millj­­arða króna minni útflutn­ings en árið 2018  skipta þar mestu máli.

Þessi staða hefur leitt til þess að hag­­vaxt­­ar­­spár hafa farið úr því að vera jákvæðar í að vera nei­­kvæð­­ar. Hag­­stofa Íslands spáir nú 0,2 pró­­sent sam­drætti á Íslandi í ár en Seðla­­banki Íslands er enn svart­­sýnni og spáir 0,4 pró­­sent sam­drætti. Seðla­­bank­inn hefur auk þess bent á, í frá­­viks­­grein­ingum í nýjasta hefti Pen­inga­­mála, að frek­­ari áföll í ferða­­þjón­­ustu og áhrif af útgöngu Breta úr Evr­­ópu­­sam­­band­inu, geti aukið nei­­kvæð áhrif umtals­vert á skömmum tíma.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent