Vilja breyta endurgreiðslukerfi kvikmyndaframleiðslu

Áætlaður heildarávinningur ríkisins af endurskoðun gæti orðið 200 milljónir króna á ári, að því er kemur fram í nýrri skýrslu vinnuhóps.

Landkynning er eitt markmið endurgreiðslna í kvikmyndaframleiðslu.
Landkynning er eitt markmið endurgreiðslna í kvikmyndaframleiðslu.
Auglýsing

Leggja ætti niður end­ur­greiðslur af hálfu rík­is­ins til spjall-, skemmti- og raun­veru­leika­þátta og tak­marka ætti end­ur­greiðsl­urnar við kvik­myndir í fullri lengd, röð leik­inna sjón­varps­þátta eða sjón­varps­mynda og svo heim­ild­ar­mynd­ir. Þetta kemur fram í skýrslu vinnu­hóps um styrki og end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerð­ar. Vinnu­hóp­ur­inn kynnti til­lögur sínar á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Vinnu­hóp­ur­inn leggur til að ef end­ur­greiðslur ein­stakra verk­efna fari yfir 400 millj­ónir króna væri hægt að dreifa end­ur­greiðsl­unum yfir fleiri en eitt ár til þess að forð­ast að stór verk­efni þurrki upp fjár­veit­ingu árs­ins. 

Auglýsing
Enn fremur ætti ekki að vera hægt að skuld­binda rík­is­sjóð umfram þriggja ára áætlun rík­is­að­ila og reikn­ingar fram­leið­enda ættu að vera end­ur­skoð­aðir af lög­giltum end­ur­skoð­anda til að stað­festa að fram­leiðslan upp­fylli kröfur end­ur­greiðslu­kerf­is­ins. Að lokum ætti að end­ur­skoða menn­ing­ar- og fram­leiðslu­hluta verk­efna­mats­ins til þess að gera það gagn­særra og hlut­læg­ara.

Þak á árs­greiðslur

Verði til­lög­urnar að lögum þá verður sett þak á árs­greiðslur til ein­stakra verk­efna og öll verk­efni þurfi að lúta end­ur­skoðun á kostn­aði. Þar með verði nýt­ing fjár­muna bætt og heild­ar­upp­hæðir end­ur­greiðslna lækk­að­ar, að því er kemur fram í skýrsl­unni.

End­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar er á ábyrgð atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins. Heim­ila núgild­andi lög 25 pró­senta end­ur­greiðslu af fram­leiðslu­kostn­aði.

Allir geta fengið end­ur­greiðslu svo fram­ar­lega sem fram­leitt er efni sem ekki sé úti­lokað í lög­un­um, sam­kvæmt skýrsl­unni frá 2019. Sam­kvæmt nið­ur­stöðum vinnu­hóps­ins eru því engin tak­mörk á heild­ar­skuld­bind­ingu rík­is­ins sem geti sam­ræmst illa ramma­fjár­lag­ar­gerð rík­is­ins. Engu að síður sé hægt að fresta end­ur­greiðsl­um. Alls hefur ríkið hefur styrkt kvik­mynda­iðn­að­inn á Íslandi um 2,3 millj­arð á ári síð­ustu ár eða um 0,09 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu.

Auglýsing
Vísað er til skýrslu iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra frá árinu 2015 þar sem kom fram að mark­miðum end­ur­greiðslu­kerf­is­ins, það er að stuðla að efl­ingu inn­lendrar menn­ingar og kynna sögu Íslands og nátt­úru, hefur nú þegar verið náð.

Þar kemur einnig fram að skatt­tekjur af kvik­mynda­fram­leiðslu séu alla jafna hærri en sem nemur end­ur­greiðslum vegna kostn­aðar ef litið sé til beinna áhrifa af end­ur­greiðsl­um. Einnig séu beinar skatt­tekjur af styrkjum Kvik­mynda­sjóðs lægri en styrkir hins opin­ber­a. 

Laun væru lægri ef styrkja nyti ekki við

Í skýrsl­unni frá árinu 2015 kemur fram að ef ekki væri fyrir end­ur­greiðslur væru laun í kvik­mynda­fram­leiðslu lægri. Það að auki mynd­ist fyrir hvert starf í kvik­mynda­gerð 1,9 störf ann­ars staðar í hag­kerf­inu, að því er kemur fram í skýrslu Hag­fræði­stofn­unar frá árinu 2006.

Fall gengis íslensku krón­unnar á árunum 2012 til 2014 jók fjölda erlendra verk­efna, að því er kemur fram í skýrsl­unni frá árinu 2015. Nið­ur­staðan sé enn fremur sú að íslenska gengið hafi meiri áhrif en hækkun end­ur­greiðslna á kostnað erlendra aðila.

Fast & Furi­ous inn­spýt­ing fyrir sveit­ar­fé­lögin

Kvik­myndin Fast & Furi­ous 8 sem tekin var upp árið 2016 var inn­spýt­ing fyrir sveit­ar­fé­lögin þar sem tökur fóru fram. Alls voru 509 millj­ónir króna end­ur­greiddar sem er jafn­framt stærsta ein­staka end­ur­greiðslu­verk­efnið á Ísland­i. Í kjöl­farið varð betri nýt­ing á gisti­rým­um, veit­inga­sölu og stórum bíla­leigu­sam­fé­lög­um.

Sam­an­borið við önnur nágranna­lönd borgar Ísland hærra hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu í opin­beran stuðn­ing við kvik­mynda­gerð. Nor­egur úti­lokar til að mynda end­ur­greiðslur vegna raun­veru­leika- og skemmti­þátta, að því er kemur fram í skýrslu vinnu­hóps­ins.

Styrkir og veik­leikar

Styrkur núver­andi kerf­is eru sam­kvæmt skýrsl­unn­i þeir að kerfið sé ein­falt, gagn­sætt, hvetji til upp­bygg­ing­ar, stuðli að vexti í atvinnu­grein­inni og hefði efna­hags­leg marg­feld­is­á­hrif. End­ur­greiðslu­kerfið geti stuðlað að mik­illi land­kynn­ingu og auki útflutn­ing.

Veik­leikar kerf­is­ins séu að auð­velt sé að mis­nota kerf­ið, ákvæði séu ekki nógu skýr um eft­ir­lit með fram­leiðslu­kostn­aði og að óvissa gæti verið um útgjöld rík­is­sjóðs hverju sinni. Kerfið geti komið í veg fyrir sjálf­bærni kvik­mynda­iðn­að­ar­ins og að gengi íslensku krón­unnar hafi mikil áhrif, að því er fram kemur í skýrslu vinnu­hóps­ins.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent