Ákvörðun um að svipta Kleifabergið veiðileyfi vegna brottkasts felld úr gildi

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Fiskistofu að svipta skipið Kleifaberg RE-70 um leyfi til veiða í atvinnuskyni í 12 vikur vegna meints brottkasts afla.

Kleifaberg RE.
Kleifaberg RE.
Auglýsing

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Fiski­stofu frá því í jan­úar síð­ast­liðnum um að ­svipta skipið Kleifa­berg RE-70 um leyfi til veiða í atvinnu­skyni.

Fiski­­­stofa hafði svipt tog­­ar­ann, sem er gerður út af Útgerð­­­ar­­­fé­lag­i Reykja­vík­­­ur, leyfi til fisk­veiða í atvinn­u­­­skyni í tólf vikur vegna brott­kasts. Svipt­ingin tekur gildi frá og með 4. febr­­­ú­­­ar. 

Ákvörð­unin var dag­­­sett 2. jan­ú­­­ar. Frétta­­­skýr­inga­þátt­­­ur­inn Kveikur fjall­aði ítar­­­lega um brott­kastið í þætti sem var sýndur í nóv­­­em­ber 2017. ­Út­­­gerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur gaf sam­stundis út að það ætl­aði að  kæra svipt­ing­una til­­ at­vinnu- og nýsköð­un­­ar­ráðu­­neyt­is­ins en félagið segir að leyf­­is­­svipt­ingin sé í raun „dauða­­dóm­­ur“ yfir Kleifa­berg­i. 

Auglýsing

Nú hefur ráðu­neytið kom­ist að nið­ur­stöðu sinni og fellt ákvörðun Fiski­stofu úr gildi. Í frétta­til­kynn­ingu frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu segir að ­Fiski­stofa hafi byggt ákvörðun sína á grund­velli þess sem sást á fimm inn­sendum mynd­skeið­um. „Fjögur mynd­skeið­anna voru frá árinu 2008 og 2010 og eitt frá árinu 2016. Í ljósi þess hve langur tími leið frá meintum brot­um, 8 – 10 ár, þar til kær­anda var til­kynnt um að málið væri til með­ferðar hjá Fiski­stofu taldi ráðu­neytið að það væri í and­stöðu við með­al­hófs­reglu stjórn­sýslu­laga að beita við­ur­lögum vegna meintra brota. Ráðu­neytið felldi því ákvörðun Fiski­stofu úr gildi að því leyti sem hún laut að meintum brotum frá árinu 2008 og 2010.“

Varð­andi mynd­skeið frá árinu 2016, hafn­aði ráðu­neytið túlkun Fiski­stofu á gild­andi lögum um að það telj­ist vera brott­kast þrátt fyrir að um sé að ræða eign­ar­spjöll af hálfu áhafn­ar­með­lims. „Ráðu­neytið úrskurðar að Fiski­stofu hafi borið að rann­saka betur hvort um eign­ar­spjöll hafi verið að ræða fremur en brott­kast. Ráðu­neytið taldi því að rann­sókna­regla 10. gr. stjórn­sýslu­laga hefði verið brotin og vís­aði þessum hluta máls­ins aftur til með­ferðar hjá Fiski­stofu.“

yrr­ver­andi skip­verji kom mynd­­skeið­unum til Fiski­­stofu

Það var fyrr­ver­andi skip­verji á Kleifa­bergi sem afhenti mynd­­skeið til Fiski­­stofu í des­em­ber 2017 sem hann sagð­ist hafa tekið um borð í Kleif­­ar­berg og sýndi hvernig fiski sem komið hafði um borð í skipið með veið­­ar­­færum var kastað aftur í sjó­inn. Líkt og áður sagði var um að ræða mynd­­skeið frá árunum 2008, 2010 og 2016.

Frétta­­skýr­inga­þátt­­ur­inn Kveikur fjall­aði um þessi mynd­­skeið í þætti sem sýndur var í nóv­­em­ber 2017.  Í úrskurði Fiski­­stofu frá því í jan­úar var vikið sér­­stak­­lega að þessum þætti Kveiks og tekið fram að á fundi með lög­­fræð­ingi Fiski­­stofu hafi skip­verj­inn fyrr­ver­andi sagt að brott­kastið um borð í Kleif­­ar­berg­i hefði í öllum til­­vikum verið sam­­kvæmt fyr­ir­­mælum frá skip­­stjóra og stýri­­manni.

Fiski­­stofa taldi að útgerðin hafi haft fjár­­hags­­legan ávinn­ing af brott­kast­inu

Í úrskurði Fiski­­stofu sagði að talið væri að útgerðin hefði haft fjár­­hags­­legan ávinn­ing af því að kasta fiski fyrir borð sem ann­­ars yrði til að tefja vinnslu um borð eða sem full­nægði ekki kröfum útgerð­­ar­inn­­ar. ­­Miklu magni af fiski hafi verið hent með vit­und og sam­­kvæmt fyr­ir­­mælum skip­­stjóra. Einnig mætti ganga út frá því, eins og atvikum var lýst, að um ásetn­ings­brot hafi verið að ræða.

 „Ég hef aldrei gefið fyr­ir­­skipun um brott­kast, það er engin útgerð­­ar­­maður sem gefur fyr­ir­­skipun um brott­kast­ið,“ sagði Guð­­mundur Krist­jáns­­son, þáver­andi útgerð­­ar­­stjóri Brims, sem gerði þá út Kleif­a­berg, í við­tali við RÚV í nóv­­em­ber 2017.

Útgerðin taldi mála­til­­búnað Fiski­­stofu ekki standast 

Í yfir­­lýs­ingu frá Útgerð­­ar­­fé­lagi Reykja­víkur eftir að úrskurð­­ur­inn féll kom fram að hann yrði  kærður til atvinn­u­­vega- og ný­­sköp­un­­ar­ráðu­­neyt­is­ins. Félagið taldi sig ekki hafa fengið rétt­láta máls­­með­­­ferð hjá Fiski­­stofu sem hafi bæði rann­sakað meint brot og fellt úrskurð. „Við erum alveg miður okkar yfir þess­­ari ákvörðun og teljum hana ranga,“ sagði Run­ólfur Viðar Guð­­munds­­son, fram­­kvæmda­­stjóri hjá Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­vík­­­ur. Hann sagði að ekki hefði verið tekið til­­lit til sjón­­­ar­miða og rök­­semda félags­­ins við rann­­sókn máls­ins. 

Útgerðin taldi mála­til­­búnað Fiski­­stofu ekki stand­­ast en úrskurður hennar byggi á lýs­ingu eins manns og mynd­­skeiðum sem auð­velt væri að eiga við og bjaga. Þá taldi útgerð­­ar­­fé­lagið að þau meintu brot sem Fiski­­stofa telur að hafi verið framin á árunum 2008 og 2010 væru löngu fyrnd. 

Enn fremur hafi eitt mynd­­skeið­anna verið kært til lög­­­reglu enda væri það falsað að mati sér­­fræð­inga útgerð­­ar­inn­­ar. 

„Þetta eru gríð­­ar­­lega hörð við­­ur­lög, í raun dauða­­dómur yfir Kleifa­bergi RE-70. Kleifa­berg hefur verið meðal feng­­sæl­­ustu fiski­­skipa íslenska flot­ans. Afli skips­ins frá árinu 2007 hef­­ur­verið tæp 100.000 tonn og afla­verð­­mæti yfir 30 millj­­arðar króna á núvirði. Lang stærsti hlut­i þessa frá­­­bæra árang­­urs má þakka yfir­­­burða áhöfn á skip­inu. Ef skipið stoppar í 3 mán­uði eru allar líkur á að sjó­­menn á Kleifa­bergi fái vinnu á öðrum skip­­um. Með þess­­ari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinn­u­­stað,“ sagði Run­ólfur Viðar í yfir­­lýs­ingu útgerð­­ar­­fé­lags­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent