Ákvörðun um að svipta Kleifabergið veiðileyfi vegna brottkasts felld úr gildi

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Fiskistofu að svipta skipið Kleifaberg RE-70 um leyfi til veiða í atvinnuskyni í 12 vikur vegna meints brottkasts afla.

Kleifaberg RE.
Kleifaberg RE.
Auglýsing

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Fiski­stofu frá því í jan­úar síð­ast­liðnum um að ­svipta skipið Kleifa­berg RE-70 um leyfi til veiða í atvinnu­skyni.

Fiski­­­stofa hafði svipt tog­­ar­ann, sem er gerður út af Útgerð­­­ar­­­fé­lag­i Reykja­vík­­­ur, leyfi til fisk­veiða í atvinn­u­­­skyni í tólf vikur vegna brott­kasts. Svipt­ingin tekur gildi frá og með 4. febr­­­ú­­­ar. 

Ákvörð­unin var dag­­­sett 2. jan­ú­­­ar. Frétta­­­skýr­inga­þátt­­­ur­inn Kveikur fjall­aði ítar­­­lega um brott­kastið í þætti sem var sýndur í nóv­­­em­ber 2017. ­Út­­­gerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur gaf sam­stundis út að það ætl­aði að  kæra svipt­ing­una til­­ at­vinnu- og nýsköð­un­­ar­ráðu­­neyt­is­ins en félagið segir að leyf­­is­­svipt­ingin sé í raun „dauða­­dóm­­ur“ yfir Kleifa­berg­i. 

Auglýsing

Nú hefur ráðu­neytið kom­ist að nið­ur­stöðu sinni og fellt ákvörðun Fiski­stofu úr gildi. Í frétta­til­kynn­ingu frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu segir að ­Fiski­stofa hafi byggt ákvörðun sína á grund­velli þess sem sást á fimm inn­sendum mynd­skeið­um. „Fjögur mynd­skeið­anna voru frá árinu 2008 og 2010 og eitt frá árinu 2016. Í ljósi þess hve langur tími leið frá meintum brot­um, 8 – 10 ár, þar til kær­anda var til­kynnt um að málið væri til með­ferðar hjá Fiski­stofu taldi ráðu­neytið að það væri í and­stöðu við með­al­hófs­reglu stjórn­sýslu­laga að beita við­ur­lögum vegna meintra brota. Ráðu­neytið felldi því ákvörðun Fiski­stofu úr gildi að því leyti sem hún laut að meintum brotum frá árinu 2008 og 2010.“

Varð­andi mynd­skeið frá árinu 2016, hafn­aði ráðu­neytið túlkun Fiski­stofu á gild­andi lögum um að það telj­ist vera brott­kast þrátt fyrir að um sé að ræða eign­ar­spjöll af hálfu áhafn­ar­með­lims. „Ráðu­neytið úrskurðar að Fiski­stofu hafi borið að rann­saka betur hvort um eign­ar­spjöll hafi verið að ræða fremur en brott­kast. Ráðu­neytið taldi því að rann­sókna­regla 10. gr. stjórn­sýslu­laga hefði verið brotin og vís­aði þessum hluta máls­ins aftur til með­ferðar hjá Fiski­stofu.“

yrr­ver­andi skip­verji kom mynd­­skeið­unum til Fiski­­stofu

Það var fyrr­ver­andi skip­verji á Kleifa­bergi sem afhenti mynd­­skeið til Fiski­­stofu í des­em­ber 2017 sem hann sagð­ist hafa tekið um borð í Kleif­­ar­berg og sýndi hvernig fiski sem komið hafði um borð í skipið með veið­­ar­­færum var kastað aftur í sjó­inn. Líkt og áður sagði var um að ræða mynd­­skeið frá árunum 2008, 2010 og 2016.

Frétta­­skýr­inga­þátt­­ur­inn Kveikur fjall­aði um þessi mynd­­skeið í þætti sem sýndur var í nóv­­em­ber 2017.  Í úrskurði Fiski­­stofu frá því í jan­úar var vikið sér­­stak­­lega að þessum þætti Kveiks og tekið fram að á fundi með lög­­fræð­ingi Fiski­­stofu hafi skip­verj­inn fyrr­ver­andi sagt að brott­kastið um borð í Kleif­­ar­berg­i hefði í öllum til­­vikum verið sam­­kvæmt fyr­ir­­mælum frá skip­­stjóra og stýri­­manni.

Fiski­­stofa taldi að útgerðin hafi haft fjár­­hags­­legan ávinn­ing af brott­kast­inu

Í úrskurði Fiski­­stofu sagði að talið væri að útgerðin hefði haft fjár­­hags­­legan ávinn­ing af því að kasta fiski fyrir borð sem ann­­ars yrði til að tefja vinnslu um borð eða sem full­nægði ekki kröfum útgerð­­ar­inn­­ar. ­­Miklu magni af fiski hafi verið hent með vit­und og sam­­kvæmt fyr­ir­­mælum skip­­stjóra. Einnig mætti ganga út frá því, eins og atvikum var lýst, að um ásetn­ings­brot hafi verið að ræða.

 „Ég hef aldrei gefið fyr­ir­­skipun um brott­kast, það er engin útgerð­­ar­­maður sem gefur fyr­ir­­skipun um brott­kast­ið,“ sagði Guð­­mundur Krist­jáns­­son, þáver­andi útgerð­­ar­­stjóri Brims, sem gerði þá út Kleif­a­berg, í við­tali við RÚV í nóv­­em­ber 2017.

Útgerðin taldi mála­til­­búnað Fiski­­stofu ekki standast 

Í yfir­­lýs­ingu frá Útgerð­­ar­­fé­lagi Reykja­víkur eftir að úrskurð­­ur­inn féll kom fram að hann yrði  kærður til atvinn­u­­vega- og ný­­sköp­un­­ar­ráðu­­neyt­is­ins. Félagið taldi sig ekki hafa fengið rétt­láta máls­­með­­­ferð hjá Fiski­­stofu sem hafi bæði rann­sakað meint brot og fellt úrskurð. „Við erum alveg miður okkar yfir þess­­ari ákvörðun og teljum hana ranga,“ sagði Run­ólfur Viðar Guð­­munds­­son, fram­­kvæmda­­stjóri hjá Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­vík­­­ur. Hann sagði að ekki hefði verið tekið til­­lit til sjón­­­ar­miða og rök­­semda félags­­ins við rann­­sókn máls­ins. 

Útgerðin taldi mála­til­­búnað Fiski­­stofu ekki stand­­ast en úrskurður hennar byggi á lýs­ingu eins manns og mynd­­skeiðum sem auð­velt væri að eiga við og bjaga. Þá taldi útgerð­­ar­­fé­lagið að þau meintu brot sem Fiski­­stofa telur að hafi verið framin á árunum 2008 og 2010 væru löngu fyrnd. 

Enn fremur hafi eitt mynd­­skeið­anna verið kært til lög­­­reglu enda væri það falsað að mati sér­­fræð­inga útgerð­­ar­inn­­ar. 

„Þetta eru gríð­­ar­­lega hörð við­­ur­lög, í raun dauða­­dómur yfir Kleifa­bergi RE-70. Kleifa­berg hefur verið meðal feng­­sæl­­ustu fiski­­skipa íslenska flot­ans. Afli skips­ins frá árinu 2007 hef­­ur­verið tæp 100.000 tonn og afla­verð­­mæti yfir 30 millj­­arðar króna á núvirði. Lang stærsti hlut­i þessa frá­­­bæra árang­­urs má þakka yfir­­­burða áhöfn á skip­inu. Ef skipið stoppar í 3 mán­uði eru allar líkur á að sjó­­menn á Kleifa­bergi fái vinnu á öðrum skip­­um. Með þess­­ari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinn­u­­stað,“ sagði Run­ólfur Viðar í yfir­­lýs­ingu útgerð­­ar­­fé­lags­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent