Leggja fram breytingartillögu við frumvarp forsætisráðherra

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur lagt fram breytingatillögu við frumvarp um breytingu á upplýsingalögum. Nefndin leggur til að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé skylt að birta úrskurð svo fljótt sem verða má en að jafnaði innan 150 daga.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hefur lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varp ­for­sæt­is­ráð­herra um breyt­ingu á upp­lýs­inga­lög­um. Nefndin leggur til að úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál skuli birta úrskurð svo fljótt ­sem verða má en að jafn­aði innan 150 daga frá mót­töku henn­ar. Í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra er ­fellt brott skil­yrði um að úrskurð skuli kveða upp svo fljótt sem verða má en í stað þess áskilið að úrskurð skuli kveða upp innan 150 daga frá því kæra ber­st ­nefnd­inn­i. ­Þriðja umræða um frum­varpið fór fram á Alþingi í dag.

Nefnd­inni yfir­s­ást breyt­ing­una í frum­varp­inu

Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata, er fram­sögu­maður máls­ins í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Hann sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í morgun að nefnd­inni hefði yfir­sést að í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra hafi orðin „svo fljótt sem varða má“ fallið brott úr lög­unum og í stað þess 150 daga hámarks­tími komið inn. Hann sagði að því hefði hann óskað eftir því við nefnd­ina að setn­ingin fari aftur inn áður en frum­varpið verði sam­þykkt. 

Auglýsing

Í þriðju umræðu um frum­varpið á Alþingi í dag mælti Jón Þór fyrir breyt­ing­ar­til­lögu nefnd­ar­innar en í henni segir að „úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál skal birta úrskurð þeim sem fór fram á aðgang að gögnum og þeim sem kæra beind­ist að svo fljótt sem verða má en að jafn­aði innan 150 daga frá mót­töku henn­ar.“ Hann tók fram að öllum í nefnd­inni sam­mælist um þetta. 

Hand­höf­um lög­gjaf­ar- og dóms­valds skylt að að fylgja sömu efn­is­reglum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckÍ grein­ar­gerð frum­varps for­sæt­is­ráð­herra segir að frum­varpið sé afrakstur nefndar sem ráð­herra ­skip­aði þann 16. mars 2018 um umbætur á lög­gjöf á sviði tján­ing­ar-, fjöl­miðla- og upp­lýs­inga­frels­is, sem var meðal ann­ars falið að fara yfir gild­andi upp­lýs­inga­lög í ljósi þró­unar á alþjóða­vett­vangi og fram­kvæmdar lag­anna og meta hvort þörf væri á laga­breyt­ing­um. 

Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni er helsta breyt­ing­in, sem lögð er fram í frum­varp­inu, að gild­is­svið upp­lýs­inga­laga verði víkkað út þannig að hand­höfum lög­gjaf­ar- og dóms­valds verði að meg­in­stefnu skylt að fylgja sömu efn­is­reglum og hand­hafar fram­kvæmd­ar­valds við ákvarð­anir um rétt almenn­ings til aðgangs að gögnum í vörslum þeirra. Jafn­framt segir að mark­mið frum­varps­ins sé að kveða skýrar á um skyldu ráðu­neyta í Stjórn­ar­ráði Íslands til birt­ingar upp­lýs­inga úr mála­skrám sínum að eigin frum­kvæð­i. 

Nýju starfi ráð­gjafa um upp­lýs­inga­mál komið á fót

Enn­fremur lagt til í frum­varp­inu að sér­stakur ráð­gjafi starfi fyrir hönd stjórn­valda með það mark­mið að auka veg upp­lýs­inga­réttar almenn­ings. Þá er lagt til að búið verði þannig um hnút­ana að æðstu hand­hafar rík­is­valds geti leitað ráð­legg­inga um túlkun á siða­reglum í trún­aði og skerpt á und­an­þágu varð­andi gögn er varða sam­skipti opin­berra aðila við sér­fræð­inga í tengslum við rétt­ará­grein­ing.

Þá segir í grein­ar­gerð­inni að í skýrslu starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu hafi komið fram að afgreiðslu­tími úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál sé of langur til að hún gegni nægj­an­lega virku hlut­verki við að snúa við efn­is­lega röngum ákvörð­unum um upp­lýs­inga­rétt almenn­ing. Því hafi ver­ið ­sett fram strang­ari tíma­mörk á afgreiðslu beiðna um aðgang að upp­lýs­ingum og við máls­með­ferð úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál í frum­varp­inu. Í frum­varp­inu var því fellt brott skil­yrði um að úrskurð skuli kveða upp svo fljótt sem verða má en í stað þess áskilið að úrskurð skuli kveða upp innan 150 daga frá því kæra berst nefnd­inni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent