Leggja fram breytingartillögu við frumvarp forsætisráðherra

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur lagt fram breytingatillögu við frumvarp um breytingu á upplýsingalögum. Nefndin leggur til að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé skylt að birta úrskurð svo fljótt sem verða má en að jafnaði innan 150 daga.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hefur lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varp ­for­sæt­is­ráð­herra um breyt­ingu á upp­lýs­inga­lög­um. Nefndin leggur til að úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál skuli birta úrskurð svo fljótt ­sem verða má en að jafn­aði innan 150 daga frá mót­töku henn­ar. Í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra er ­fellt brott skil­yrði um að úrskurð skuli kveða upp svo fljótt sem verða má en í stað þess áskilið að úrskurð skuli kveða upp innan 150 daga frá því kæra ber­st ­nefnd­inn­i. ­Þriðja umræða um frum­varpið fór fram á Alþingi í dag.

Nefnd­inni yfir­s­ást breyt­ing­una í frum­varp­inu

Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata, er fram­sögu­maður máls­ins í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Hann sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í morgun að nefnd­inni hefði yfir­sést að í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra hafi orðin „svo fljótt sem varða má“ fallið brott úr lög­unum og í stað þess 150 daga hámarks­tími komið inn. Hann sagði að því hefði hann óskað eftir því við nefnd­ina að setn­ingin fari aftur inn áður en frum­varpið verði sam­þykkt. 

Auglýsing

Í þriðju umræðu um frum­varpið á Alþingi í dag mælti Jón Þór fyrir breyt­ing­ar­til­lögu nefnd­ar­innar en í henni segir að „úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál skal birta úrskurð þeim sem fór fram á aðgang að gögnum og þeim sem kæra beind­ist að svo fljótt sem verða má en að jafn­aði innan 150 daga frá mót­töku henn­ar.“ Hann tók fram að öllum í nefnd­inni sam­mælist um þetta. 

Hand­höf­um lög­gjaf­ar- og dóms­valds skylt að að fylgja sömu efn­is­reglum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckÍ grein­ar­gerð frum­varps for­sæt­is­ráð­herra segir að frum­varpið sé afrakstur nefndar sem ráð­herra ­skip­aði þann 16. mars 2018 um umbætur á lög­gjöf á sviði tján­ing­ar-, fjöl­miðla- og upp­lýs­inga­frels­is, sem var meðal ann­ars falið að fara yfir gild­andi upp­lýs­inga­lög í ljósi þró­unar á alþjóða­vett­vangi og fram­kvæmdar lag­anna og meta hvort þörf væri á laga­breyt­ing­um. 

Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni er helsta breyt­ing­in, sem lögð er fram í frum­varp­inu, að gild­is­svið upp­lýs­inga­laga verði víkkað út þannig að hand­höfum lög­gjaf­ar- og dóms­valds verði að meg­in­stefnu skylt að fylgja sömu efn­is­reglum og hand­hafar fram­kvæmd­ar­valds við ákvarð­anir um rétt almenn­ings til aðgangs að gögnum í vörslum þeirra. Jafn­framt segir að mark­mið frum­varps­ins sé að kveða skýrar á um skyldu ráðu­neyta í Stjórn­ar­ráði Íslands til birt­ingar upp­lýs­inga úr mála­skrám sínum að eigin frum­kvæð­i. 

Nýju starfi ráð­gjafa um upp­lýs­inga­mál komið á fót

Enn­fremur lagt til í frum­varp­inu að sér­stakur ráð­gjafi starfi fyrir hönd stjórn­valda með það mark­mið að auka veg upp­lýs­inga­réttar almenn­ings. Þá er lagt til að búið verði þannig um hnút­ana að æðstu hand­hafar rík­is­valds geti leitað ráð­legg­inga um túlkun á siða­reglum í trún­aði og skerpt á und­an­þágu varð­andi gögn er varða sam­skipti opin­berra aðila við sér­fræð­inga í tengslum við rétt­ará­grein­ing.

Þá segir í grein­ar­gerð­inni að í skýrslu starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu hafi komið fram að afgreiðslu­tími úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál sé of langur til að hún gegni nægj­an­lega virku hlut­verki við að snúa við efn­is­lega röngum ákvörð­unum um upp­lýs­inga­rétt almenn­ing. Því hafi ver­ið ­sett fram strang­ari tíma­mörk á afgreiðslu beiðna um aðgang að upp­lýs­ingum og við máls­með­ferð úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál í frum­varp­inu. Í frum­varp­inu var því fellt brott skil­yrði um að úrskurð skuli kveða upp svo fljótt sem verða má en í stað þess áskilið að úrskurð skuli kveða upp innan 150 daga frá því kæra berst nefnd­inni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Okkar líf er alveg jafn mikilvægt og annarra“
Ekki hefur mikið farið fyrir í samfélagsumræðunni hvernig fatlaðir einstaklingar eigi að takast á við þær áskoranir sem fólk stendur nú frammi fyrir á tímum faraldurs.
Kjarninn 2. apríl 2020
Kórónuveiran sýkir Kauphöllina
Gengi nær allra félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur lækkað mikið það sem af er ári, og sérstaklega síðastliðinn mánuð. Um er að ræða mesta samdrátt frá því í hruninu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Hvetur verkalýðshreyfinguna til að standa saman og vinna af yfirvegun við úrlausn mála
Formaður Eflingar hefur gefið út yfirlýsingu vegna óróa í verkalýðshreyfingunni eftir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér embætti varaforseta ASÍ.
Kjarninn 1. apríl 2020
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent