Albertína afsalaði sér rétti til andsvars

Gunnar Bragi Sveinsson var einn þeirra þingmanna Miðflokksins, sem talaði niður til kvenna, þar á meðal Albertínu F. Elíasdóttur, á Klaustur bar.

albertinan.png
Auglýsing

Albert­ína Frið­­­björg Elí­as­dótt­ir, þing­­maður Sam­­fylk­ing­ar­inn­ar, af­sal­aði sér rétti sínum til and­svars á þingi í dag, eftir að Gunnar Bragi Sveins­son, þing­maður Mið­flokks­ins, hafði veitt henni and­svar, í umræðum um fisk­eld­i. 

Fjallað var um málið fyrst á vef Frétta­blaðs­ins.

Gunnar Bragi var einn sex þing­manna Mið­flokks­ins sem tal­aði með niðr­andi hætti til kvenna, ekki síst sam­starfs­kvenna á þingi, á Klaustur bar. Hann tal­aði meðal ann­ars með niðr­andi hætti um Albertínu. Greini­legt er að málið ristir djúpt í starf­inu á þingi, og langt í frá að sár séu gró­in.

Auglýsing

Aðrir sem voru með honum voru Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, Berg­þór Óla­son, Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son. Þeir tveir síð­ast­nefndu voru reknir úr Flokki fólks­ins eftir að málið kom upp, en gengu til liðs við Mið­flokk­inn skömmu síð­ar, eins og kunn­ugt er.

Gunnar Bragi sagði í ræðu sinni að hann hefði ekki haft tök á því að kynna sér ítar­­lega álit minn­i­hlut­ans. Hann beindi spurn­ingum til Albertínu um hvort henni þætti það ekki á­hyggju­efni að í til­­lög­unum væri ekki gert ráð fyrir eða fjallað um hvernig fisk­eld­is­­sjóður eigi að starfa.

Albertína fór til starf­andi þing­for­seta, Bryn­dísar Har­alds­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ásamt Odd­nýju Harð­ar­dótt­ur, og eftir stutt sam­tal þeirra á milli var til­kynnt um að Albertína hefði afsalað sér rétti til að veita and­svar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent