Ragna Árnadóttir ráðin skrifstofustjóri Alþingis

Forsætisnefnd samþykkti í morgun að ráða Rögnu Árnadóttir sem nýjan skrifstofustjóra Alþingis.

ragna-arnadottir_18529660873_o.jpg
Auglýsing

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunnar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Hún tekur við starfinu af Helga Bernódussyni. Ragna verður fyrst kvenna til að gegna starfinu.

For­sætis­nefnd Alþingis aug­lýsti þann 20. apríl síð­ast­lið­inn emb­ætti skrif­stofu­stjóra Alþingis laust til umsókn­ar, en nefndin ræður skrif­stofu­stjóra Alþingis til sex ára í senn. Alls bár­ust tólf umsóknir en nýr skrif­stofu­stjóri Alþingis tekur við emb­ætt­inu þann 1. sept­em­ber næst­kom­andi.

Á meðal umsækjenda voru Ragna, Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, rík­is­sátta­semj­ari og Kjartan Bjarni Björg­vins­son hér­aðs­dóm­ari.

Auglýsing

Auk þeirra sóttu átta aðrir um stöð­una: Ást­hildur Magn­ús­dótt­ir, kenn­ari. Hildur Eva Sig­urð­ar­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur­, Hilmar Þórð­ar­son, fv. sviðs­stjóri rekstr­ar­sviðs, Inga Guð­rún Birg­is­dótt­ir, mannauðs­stjóri, Ingvar Þór Sig­urðs­son, for­stöðu­mað­ur­, Krist­i­an Guttes­en, aðjunkt, Sandra ­Stojkovic Hin­ic, verk­efn­is­stjóri, ­Sig­rún Brynja Ein­ars­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri, Þór­dís Sæv­ars­dótt­ir, kenn­ari.

Skrif­stofu­stjóri hefur umsjón með fjár­reiðum þings­ins

Skrif­stofu­stjóri stjórnar skrif­stofu Alþing­is, fram­kvæmdum á vegum þings­ins og hefur umsjón með fjár­reiðum þess og eignum í umboði for­seta. Því er um áhrifamikið starf að ræða.

Þing­funda­svið, nefnda­svið og starfs­manna­skrif­stofa þings­ins heyra beint undir skrif­stofu­stjóra. Skrif­stofu­stjóri situr fundi for­sætis­nefndar og er for­seta og nefnd­inni til aðstoðar í öllu er varðar stjórn þings­ins. Aðsetur skrif­stofu­stjóra er á 2. hæð Alþing­is­húss­ins og á 2. hæð Skjald­breið­ar, Kirkju­stræti 8. Um starf hans eru nán­ari ákvæði í þing­sköpum Alþing­is. Helgi Bern­ód­us­son hefur gegnt emb­ætt­i ­skrif­stofu­stjóri Alþingis frá árinu 2005 en hann lætur af störfum á næstunni.

For­sætis­nefnd fól þremur úr sínum hóp að hafa umsjón með ráðn­ing­ar­ferl­inu fyrir hönd nefnd­ar­inn­ar. Und­ir­nefnd­ina skipuðu Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, og vara­for­set­arnir Guð­jón Brjáns­son og Bryn­dís Har­alds­dótt­ir.

Auk þess var skipuð þriggja manna hæfn­is­nefnd til að fara yfir umsókn­ir, meta hvaða umsækj­endum yrði boðið í við­tal, ann­ast við­töl, meta umsagnir og gera til­lögu til und­ir­nefndar for­sætis­nefndar um þá sem hún telur hæf­asta til að gegna starf­inu. Hæfn­is­nefnd­ina skipuðu Þor­steinn Magn­ús­son, vara­skrif­stofu­stjóri Alþing­is, sem er for­mað­ur, Guð­rún Jóhanna Guð­munds­dótt­ir, sér­fræð­ingur hjá Kjara- og mannauðs­sýslu rík­is­ins og Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri. Starfs­maður nefnd­ar­innar var Heiðrún Páls­dótt­ir, rit­ari for­seta Alþing­is.

Var dómsmálaráðherra

Ragna Árnadóttir var dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna frá 2009 til 2010. Hún kom inn í ríkisstjórnina sem ráðherra utan flokka. Ragna er með stúdentspróf frá MA, embættispróf í lögfræði HÍ 1991 ogLL.M.-gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi 2000. Hún starfaði sem lögfræðingur við nefndadeild Alþingis 1991–1995. 

Í nóvember 2010 var Ragna ráðin skrifstofustjóri Landsvirkjunar og tveimur árum síðar tók hún við starfi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent