Samfylkingin bætir við sig en Vinstri græn og Framsókn tapa fylgi

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist um 40 prósent og tveir af þremur stjórnarflokkum tapa umtalsverðu fylgi milli kannana. Miðflokkurinn haggast varla í fylgi þrátt fyrir mikla fyrirferð.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin bætir við sig tæpum tveimur pró­sentu­stigum af fylgi milli mán­aða og nýtur nú stuðn­ings 14,4 pró­sent kjós­enda. Vinstri græn tapa á hinn bog­inn tæp­lega þremur pró­sentu­stigum af fylgi og myndu fá 11,3 pró­sent atkvæða ef kosið væri í dag. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tapar líka tveimur pró­sentu­stigum og mælist með 7,7 pró­sent fylgi.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á fylgi stjórn­mála­flokka.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sem fyrr stærsti flokkur lands­ins með 22,1 pró­sent fylgi, sem er lítið eitt meira en flokk­ur­inn mæld­ist með í lok síð­asta mán­að­ar. Píratar mæl­ast með jafn mikið fylgi og Sam­fylk­ing­in, eða 14,4 pró­sent, og saman eru þeir tveir flokkar næst stærstir í íslenska stjórn­mála­flokka­lit­róf­inu sam­kvæmt könn­un­inni.

Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn hagg­ast vart í fylgi þrátt fyrir að hafa nán­ast átt stjórn­mála­sviðið und­an­farnar vikur með mál­þófi gegn þriðja orku­pakk­anum og and­stöðu í málum eins og breyt­ingum á lögum um þung­un­ar­rof, gegn til­urð ráð­gjafa­stofu inn­flytj­enda, hlut­leysi gagn­vart frum­varpi um lækkun virð­is­auka­skatts á tíð­ar­vörur og nú síð­ast vegna athuga­semda við frum­varp um kyn­rænt sjálf­ræði. Alls segj­ast 10,6 pró­sent að þeir styðji flokk­inn nú.

Við­reisn bætir við sig fylgi á milli kann­anna og mælist ný með 9,5 pró­sent stuðn­ing en Flokkur fólks­ins yrði nokkuð frá því að ná inn manni ef kosið væri í dag með 4,2 pró­sent.

Sem stendur mælist Sós­í­alista­flokkur Íslands með meira fylgi, eða 4,4 pró­sent.

Alls mælist stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina 40,2 pró­sent og hefur ekki mælst minni síðan í nóv­em­ber 2018, þegar hann fór undir 40 pró­sent.

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent