Samfylkingin bætir við sig en Vinstri græn og Framsókn tapa fylgi

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist um 40 prósent og tveir af þremur stjórnarflokkum tapa umtalsverðu fylgi milli kannana. Miðflokkurinn haggast varla í fylgi þrátt fyrir mikla fyrirferð.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Samfylkingin bætir við sig tæpum tveimur prósentustigum af fylgi milli mánaða og nýtur nú stuðnings 14,4 prósent kjósenda. Vinstri græn tapa á hinn boginn tæplega þremur prósentustigum af fylgi og myndu fá 11,3 prósent atkvæða ef kosið væri í dag. Framsóknarflokkurinn tapar líka tveimur prósentustigum og mælist með 7,7 prósent fylgi.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka.

Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkur landsins með 22,1 prósent fylgi, sem er lítið eitt meira en flokkurinn mældist með í lok síðasta mánaðar. Píratar mælast með jafn mikið fylgi og Samfylkingin, eða 14,4 prósent, og saman eru þeir tveir flokkar næst stærstir í íslenska stjórnmálaflokkalitrófinu samkvæmt könnuninni.

Auglýsing

Miðflokkurinn haggast vart í fylgi þrátt fyrir að hafa nánast átt stjórnmálasviðið undanfarnar vikur með málþófi gegn þriðja orkupakkanum og andstöðu í málum eins og breytingum á lögum um þungunarrof, gegn tilurð ráðgjafastofu innflytjenda, hlutleysi gagnvart frumvarpi um lækkun virðisaukaskatts á tíðarvörur og nú síðast vegna athugasemda við frumvarp um kynrænt sjálfræði. Alls segjast 10,6 prósent að þeir styðji flokkinn nú.

Viðreisn bætir við sig fylgi á milli kannanna og mælist ný með 9,5 prósent stuðning en Flokkur fólksins yrði nokkuð frá því að ná inn manni ef kosið væri í dag með 4,2 prósent.

Sem stendur mælist Sósíalistaflokkur Íslands með meira fylgi, eða 4,4 prósent.

Alls mælist stuðningur við ríkisstjórnina 40,2 prósent og hefur ekki mælst minni síðan í nóvember 2018, þegar hann fór undir 40 prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent