Samfylkingin bætir við sig en Vinstri græn og Framsókn tapa fylgi

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist um 40 prósent og tveir af þremur stjórnarflokkum tapa umtalsverðu fylgi milli kannana. Miðflokkurinn haggast varla í fylgi þrátt fyrir mikla fyrirferð.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin bætir við sig tæpum tveimur pró­sentu­stigum af fylgi milli mán­aða og nýtur nú stuðn­ings 14,4 pró­sent kjós­enda. Vinstri græn tapa á hinn bog­inn tæp­lega þremur pró­sentu­stigum af fylgi og myndu fá 11,3 pró­sent atkvæða ef kosið væri í dag. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tapar líka tveimur pró­sentu­stigum og mælist með 7,7 pró­sent fylgi.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á fylgi stjórn­mála­flokka.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sem fyrr stærsti flokkur lands­ins með 22,1 pró­sent fylgi, sem er lítið eitt meira en flokk­ur­inn mæld­ist með í lok síð­asta mán­að­ar. Píratar mæl­ast með jafn mikið fylgi og Sam­fylk­ing­in, eða 14,4 pró­sent, og saman eru þeir tveir flokkar næst stærstir í íslenska stjórn­mála­flokka­lit­róf­inu sam­kvæmt könn­un­inni.

Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn hagg­ast vart í fylgi þrátt fyrir að hafa nán­ast átt stjórn­mála­sviðið und­an­farnar vikur með mál­þófi gegn þriðja orku­pakk­anum og and­stöðu í málum eins og breyt­ingum á lögum um þung­un­ar­rof, gegn til­urð ráð­gjafa­stofu inn­flytj­enda, hlut­leysi gagn­vart frum­varpi um lækkun virð­is­auka­skatts á tíð­ar­vörur og nú síð­ast vegna athuga­semda við frum­varp um kyn­rænt sjálf­ræði. Alls segj­ast 10,6 pró­sent að þeir styðji flokk­inn nú.

Við­reisn bætir við sig fylgi á milli kann­anna og mælist ný með 9,5 pró­sent stuðn­ing en Flokkur fólks­ins yrði nokkuð frá því að ná inn manni ef kosið væri í dag með 4,2 pró­sent.

Sem stendur mælist Sós­í­alista­flokkur Íslands með meira fylgi, eða 4,4 pró­sent.

Alls mælist stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina 40,2 pró­sent og hefur ekki mælst minni síðan í nóv­em­ber 2018, þegar hann fór undir 40 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Deutsche Bank er sá banki sem er fyrirferðamestur í þeim gögnum sem BuzzFeed áskotnaðist.
FinCEN-skjölin: Aumar peningaþvættisvarnir afhjúpaðar
Gagnaleki frá FinCEN, eftirlitsstofnun innan bandaríska fjármálaráðuneytisins, sýnir fram á að ýmsir stærstu bankar Vesturlanda vita að mýmargar millifærslur sem hjá þeim eru gerðar þola ekki dagsljósið, en aðhafast bæði seint og lítið.
Kjarninn 21. september 2020
Diljá Ámundadóttir Zoega
Er menning ein af grunnþörfum mannsins?
Kjarninn 21. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fjölgun smita áhyggjuefni – fólk með einkenni gengur fyrir
Gríðarleg ásókn er í sýnatökur vegna kórónuveirunnar og biðlar landlæknir til þeirra sem eru einkennalausir að bóka ekki tíma. Þeir sem eru með einkenni verði að ganga fyrir.
Kjarninn 21. september 2020
Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Per Bolund, viðskipta- og húsnæðismálaráðherra, á kynningu frumvarpsins í morgun.
Norðurlöndin dæla peningum til að berjast gegn kórónukreppunni
Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa tilkynnt miklar útgjaldaaukningar til að berjast gegn efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar á síðustu vikum.
Kjarninn 21. september 2020
Greindum smitum af kórónuveirunni hefur fjölgað umtalsvert síðustu daga.
Tæplega 200 smit á sex dögum
Í gær greindust þrjátíu ný tilfelli af COVID-19 hér á landi og hafa því 196 smit verið greind á sex dögum. Um helgina voru vínveitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu lokaðir til að reyna að hægja á útbreiðslu faraldursins.
Kjarninn 21. september 2020
Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator
Novator selur hlut sinn í Play
Fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur ákveðið að selja fjarskiptafyrirtækið Play, sem félagið stofnaði árið 2005.
Kjarninn 21. september 2020
Fjölgun smita í Bretlandi er uggvænleg og stjórnvöld vilja bregðast við án þess að grípa til sömu hörðu aðgerðanna og gert var síðasta vetur.
„Við erum komin á hættuslóðir“
Fólk verður að fylgja reglunum, segja forsætis- og heilbrigðisráðherra Bretlands. Fólk verður skikkað í einangrun og sóttkví með lögum og brjóti það þau verður háum fjársektum beitt. Varnaðarorðin líkjast flóðbylgjuviðvörun í annarri bylgju faraldursins.
Kjarninn 21. september 2020
Kerfið á Vestfjörðum er viðkvæmt fyrir veðri og vindum.
Telur „jó-jó tímabili“ vegna Hvalárvirkjunar lokið
Vandamálin í raforkukerfinu á Vestfjörðum snúast ekki um orkuskort heldur afhendingaröryggi. Um þetta eru verkefnisstjóri hjá Landsneti og fulltrúi Jarðstrengja sammála. Sá síðarnefndi telur „jó-jó tímabili“ sem fylgdi Hvalárvirkjun lokið.
Kjarninn 21. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent