Innflutningur á fersku kjöti ekki sú ógn sem haldið hefur verið fram

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir að niðurstöður skimunar á vegum Matvælastofnunar á íslensku sauðfé og nautakjöti sýni að staðan sé ekki jafn góð hér á landi og áður hefur verið haldið fram.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Auglýsing

Ólaf­ur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, segir að það fjölgi stöðugt upp­lýs­ingum og gögnum sem sýni fram á að inn­flutn­ingur á fersku kjöti sé alls ekki sú ógn sem haldið hefur verið fram. Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann að nið­ur­stöður skimunar á vegum Mat­væla­stofn­unar á íslensku sauð­fé og nauta­kjöti sýni að staðan er ekki jafn góð hér á landi líkt og haldið hefur verið fram.  Sjúk­dóms­vald­andi bakt­er­íur og ­sýkla­lyfja­ó­næmi í kjöti sé alþjóð­legt vanda­mál sem ekk­ert land sé ónæmt fyr­ir. 

Fundu sjúk­dóms­vald­andi bakt­er­íur í íslensku kjöti

Skimun á vegum Mat­væla­­stofn­un­ar, heil­brigð­is­eft­ir­lits sveit­­ar­­fé­laga og atvinnu- og ný­­sköp­un­­ar­ráðu­­neyt­is­ins ­sýnir að ­­STEC E. coli finnst bæði í kjöti af íslensku sauðfé og naut­­grip­­um. ­­STEC fannst í 30 pró­­sent sýna stofn­un­­ar­innar af lamba­­kjöti og 11,5 pró­­sent sýna af naut­­gripa­kjöt­i. Þetta er í fyrsta sinn hefur verið ski­­mað fyrir eit­­ur­­mynd­andi teg­und E.coli í kjöti af sauðfé og naut­­gripum hér­­­lend­­is.

Á vef Mat­væla­­stofn­unar segir að ­­STEC sé eit­­ur­­mynd­andi teg­und E. coli sem getur valdið alvar­­legum veik­indum í fólki en algeng sjúk­­dóms­ein­­kenni eru nið­­ur­­gangur en einnig getur sjúk­­dóm­­ur­inn leitt til nýrnaskaða, svo­­kall­að HUS (Hemolyt­ic Ur­ea ­­Syndrome). Fólk getur smit­­ast af ­­STEC ­­með meng­uðum mat­vælum eða vatni, með beinni snert­ingu við smituð dýr, eða umhverfi meng­uðu af saur þeirra. Þá segir að neyt­endur geta dregið veru­­lega úr áhættu með því að gegn­u­­melda kjöt fyrir neyslu og gæta að kross­meng­un.

Sam­an­burð­ur­inn byggður á ófull­nægj­andi upp­lýs­ingum

Ólafur segir í sam­tali við Kjarn­ann að sam­an­burð­ur­inn á inn­fluttu kjöt og íslensku hafi verið byggður á ófull­komnum upp­lýs­ing­um. Hann segir að í fyrsta lagi vanti að miklu leyti upp­lýs­ingar um ­sýkla­lyfja­notk­un í íslenskum land­bún­aði en að einnig sé erfitt að bera þær upp­lýs­ingar saman við önnur Evr­ópu­ríki. Það sé vegna þess að lífmassi ­­fisk­eldis er með­tal­inn í útreikn­ingum á sýkla­lyfja­­not­k­un í land­­bún­­aði. Sýkla­lyf eru hins vegar ekki notuð í fisk­eldi á Íslandi og vegna þess hve stór hlutur fisk­eldis er af land­­bún­­aði á Íslandi þá skekkir það hlut­­fallð. „Sam­an­burð­ur­inn um sýkla­lyfja­notkun í land­bún­aði við hin Evr­ópu­ríkin verður því skakkur og óraun­hæf­ur, “ segir Ólaf­ur.

Í öðru lagi bendir hann á að hér á landi séu aðeins nýhafn­ar skiman­ir ­sam­kvæmt evr­ópskum reglu­gerð­um. Skimun Mat­væla­stofn­unar á sjúk­dóms­vald­andi bakt­er­íum í íslensku kjöti er sú fyrsta sem fram­kvæmd er hér á landi. Ólafur segir að nið­ur­stöður Mat­væla­stofn­unar sýni að ­staðan er ekki jafn góð hér og landi og áður hefur verið haldið fram. „Nú fjölgar stöðugt upp­lýs­ingum og gögnum sem sýna fram á að inn­flutn­ingur á fersku kjöti er alls ekki sú ógn sem haldið hefur verið fram,“ segir Ólafur.

Auglýsing

Hann bendir á að sjúk­dóms­vald­andi bakt­er­íur og sýkla­lyfja­ó­næmi í kjöt sé alþjóð­legt vanda­mál sem ekk­ert land sé ónæmt fyr­ir. „Það er rangt, líkt og þessu hefur ver­ið stillt upp í umræð­unni, að inn­lenda varan sé svo hrein og heil­næm en útlenda var­an ó­hrein og hættu­leg.“

Enn frem­ur ­segir Ólafur að stjórn­völd hafi van­rækt ýmsar var­úð­ar­ráð­staf­anir og að það þurfi að horfa til fleiri þátta en inn­flutn­ings til að sporna við frek­ari útbreiðslu sjúk­dóms­vald­andi bakt­ería og sýkla­lyfja­ó­næmi. Í stað þess að mis­muna erlendri vöru með því banna inn­flutn­ing á fersku kjöti þá hvetji félagið frekar til þess að stjórn­völd grípi til alhliða ráð­staf­anna þegar að kemur að mat­væla­ör­yggi.

Bjart­sýn á að frum­varpið fari í gegn 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra.Í ­­febr­­úar síð­­ast­liðnum lagði Krist­ján Þór Júl­í­us­­­son, sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs- og land­­­bún­­­að­­­ar­ráð­herra, fram frum­varp á Alþingi sem felur í sér að fryst­i­­­skylda á inn­­­­­fluttu kjöti verði afnumin og heim­ilt verði að flytja inn ferskt kjöt, fersk egg og vörur úr óger­il­­­sneyddri mjólk. Frum­varpið er nú í annarri umræðu á þing­inu en nái frum­varpið fram að ganga munu hömlur á inn­­­­­flutn­ingi falla niður þann 1. sept­­­em­ber næst­kom­and­i. 

Ólafur seg­ir aðspurð­ur­ að FA sé bjart­sýnt á frum­varpið verði sam­þykkt á Alþingi. „Að sjálf­sögðu erum við bjart­sýn á að þetta fari í gegn, það getur ekki verið að Alþingi brjóti áfram gegn EES- ­samn­ing­um vís­vit­and­i.“

Munu beita sér fyrir frek­ari rann­sóknum

Guð­rún Tryggva­dótt­ir, for­maður Bænda­sam­taka Íslands, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að nið­ur­stöður Mat­væla­stofn­unnar sýni, eins og fram kemur í skýrsl­unni, að það þarf að rann­saka þessi mál betur og skerpa á fyr­ir­byggj­andi aðgerðum í slát­ur­húsum og kjöt­vinnsl­u­m. 

Guðrún Tryggvadóttir„Bænda­sam­tökin munu beita sér fyrir því Mat­væla­stofnun rann­saki þessi mál enn frek­ar. Frek­ari rann­sóknir eru mik­il­vægar til þess að leiða í ljós hvort bakt­er­í­urnar eru, í ein­hverjum til­fell­um, til staðar í sjúk­dóms­vald­andi magni, en þær nið­ur­stöður sem nú eru kynntar sýna ein­göngu hvort þær finn­ast eða ekki,“ segir Guð­rún. 

Hún segir jafn­framt að áhuga­vert væri í þessu til­felli að hafa sam­an­burð við önnur lönd í Evr­ópu. „Iðra­sýk­ingar af völd­um ­STEC eru afar fátíðar hér á landi í sam­an­burði við önnur lönd og er tíðni þeirra hér á landi til dæmis með því lægsta sem ger­ist í Evr­ópu þrátt fyrir að skimun Mat­væla­stofn­unar hafi sýnt fram á algengi þeirra á kjöt­i.“ 

Auk þess bendir Guð­rún á að nið­ur­stöður skimun­ar­innar sýni sterka stöðu íslenska svína­kjöt og kjúklinga­kjöts en í sýn­um úr íslensku kjúklinga- og svína­kjöti fannst hvorki salmon­ella né ­kampýló­bakt­er „Þetta eru mjög jákvæðar nið­ur­stöður og til marks um hversu sterkar þessar greinar standa hér á landi og að sú áhersla sem lögð á þessi mál af hálfu bænda hefur skilað árangri,“ segir Guð­rún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent