Innflutningur á fersku kjöti ekki sú ógn sem haldið hefur verið fram

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir að niðurstöður skimunar á vegum Matvælastofnunar á íslensku sauðfé og nautakjöti sýni að staðan sé ekki jafn góð hér á landi og áður hefur verið haldið fram.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Auglýsing

Ólaf­ur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, segir að það fjölgi stöðugt upp­lýs­ingum og gögnum sem sýni fram á að inn­flutn­ingur á fersku kjöti sé alls ekki sú ógn sem haldið hefur verið fram. Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann að nið­ur­stöður skimunar á vegum Mat­væla­stofn­unar á íslensku sauð­fé og nauta­kjöti sýni að staðan er ekki jafn góð hér á landi líkt og haldið hefur verið fram.  Sjúk­dóms­vald­andi bakt­er­íur og ­sýkla­lyfja­ó­næmi í kjöti sé alþjóð­legt vanda­mál sem ekk­ert land sé ónæmt fyr­ir. 

Fundu sjúk­dóms­vald­andi bakt­er­íur í íslensku kjöti

Skimun á vegum Mat­væla­­stofn­un­ar, heil­brigð­is­eft­ir­lits sveit­­ar­­fé­laga og atvinnu- og ný­­sköp­un­­ar­ráðu­­neyt­is­ins ­sýnir að ­­STEC E. coli finnst bæði í kjöti af íslensku sauðfé og naut­­grip­­um. ­­STEC fannst í 30 pró­­sent sýna stofn­un­­ar­innar af lamba­­kjöti og 11,5 pró­­sent sýna af naut­­gripa­kjöt­i. Þetta er í fyrsta sinn hefur verið ski­­mað fyrir eit­­ur­­mynd­andi teg­und E.coli í kjöti af sauðfé og naut­­gripum hér­­­lend­­is.

Á vef Mat­væla­­stofn­unar segir að ­­STEC sé eit­­ur­­mynd­andi teg­und E. coli sem getur valdið alvar­­legum veik­indum í fólki en algeng sjúk­­dóms­ein­­kenni eru nið­­ur­­gangur en einnig getur sjúk­­dóm­­ur­inn leitt til nýrnaskaða, svo­­kall­að HUS (Hemolyt­ic Ur­ea ­­Syndrome). Fólk getur smit­­ast af ­­STEC ­­með meng­uðum mat­vælum eða vatni, með beinni snert­ingu við smituð dýr, eða umhverfi meng­uðu af saur þeirra. Þá segir að neyt­endur geta dregið veru­­lega úr áhættu með því að gegn­u­­melda kjöt fyrir neyslu og gæta að kross­meng­un.

Sam­an­burð­ur­inn byggður á ófull­nægj­andi upp­lýs­ingum

Ólafur segir í sam­tali við Kjarn­ann að sam­an­burð­ur­inn á inn­fluttu kjöt og íslensku hafi verið byggður á ófull­komnum upp­lýs­ing­um. Hann segir að í fyrsta lagi vanti að miklu leyti upp­lýs­ingar um ­sýkla­lyfja­notk­un í íslenskum land­bún­aði en að einnig sé erfitt að bera þær upp­lýs­ingar saman við önnur Evr­ópu­ríki. Það sé vegna þess að lífmassi ­­fisk­eldis er með­tal­inn í útreikn­ingum á sýkla­lyfja­­not­k­un í land­­bún­­aði. Sýkla­lyf eru hins vegar ekki notuð í fisk­eldi á Íslandi og vegna þess hve stór hlutur fisk­eldis er af land­­bún­­aði á Íslandi þá skekkir það hlut­­fallð. „Sam­an­burð­ur­inn um sýkla­lyfja­notkun í land­bún­aði við hin Evr­ópu­ríkin verður því skakkur og óraun­hæf­ur, “ segir Ólaf­ur.

Í öðru lagi bendir hann á að hér á landi séu aðeins nýhafn­ar skiman­ir ­sam­kvæmt evr­ópskum reglu­gerð­um. Skimun Mat­væla­stofn­unar á sjúk­dóms­vald­andi bakt­er­íum í íslensku kjöti er sú fyrsta sem fram­kvæmd er hér á landi. Ólafur segir að nið­ur­stöður Mat­væla­stofn­unar sýni að ­staðan er ekki jafn góð hér og landi og áður hefur verið haldið fram. „Nú fjölgar stöðugt upp­lýs­ingum og gögnum sem sýna fram á að inn­flutn­ingur á fersku kjöti er alls ekki sú ógn sem haldið hefur verið fram,“ segir Ólafur.

Auglýsing

Hann bendir á að sjúk­dóms­vald­andi bakt­er­íur og sýkla­lyfja­ó­næmi í kjöt sé alþjóð­legt vanda­mál sem ekk­ert land sé ónæmt fyr­ir. „Það er rangt, líkt og þessu hefur ver­ið stillt upp í umræð­unni, að inn­lenda varan sé svo hrein og heil­næm en útlenda var­an ó­hrein og hættu­leg.“

Enn frem­ur ­segir Ólafur að stjórn­völd hafi van­rækt ýmsar var­úð­ar­ráð­staf­anir og að það þurfi að horfa til fleiri þátta en inn­flutn­ings til að sporna við frek­ari útbreiðslu sjúk­dóms­vald­andi bakt­ería og sýkla­lyfja­ó­næmi. Í stað þess að mis­muna erlendri vöru með því banna inn­flutn­ing á fersku kjöti þá hvetji félagið frekar til þess að stjórn­völd grípi til alhliða ráð­staf­anna þegar að kemur að mat­væla­ör­yggi.

Bjart­sýn á að frum­varpið fari í gegn 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra.Í ­­febr­­úar síð­­ast­liðnum lagði Krist­ján Þór Júl­í­us­­­son, sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs- og land­­­bún­­­að­­­ar­ráð­herra, fram frum­varp á Alþingi sem felur í sér að fryst­i­­­skylda á inn­­­­­fluttu kjöti verði afnumin og heim­ilt verði að flytja inn ferskt kjöt, fersk egg og vörur úr óger­il­­­sneyddri mjólk. Frum­varpið er nú í annarri umræðu á þing­inu en nái frum­varpið fram að ganga munu hömlur á inn­­­­­flutn­ingi falla niður þann 1. sept­­­em­ber næst­kom­and­i. 

Ólafur seg­ir aðspurð­ur­ að FA sé bjart­sýnt á frum­varpið verði sam­þykkt á Alþingi. „Að sjálf­sögðu erum við bjart­sýn á að þetta fari í gegn, það getur ekki verið að Alþingi brjóti áfram gegn EES- ­samn­ing­um vís­vit­and­i.“

Munu beita sér fyrir frek­ari rann­sóknum

Guð­rún Tryggva­dótt­ir, for­maður Bænda­sam­taka Íslands, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að nið­ur­stöður Mat­væla­stofn­unnar sýni, eins og fram kemur í skýrsl­unni, að það þarf að rann­saka þessi mál betur og skerpa á fyr­ir­byggj­andi aðgerðum í slát­ur­húsum og kjöt­vinnsl­u­m. 

Guðrún Tryggvadóttir„Bænda­sam­tökin munu beita sér fyrir því Mat­væla­stofnun rann­saki þessi mál enn frek­ar. Frek­ari rann­sóknir eru mik­il­vægar til þess að leiða í ljós hvort bakt­er­í­urnar eru, í ein­hverjum til­fell­um, til staðar í sjúk­dóms­vald­andi magni, en þær nið­ur­stöður sem nú eru kynntar sýna ein­göngu hvort þær finn­ast eða ekki,“ segir Guð­rún. 

Hún segir jafn­framt að áhuga­vert væri í þessu til­felli að hafa sam­an­burð við önnur lönd í Evr­ópu. „Iðra­sýk­ingar af völd­um ­STEC eru afar fátíðar hér á landi í sam­an­burði við önnur lönd og er tíðni þeirra hér á landi til dæmis með því lægsta sem ger­ist í Evr­ópu þrátt fyrir að skimun Mat­væla­stofn­unar hafi sýnt fram á algengi þeirra á kjöt­i.“ 

Auk þess bendir Guð­rún á að nið­ur­stöður skimun­ar­innar sýni sterka stöðu íslenska svína­kjöt og kjúklinga­kjöts en í sýn­um úr íslensku kjúklinga- og svína­kjöti fannst hvorki salmon­ella né ­kampýló­bakt­er „Þetta eru mjög jákvæðar nið­ur­stöður og til marks um hversu sterkar þessar greinar standa hér á landi og að sú áhersla sem lögð á þessi mál af hálfu bænda hefur skilað árangri,“ segir Guð­rún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent