Sjúkdómsvaldandi bakteríur fundust í íslensku kjöti

Sjúkdómsvaldandi bakteríur fundust í 30 prósent sýna Matvælastofnunar af lambakjöti og 11,5 prósent sýna af nautgripakjöti. Sóttvarnarlæknir segir niðurstöðurnar sláandi og sýna jafnframt að umræðan um íslenskt kjöt hafi verið á villigötum.

Kjöt
Auglýsing

Skimun á vegum Mat­væla­stofn­unar sýnir að ­STEC E. coli finnst bæði í kjöti af íslensku sauðfé og naut­grip­um. ­STEC fannst í 30 pró­sent sýna stofn­un­ar­innar af lamba­kjöti og 11,5 pró­sent sýna af naut­gripa­kjöt­i. ­Sótt­varna­lækn­ir ­segir nið­ur­stöð­urnar slá­andi og segir þær ekki í sam­ræmi við umræð­una um íslenska fram­leiðslu sam­an­borið við erlenda. Fyrir Alþingi liggur stjórn­ar­frum­varp sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra ­sem heim­ilar inn­flutn­ing á fersku kjöti, eggjum og vörum úr óger­il­sneyddri mjólk, frá og með 1. sept­em­ber næst­kom­and­i. 

Getur valdið alvar­legum veik­indum í fólki

Skimun­in var á veg­um Mat­væla­stofn­un­ar, heil­brigð­is­eft­ir­lits sveit­ar­fé­laga og atvinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins en þetta er í fyrsta sinn hefur verið ski­mað fyrir eit­ur­mynd­andi teg­und E.coli í kjöti af sauðfé og naut­gripum hér­lend­is. Sýna­takan fór fram í versl­unum og tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauð­fé, naut­grip­um, svínum og kjúkling­um, af inn­lendum eða erlendum upp­runa frá mars til des­em­ber 2018.

Mynd: Birgir Þór HarðarssonNið­ur­stöður skimunar fyr­ir­ ­STEC benda til að s­higatoxín ­mynd­and­i E. coli sé hluti af nátt­úru­legri örveruflóru íslenskra naut­gripa og sauð­fjár­. ­STEC fannst í 30 pró­sent sýna af lamba­kjöti og 11,5 pró­sent sýna af naut­gripa­kjöt­i. 

Mat­væla­stofnun segir að ljóst sé að rann­saka þarf bet­ur ­STEC í kjöti og skerpa þarf á fyr­ir­byggj­andi aðgerðum í slát­ur­húsum og kjöt­vinnslum til að minnka líkur á að ­STEC ber­ist í kjöt­ið. Þá greindust salmon­ella og ­kampýló­bakter ekki í svína- og ali­fugla­kjöti í skimum stofn­un­ar­innar að und­an­skil­inni salmon­ellu sem fannst í einu sýni af svína­kjöt­i. 

Á vef Mat­væla­stofn­unar segir að ­STEC sé eit­ur­mynd­andi teg­und E. coli sem getur valdið alvar­legum veik­indum í fólki en algeng sjúk­dóms­ein­kenni eru nið­ur­gangur en einnig getur sjúk­dóm­ur­inn leitt til nýrnaskaða, svo­kall­að HUS (Hemolyt­ic Ur­ea ­Syndrome). Fólk getur smit­ast af ­STEC ­með meng­uðum mat­vælum eða vatni, með beinni snert­ingu við smituð dýr, eða umhverfi meng­uðu af saur þeirra. Þá segir að neyt­endur geta dregið veru­lega úr áhættu með því að gegn­u­melda kjöt fyrir neyslu og gæta að krossmengun.

Auglýsing


Ráð­herra lagði fram frum­varp í kjöl­far nið­ur­stöðu EFTA- dóm­stóls­ins 

Í ­febr­úar síð­ast­liðnum lagði Krist­ján Þór Júl­í­us­­son, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, fram frum­varp á Alþingi sem felur í sér að fryst­i­­skylda á inn­­­fluttu kjöti verði afnumin og heim­ilt verði að flytja inn ferskt kjöt, fersk egg og vörur úr óger­il­­sneyddri mjólk. Á sama tíma kynnti ráð­herra aðgerða­á­ætlun með mót­væg­is­að­­gerðum til þess að verja íslenska búfjár­­­stofna og bæta sam­keppn­is­­­stöðu inn­­­­­lendrar mat­væla­fram­­­leiðslu. ­­Nái frum­varpið fram að ganga munu hömlur á inn­­­flutn­ingi falla niður þann 1. sept­­em­ber næst­kom­and­i. 

Frum­varpið er lagt fram í kjöl­far nið­ur­stöðu EFTA-­­dóm­stóls­ins en þann 14. nóv­­­em­ber 2017 komst dóm­­stóll­inn að þeirri nið­­­ur­­­stöðu að íslenska leyf­­­­is­veit­inga­­­­kerfið fyrir inn­­­­­­­flutn­ing á hrárri og unn­inni kjöt­­­­vöru, eggjum og mjólk sam­­­­rým­ist ekki ákvæðum EES-­­­­samn­ings­ins. Dóm­­­­stóll­inn telur að það sé ósam­­­­rým­an­­­­legt fimmtu grein til­­­­­­­skip­un­­­­ar­innar að skil­yrða inn­­­­­­­flutn­ing á slíkum vör­u­m. Hæst­i­­réttur komst að sömu nið­­ur­­stöðu þann 11. októ­ber 2018 að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóð­rétt­­ar­­legum skuld­bind­ingum sínum sam­­kvæmt EES-­­samn­ingn­um ­­með því að halda við lýði banni við inn­­­flutn­ingi á fersku kjöti hingað til lands. 

Í febr­úar á þessu ári birti Eft­ir­lits­stofnun EFTA, ESA, rök­stutt álit vegna mats stofn­un­ar­innar um það að Ísland hefði ekki upp­fyllt skyldur sínar vegna dóms EFTA-­dóm­stóls­ins. Íslenskum stjórn­völdum var gef­inn tveggja mán­aða frestur til að ráða bót á því. Sá frestur rann út 13. apríl síð­ast­lið­inn. 

Leggja til að fresta gild­is­tök­unni um tvo mán­uði 

Frum­varpið fór til með­ferðar í atvinnu­vega­nefnd í kjöl­far fyrstu umræðu á þingi og birti nefnd­in nefnd­ar­á­lit sitt með breyt­ing­ar­til­lögu í lok síð­asta mán­að­ar. Í á­lit­inu segir að nauð­syn­legt sé að bregð­ast við álit­i ES­A og breyta lögum því að ann­ars sé vís­vit­andi verið að við­halda ólög­legu ástandi. Bendir nefndin á að fyrir íslenskt sam­fé­lag felist gríð­ar­lega miklir þjóð­hags­legir hags­munir í því að staða lands­ins sem hluti af hinum innri mark­aði Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins sé tryggð, m.a. fyrir útflutn­ing á íslenskum búvör­um. Nefndin leggur hins vegar til að gild­is­töku frum­varps­ins verði frestað um tvo mán­uði, eða til 1. nóv­em­ber 2019, til þess að nægur tími sé til að ljúka til­teknum aðgerðum í aðgerða­á­ætl­un­inni til að tryggja mat­væla­ör­yggi áður en leyf­is­veit­inga­kerfið verður afnumið.

Frum­varp ráð­herra hefur verið harð­lega gagn­rýnt af Bænda­­sam­­tökum Íslands og birtu sam­tökin yfir­lýs­ingu um málið í febr­ú­ar. Í yfir­­lýs­ing­unni segir að hafið sé yfir allan vafa að inn­­flutn­ing­­ur­inn mun valda íslenskum land­­bún­­aði miklu tjóni og ógna bæði lýð­heilsu og búfjár­­heilsu. 

„Við­­skipta­hags­munir eru teknir fram yfir heil­brigð­is­rök. Búfjár­­heilsa er látin lönd leið og bit­­lausar varnir í aðgerða­á­ætlun land­­bún­­að­­ar­ráð­herra duga skammt. Það er þver­­stæða að kynna til sög­unnar aðgerða­á­ætlun til að auka mat­væla­ör­yggi á sama tíma og inn­­­flutn­ingur á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og óger­il­­sneyddum mjólk­­ur­af­­urðum er heim­il­að­­ur. Við eigum hreina og heil­brigða búfjár­­­stofna og erum heppin að því leyti að mat­væla­­sýk­ingar eru fátíðar hér­­­lend­­is. Það er bein­línis skylda okkar að við­halda þeirri góðu stöð­u,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Sjúk­dóms­vald­andi bakt­er­íur finn­ast líka í íslensku kjöti 

Þórólfur Guðna­son, ­sótt­varna­lækn­ir, segir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að nið­ur­stöður Mat­væla­stofn­unar séu slá­andi. Hann segir að þess­ar bakt­er­í­ur ­geti valdið sýk­ingu og það sé slá­andi að svona mikið af þessum bakt­er­íum skuli f­innast í íslensku lamba­kjöti og nauta­kjöti. Hann segir nið­ur­stöð­urnar jafn­framt sýna að umræðan um erlent kjöt hér á landi hafi verið á villi­göt­um.

„Þetta sýnir bara það að þetta er ekki eins og umræðan hefur verið um íslenska fram­leiðslu sam­an­borið við þá erlendu. Sjúk­dóms­vald­andi bakt­er­íur og sýkla­lyfja­ó­næmar bakt­er­íur finn­ast líka í íslensku kjöti. Við erum ekki bara að tala um útlensk mat­væli,“ segir Þórólf­ur. 

Í könn­un MM­R í apríl síð­ast­liðn­um ­sögðust 55 pró­­sent aðspurðra vera and­vígir inn­­­flutn­ingi á fersku kjöti frá löndum Evr­­ópska Efna­hags­­svæð­is­ins (EES) til Íslands. Alls sögð­ust 27 pró­­sent vera fylgj­andi slíkum inn­­­flutn­ingi. 17 pró­­sent aðspurðra tók ekki afstöðu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent