Sjúkdómsvaldandi bakteríur fundust í íslensku kjöti

Sjúkdómsvaldandi bakteríur fundust í 30 prósent sýna Matvælastofnunar af lambakjöti og 11,5 prósent sýna af nautgripakjöti. Sóttvarnarlæknir segir niðurstöðurnar sláandi og sýna jafnframt að umræðan um íslenskt kjöt hafi verið á villigötum.

Kjöt
Auglýsing

Skimun á vegum Mat­væla­stofn­unar sýnir að ­STEC E. coli finnst bæði í kjöti af íslensku sauðfé og naut­grip­um. ­STEC fannst í 30 pró­sent sýna stofn­un­ar­innar af lamba­kjöti og 11,5 pró­sent sýna af naut­gripa­kjöt­i. ­Sótt­varna­lækn­ir ­segir nið­ur­stöð­urnar slá­andi og segir þær ekki í sam­ræmi við umræð­una um íslenska fram­leiðslu sam­an­borið við erlenda. Fyrir Alþingi liggur stjórn­ar­frum­varp sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra ­sem heim­ilar inn­flutn­ing á fersku kjöti, eggjum og vörum úr óger­il­sneyddri mjólk, frá og með 1. sept­em­ber næst­kom­and­i. 

Getur valdið alvar­legum veik­indum í fólki

Skimun­in var á veg­um Mat­væla­stofn­un­ar, heil­brigð­is­eft­ir­lits sveit­ar­fé­laga og atvinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins en þetta er í fyrsta sinn hefur verið ski­mað fyrir eit­ur­mynd­andi teg­und E.coli í kjöti af sauðfé og naut­gripum hér­lend­is. Sýna­takan fór fram í versl­unum og tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauð­fé, naut­grip­um, svínum og kjúkling­um, af inn­lendum eða erlendum upp­runa frá mars til des­em­ber 2018.

Mynd: Birgir Þór HarðarssonNið­ur­stöður skimunar fyr­ir­ ­STEC benda til að s­higatoxín ­mynd­and­i E. coli sé hluti af nátt­úru­legri örveruflóru íslenskra naut­gripa og sauð­fjár­. ­STEC fannst í 30 pró­sent sýna af lamba­kjöti og 11,5 pró­sent sýna af naut­gripa­kjöt­i. 

Mat­væla­stofnun segir að ljóst sé að rann­saka þarf bet­ur ­STEC í kjöti og skerpa þarf á fyr­ir­byggj­andi aðgerðum í slát­ur­húsum og kjöt­vinnslum til að minnka líkur á að ­STEC ber­ist í kjöt­ið. Þá greindust salmon­ella og ­kampýló­bakter ekki í svína- og ali­fugla­kjöti í skimum stofn­un­ar­innar að und­an­skil­inni salmon­ellu sem fannst í einu sýni af svína­kjöt­i. 

Á vef Mat­væla­stofn­unar segir að ­STEC sé eit­ur­mynd­andi teg­und E. coli sem getur valdið alvar­legum veik­indum í fólki en algeng sjúk­dóms­ein­kenni eru nið­ur­gangur en einnig getur sjúk­dóm­ur­inn leitt til nýrnaskaða, svo­kall­að HUS (Hemolyt­ic Ur­ea ­Syndrome). Fólk getur smit­ast af ­STEC ­með meng­uðum mat­vælum eða vatni, með beinni snert­ingu við smituð dýr, eða umhverfi meng­uðu af saur þeirra. Þá segir að neyt­endur geta dregið veru­lega úr áhættu með því að gegn­u­melda kjöt fyrir neyslu og gæta að krossmengun.

Auglýsing


Ráð­herra lagði fram frum­varp í kjöl­far nið­ur­stöðu EFTA- dóm­stóls­ins 

Í ­febr­úar síð­ast­liðnum lagði Krist­ján Þór Júl­í­us­­son, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, fram frum­varp á Alþingi sem felur í sér að fryst­i­­skylda á inn­­­fluttu kjöti verði afnumin og heim­ilt verði að flytja inn ferskt kjöt, fersk egg og vörur úr óger­il­­sneyddri mjólk. Á sama tíma kynnti ráð­herra aðgerða­á­ætlun með mót­væg­is­að­­gerðum til þess að verja íslenska búfjár­­­stofna og bæta sam­keppn­is­­­stöðu inn­­­­­lendrar mat­væla­fram­­­leiðslu. ­­Nái frum­varpið fram að ganga munu hömlur á inn­­­flutn­ingi falla niður þann 1. sept­­em­ber næst­kom­and­i. 

Frum­varpið er lagt fram í kjöl­far nið­ur­stöðu EFTA-­­dóm­stóls­ins en þann 14. nóv­­­em­ber 2017 komst dóm­­stóll­inn að þeirri nið­­­ur­­­stöðu að íslenska leyf­­­­is­veit­inga­­­­kerfið fyrir inn­­­­­­­flutn­ing á hrárri og unn­inni kjöt­­­­vöru, eggjum og mjólk sam­­­­rým­ist ekki ákvæðum EES-­­­­samn­ings­ins. Dóm­­­­stóll­inn telur að það sé ósam­­­­rým­an­­­­legt fimmtu grein til­­­­­­­skip­un­­­­ar­innar að skil­yrða inn­­­­­­­flutn­ing á slíkum vör­u­m. Hæst­i­­réttur komst að sömu nið­­ur­­stöðu þann 11. októ­ber 2018 að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóð­rétt­­ar­­legum skuld­bind­ingum sínum sam­­kvæmt EES-­­samn­ingn­um ­­með því að halda við lýði banni við inn­­­flutn­ingi á fersku kjöti hingað til lands. 

Í febr­úar á þessu ári birti Eft­ir­lits­stofnun EFTA, ESA, rök­stutt álit vegna mats stofn­un­ar­innar um það að Ísland hefði ekki upp­fyllt skyldur sínar vegna dóms EFTA-­dóm­stóls­ins. Íslenskum stjórn­völdum var gef­inn tveggja mán­aða frestur til að ráða bót á því. Sá frestur rann út 13. apríl síð­ast­lið­inn. 

Leggja til að fresta gild­is­tök­unni um tvo mán­uði 

Frum­varpið fór til með­ferðar í atvinnu­vega­nefnd í kjöl­far fyrstu umræðu á þingi og birti nefnd­in nefnd­ar­á­lit sitt með breyt­ing­ar­til­lögu í lok síð­asta mán­að­ar. Í á­lit­inu segir að nauð­syn­legt sé að bregð­ast við álit­i ES­A og breyta lögum því að ann­ars sé vís­vit­andi verið að við­halda ólög­legu ástandi. Bendir nefndin á að fyrir íslenskt sam­fé­lag felist gríð­ar­lega miklir þjóð­hags­legir hags­munir í því að staða lands­ins sem hluti af hinum innri mark­aði Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins sé tryggð, m.a. fyrir útflutn­ing á íslenskum búvör­um. Nefndin leggur hins vegar til að gild­is­töku frum­varps­ins verði frestað um tvo mán­uði, eða til 1. nóv­em­ber 2019, til þess að nægur tími sé til að ljúka til­teknum aðgerðum í aðgerða­á­ætl­un­inni til að tryggja mat­væla­ör­yggi áður en leyf­is­veit­inga­kerfið verður afnumið.

Frum­varp ráð­herra hefur verið harð­lega gagn­rýnt af Bænda­­sam­­tökum Íslands og birtu sam­tökin yfir­lýs­ingu um málið í febr­ú­ar. Í yfir­­lýs­ing­unni segir að hafið sé yfir allan vafa að inn­­flutn­ing­­ur­inn mun valda íslenskum land­­bún­­aði miklu tjóni og ógna bæði lýð­heilsu og búfjár­­heilsu. 

„Við­­skipta­hags­munir eru teknir fram yfir heil­brigð­is­rök. Búfjár­­heilsa er látin lönd leið og bit­­lausar varnir í aðgerða­á­ætlun land­­bún­­að­­ar­ráð­herra duga skammt. Það er þver­­stæða að kynna til sög­unnar aðgerða­á­ætlun til að auka mat­væla­ör­yggi á sama tíma og inn­­­flutn­ingur á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og óger­il­­sneyddum mjólk­­ur­af­­urðum er heim­il­að­­ur. Við eigum hreina og heil­brigða búfjár­­­stofna og erum heppin að því leyti að mat­væla­­sýk­ingar eru fátíðar hér­­­lend­­is. Það er bein­línis skylda okkar að við­halda þeirri góðu stöð­u,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Sjúk­dóms­vald­andi bakt­er­íur finn­ast líka í íslensku kjöti 

Þórólfur Guðna­son, ­sótt­varna­lækn­ir, segir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að nið­ur­stöður Mat­væla­stofn­unar séu slá­andi. Hann segir að þess­ar bakt­er­í­ur ­geti valdið sýk­ingu og það sé slá­andi að svona mikið af þessum bakt­er­íum skuli f­innast í íslensku lamba­kjöti og nauta­kjöti. Hann segir nið­ur­stöð­urnar jafn­framt sýna að umræðan um erlent kjöt hér á landi hafi verið á villi­göt­um.

„Þetta sýnir bara það að þetta er ekki eins og umræðan hefur verið um íslenska fram­leiðslu sam­an­borið við þá erlendu. Sjúk­dóms­vald­andi bakt­er­íur og sýkla­lyfja­ó­næmar bakt­er­íur finn­ast líka í íslensku kjöti. Við erum ekki bara að tala um útlensk mat­væli,“ segir Þórólf­ur. 

Í könn­un MM­R í apríl síð­ast­liðn­um ­sögðust 55 pró­­sent aðspurðra vera and­vígir inn­­­flutn­ingi á fersku kjöti frá löndum Evr­­ópska Efna­hags­­svæð­is­ins (EES) til Íslands. Alls sögð­ust 27 pró­­sent vera fylgj­andi slíkum inn­­­flutn­ingi. 17 pró­­sent aðspurðra tók ekki afstöðu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent