Rúmlega helmingur landsmanna andvígur innflutningi á fersku kjöti

Kjósendur Framsóknar, Miðflokks og Vinstri grænna eru mest á móti innflutningi á fersku kjöti frá Evrópu. Landsbyggðin er mun harðari í afstöðu sinni en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Bann á innflutningnum verður að óbreyttu afnumið síðar á þessu ári.

Kjöt, ostur og egg.
Auglýsing

Alls segj­ast 55 pró­sent aðspurðra í nýrri könnun MMR vera and­vígir inn­flutn­ingi á fersku kjöti frá löndum Evr­ópska Efna­hags­svæð­is­ins (EES) til Íslands. Alls sögð­ust 27 pró­sent vera fylgj­andi slíkum inn­flutn­ingi. 17 pró­sent aðspurðra tók ekki afstöðu.

And­staðan er lang­mest á meðal kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks (81 pró­sent), Mið­flokks­ins (80 pró­sent) og Vinstri grænna (78 pró­sent). Auk þess var rúmur helm­ingur kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­vígur slíkur inn­flutn­ingi, eða 55 pró­sent.

Kjós­endur VIð­reisnar voru mest fylgj­andi inn­flutn­ingi á fersku kjöti (68 pró­sent) og þar á eftir komu kjós­endur Sam­fylk­ing­ar­innar (51 pró­sent). Kjós­endur Pírata voru með ólíkar mein­ing­ar, en 46 pró­sent þeirra voru fylgj­andi inn­flutn­ingi, 14 pró­sent tóku ekki afstöðu og 40 pró­sent voru á móti.

Auglýsing

Eldra fólk var mun lík­legra til að vera andsnúið inn­flutn­ingi en það yngra. Þannig voru 70 pró­sent 68 ára og eldri and­vígir honum en 49 pró­sent 30-49 ára.

And­staðan við inn­flutn­ing á fersku kjöti var mun meiri á lands­byggð­inni en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Alls sögð­ust 69 pró­sent lands­byggð­ar­fólks vera and­víg inn­flutn­ingnum en and­staða mæld­ist hjá 48 pró­sent höf­uð­borg­ar­búa. Þar sögð­ust 33 pró­sent vera fylgj­andi og 20 pró­sent tóku ekki afstöðu á meðan að ein­ungis 17 pró­sent íbúa lands­byggð­ar­innar studdu inn­flutn­ing­inn en 14 pró­sent þar tóku ekki afstöðu.

Hömlur eiga að falla niður í haust

Krist­ján Þór Júl­í­us­­son, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, kynnti í febr­úar frum­varp sem felur í sér að fryst­i­­skylda á inn­­­fluttu kjöti verði afnumin og heim­ilt verði að flytja inn ferskt kjöt, fersk egg og vörur úr óger­il­­sneyddri mjólk.

Á sama tíma kynnti ráð­herra aðgerða­á­ætlun með mót­væg­is­að­­gerðum til þess að verja íslenska búfjár­­­stofna og bæta sam­keppn­is­­­stöðu inn­­­­­lendrar mat­væla­fram­­­leiðslu. ­Nái frum­varpið fram að ganga munu hömlur á inn­­­flutn­ingi falla niður þann 1. sept­­em­ber næst­kom­and­i.

Árið 2007 tóku íslensk stjórn­­völd ákvörðun um að heim­ila inn­­­flutn­ing á ófrystu kjöti frá öðrum ríkjum EES og afnema þannig skil­yrði fyrir inn­­­flutn­ingi á til­­­teknum land­­bún­­að­­ar­af­­urðum innan EES í því skyni að tryggja stöðu Íslands á innri mark­aði EES. Þá skuld­bind­ingu stað­­festi Alþingi árið 2009 en þrátt fyrir það var íslenskum lögum ekki breytt til sam­ræmis við þá skuld­bind­ingu. Á síð­­­ustu tveimur árum hafa bæði EFTA-­­dóm­­stóll­inn og Hæst­i­­réttur Íslands stað­­fest að íslensk stjórn­­völd hafi með þessu brotið gegn skuld­bind­ingum sínum sam­­kvæmt EES-­­samn­ingn­­um. Þá hefur skaða­­bóta­­skylda íslenska rík­­is­ins vegna þessa verið stað­­fest.

Indversk geimflaug á leið til tunglsins
Hið fjögurra tonna geimfar hefur upp á alla nýjustu tækni að bjóða, til að mynda lendingarbúnað, könnunarfar fyrir tunglið, auk rannsóknartækis sem mun fara um sporbraut tunglsins.
Kjarninn 22. júlí 2019
Þingmennirnir sex á Klaustur bar
Siðanefnd Alþingis hefur sent álit sitt um Klausturmálið til forsætisnefndar
Siðanefnd Alþingis hefur klárað álit sitt um Klausturmálið svokallaða og sent forsætisnefnd. Þeir sex þingmenn sem náðust á upptöku hafa fengið álitið til umfjöllunar og hafa frest fram í lok þessarar viku til að skila andsvörum.
Kjarninn 22. júlí 2019
Halldór Auðar Svansson
„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“
Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Kjarninn 22. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
Kjarninn 22. júlí 2019
Aldrei fundist eins margar blautþurrkur við strendur landsins
Samkvæmt talningu Umhverfisstofnunar hefur fjöldi svokallaðra blautklúta aukist frá talningu síðustu ára.
Kjarninn 22. júlí 2019
Sjómannasamband Íslands mótmælir harðlega breytingum á lögum um áhafnir skipa
Sambandið hefur sent inn umsögn um breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Það telur að mönnun fiskiskipa og annarra skipa eigi alltaf að taka mið af öryggi skips og áhafnar.
Kjarninn 22. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent