Rúmlega helmingur landsmanna andvígur innflutningi á fersku kjöti

Kjósendur Framsóknar, Miðflokks og Vinstri grænna eru mest á móti innflutningi á fersku kjöti frá Evrópu. Landsbyggðin er mun harðari í afstöðu sinni en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Bann á innflutningnum verður að óbreyttu afnumið síðar á þessu ári.

Kjöt, ostur og egg.
Auglýsing

Alls segj­ast 55 pró­sent aðspurðra í nýrri könnun MMR vera and­vígir inn­flutn­ingi á fersku kjöti frá löndum Evr­ópska Efna­hags­svæð­is­ins (EES) til Íslands. Alls sögð­ust 27 pró­sent vera fylgj­andi slíkum inn­flutn­ingi. 17 pró­sent aðspurðra tók ekki afstöðu.

And­staðan er lang­mest á meðal kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks (81 pró­sent), Mið­flokks­ins (80 pró­sent) og Vinstri grænna (78 pró­sent). Auk þess var rúmur helm­ingur kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­vígur slíkur inn­flutn­ingi, eða 55 pró­sent.

Kjós­endur VIð­reisnar voru mest fylgj­andi inn­flutn­ingi á fersku kjöti (68 pró­sent) og þar á eftir komu kjós­endur Sam­fylk­ing­ar­innar (51 pró­sent). Kjós­endur Pírata voru með ólíkar mein­ing­ar, en 46 pró­sent þeirra voru fylgj­andi inn­flutn­ingi, 14 pró­sent tóku ekki afstöðu og 40 pró­sent voru á móti.

Auglýsing

Eldra fólk var mun lík­legra til að vera andsnúið inn­flutn­ingi en það yngra. Þannig voru 70 pró­sent 68 ára og eldri and­vígir honum en 49 pró­sent 30-49 ára.

And­staðan við inn­flutn­ing á fersku kjöti var mun meiri á lands­byggð­inni en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Alls sögð­ust 69 pró­sent lands­byggð­ar­fólks vera and­víg inn­flutn­ingnum en and­staða mæld­ist hjá 48 pró­sent höf­uð­borg­ar­búa. Þar sögð­ust 33 pró­sent vera fylgj­andi og 20 pró­sent tóku ekki afstöðu á meðan að ein­ungis 17 pró­sent íbúa lands­byggð­ar­innar studdu inn­flutn­ing­inn en 14 pró­sent þar tóku ekki afstöðu.

Hömlur eiga að falla niður í haust

Krist­ján Þór Júl­í­us­­son, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, kynnti í febr­úar frum­varp sem felur í sér að fryst­i­­skylda á inn­­­fluttu kjöti verði afnumin og heim­ilt verði að flytja inn ferskt kjöt, fersk egg og vörur úr óger­il­­sneyddri mjólk.

Á sama tíma kynnti ráð­herra aðgerða­á­ætlun með mót­væg­is­að­­gerðum til þess að verja íslenska búfjár­­­stofna og bæta sam­keppn­is­­­stöðu inn­­­­­lendrar mat­væla­fram­­­leiðslu. ­Nái frum­varpið fram að ganga munu hömlur á inn­­­flutn­ingi falla niður þann 1. sept­­em­ber næst­kom­and­i.

Árið 2007 tóku íslensk stjórn­­völd ákvörðun um að heim­ila inn­­­flutn­ing á ófrystu kjöti frá öðrum ríkjum EES og afnema þannig skil­yrði fyrir inn­­­flutn­ingi á til­­­teknum land­­bún­­að­­ar­af­­urðum innan EES í því skyni að tryggja stöðu Íslands á innri mark­aði EES. Þá skuld­bind­ingu stað­­festi Alþingi árið 2009 en þrátt fyrir það var íslenskum lögum ekki breytt til sam­ræmis við þá skuld­bind­ingu. Á síð­­­ustu tveimur árum hafa bæði EFTA-­­dóm­­stóll­inn og Hæst­i­­réttur Íslands stað­­fest að íslensk stjórn­­völd hafi með þessu brotið gegn skuld­bind­ingum sínum sam­­kvæmt EES-­­samn­ingn­­um. Þá hefur skaða­­bóta­­skylda íslenska rík­­is­ins vegna þessa verið stað­­fest.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent