Rúmlega helmingur landsmanna andvígur innflutningi á fersku kjöti

Kjósendur Framsóknar, Miðflokks og Vinstri grænna eru mest á móti innflutningi á fersku kjöti frá Evrópu. Landsbyggðin er mun harðari í afstöðu sinni en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Bann á innflutningnum verður að óbreyttu afnumið síðar á þessu ári.

Kjöt, ostur og egg.
Auglýsing

Alls segj­ast 55 pró­sent aðspurðra í nýrri könnun MMR vera and­vígir inn­flutn­ingi á fersku kjöti frá löndum Evr­ópska Efna­hags­svæð­is­ins (EES) til Íslands. Alls sögð­ust 27 pró­sent vera fylgj­andi slíkum inn­flutn­ingi. 17 pró­sent aðspurðra tók ekki afstöðu.

And­staðan er lang­mest á meðal kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks (81 pró­sent), Mið­flokks­ins (80 pró­sent) og Vinstri grænna (78 pró­sent). Auk þess var rúmur helm­ingur kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­vígur slíkur inn­flutn­ingi, eða 55 pró­sent.

Kjós­endur VIð­reisnar voru mest fylgj­andi inn­flutn­ingi á fersku kjöti (68 pró­sent) og þar á eftir komu kjós­endur Sam­fylk­ing­ar­innar (51 pró­sent). Kjós­endur Pírata voru með ólíkar mein­ing­ar, en 46 pró­sent þeirra voru fylgj­andi inn­flutn­ingi, 14 pró­sent tóku ekki afstöðu og 40 pró­sent voru á móti.

Auglýsing

Eldra fólk var mun lík­legra til að vera andsnúið inn­flutn­ingi en það yngra. Þannig voru 70 pró­sent 68 ára og eldri and­vígir honum en 49 pró­sent 30-49 ára.

And­staðan við inn­flutn­ing á fersku kjöti var mun meiri á lands­byggð­inni en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Alls sögð­ust 69 pró­sent lands­byggð­ar­fólks vera and­víg inn­flutn­ingnum en and­staða mæld­ist hjá 48 pró­sent höf­uð­borg­ar­búa. Þar sögð­ust 33 pró­sent vera fylgj­andi og 20 pró­sent tóku ekki afstöðu á meðan að ein­ungis 17 pró­sent íbúa lands­byggð­ar­innar studdu inn­flutn­ing­inn en 14 pró­sent þar tóku ekki afstöðu.

Hömlur eiga að falla niður í haust

Krist­ján Þór Júl­í­us­­son, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, kynnti í febr­úar frum­varp sem felur í sér að fryst­i­­skylda á inn­­­fluttu kjöti verði afnumin og heim­ilt verði að flytja inn ferskt kjöt, fersk egg og vörur úr óger­il­­sneyddri mjólk.

Á sama tíma kynnti ráð­herra aðgerða­á­ætlun með mót­væg­is­að­­gerðum til þess að verja íslenska búfjár­­­stofna og bæta sam­keppn­is­­­stöðu inn­­­­­lendrar mat­væla­fram­­­leiðslu. ­Nái frum­varpið fram að ganga munu hömlur á inn­­­flutn­ingi falla niður þann 1. sept­­em­ber næst­kom­and­i.

Árið 2007 tóku íslensk stjórn­­völd ákvörðun um að heim­ila inn­­­flutn­ing á ófrystu kjöti frá öðrum ríkjum EES og afnema þannig skil­yrði fyrir inn­­­flutn­ingi á til­­­teknum land­­bún­­að­­ar­af­­urðum innan EES í því skyni að tryggja stöðu Íslands á innri mark­aði EES. Þá skuld­bind­ingu stað­­festi Alþingi árið 2009 en þrátt fyrir það var íslenskum lögum ekki breytt til sam­ræmis við þá skuld­bind­ingu. Á síð­­­ustu tveimur árum hafa bæði EFTA-­­dóm­­stóll­inn og Hæst­i­­réttur Íslands stað­­fest að íslensk stjórn­­völd hafi með þessu brotið gegn skuld­bind­ingum sínum sam­­kvæmt EES-­­samn­ingn­­um. Þá hefur skaða­­bóta­­skylda íslenska rík­­is­ins vegna þessa verið stað­­fest.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent