140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum

Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.

7DM_9723_raw_2224.JPG
Auglýsing

Tæp­lega 140 þús­und Evr­ópu­búar hafa skrifað undir áskorun til íslenskra, norskra, skoskra og írskra stjórn­valda um að lax­eldi í opnum sjó­kvíum verði hætt en frum­varp um fisk­eldi er nú til umfjöll­unar á Alþingi. Þetta kemur fram í frétt Frétta­blaðs­ins í dag.

Ryan Gell­ert, fram­kvæmda­stjóri hjá banda­ríska úti­vist­ar­vöru­fram­leið­and­anum Pata­gon­ia, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að nú fylgist nátt­úru­vernd­ar­sinnar um alla Evr­ópu með því hvað sé að ger­ast á íslenska þing­inu. „Þetta er fólk sem er umhugað um brot­hætt vist­kerfi heims­ins og það kallar eftir því að útgáfa leyfa fyrir lax­eldi í opnum sjó­kvíum verði hætt og þau leyfi sem þegar hafa verið gefin út verði afnumin í áföng­um.“

Auk Pata­gonia standa NASF, Vernd­ar­sjóður villtra laxa­stofna, og sam­bæri­leg sam­tök í Nor­egi, Skotlandi og Írlandi að baki und­ir­skrifta­söfn­un­inni. Til stendur að afhenda Alþingi und­ir­skrift­irnar áður en atkvæði verða greidd um frum­varp sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um breyt­ingar á lögum um fisk­eldi, sam­kvæmt frétt­inni.

Auglýsing

Annarri umræðu um frum­varpið var frestað á fimmtu­dag­inn síð­ast­lið­inn en var það þó rætt á tveimur fundum atvinnu­vega­nefndar á föstu­dag.

Fram­sögu­maður skynjar að áhyggjur fólks séu víð­tækar

Kolbeinn Óttarsson Proppé Mynd: Bára Huld BeckKol­beinn Ótt­ars­son Proppé, fram­sögu­maður meiri­hluta nefnd­ar­innar í mál­inu, seg­ist skilja áhyggjur fólks og skynja að þær séu víð­tæk­ar. „Einmitt þess vegna höfum við í vinnu nefnd­ar­innar fyrst og fremst lagt áherslu á umhverf­is­þætti. Við viljum herða sem best allar skrúfur hvað það varðar og hvetja sem mest til umhverf­is­vænni fram­leiðslu,“ segir Kol­beinn við Frétta­blað­ið.

Kol­beinn segir jafn­framt að nefndin hafi sett fram þá sýn að eldi á frjóum laxi verði ekki stundað í opnum kví­um. „Það er þangað sem við eigum að stefna. Það þarf að horfa til þess að upp­bygg­ingin verði í skrefum þar sem allra þess­ara þátta er gætt.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent