140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum

Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.

7DM_9723_raw_2224.JPG
Auglýsing

Tæp­lega 140 þús­und Evr­ópu­búar hafa skrifað undir áskorun til íslenskra, norskra, skoskra og írskra stjórn­valda um að lax­eldi í opnum sjó­kvíum verði hætt en frum­varp um fisk­eldi er nú til umfjöll­unar á Alþingi. Þetta kemur fram í frétt Frétta­blaðs­ins í dag.

Ryan Gell­ert, fram­kvæmda­stjóri hjá banda­ríska úti­vist­ar­vöru­fram­leið­and­anum Pata­gon­ia, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að nú fylgist nátt­úru­vernd­ar­sinnar um alla Evr­ópu með því hvað sé að ger­ast á íslenska þing­inu. „Þetta er fólk sem er umhugað um brot­hætt vist­kerfi heims­ins og það kallar eftir því að útgáfa leyfa fyrir lax­eldi í opnum sjó­kvíum verði hætt og þau leyfi sem þegar hafa verið gefin út verði afnumin í áföng­um.“

Auk Pata­gonia standa NASF, Vernd­ar­sjóður villtra laxa­stofna, og sam­bæri­leg sam­tök í Nor­egi, Skotlandi og Írlandi að baki und­ir­skrifta­söfn­un­inni. Til stendur að afhenda Alþingi und­ir­skrift­irnar áður en atkvæði verða greidd um frum­varp sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um breyt­ingar á lögum um fisk­eldi, sam­kvæmt frétt­inni.

Auglýsing

Annarri umræðu um frum­varpið var frestað á fimmtu­dag­inn síð­ast­lið­inn en var það þó rætt á tveimur fundum atvinnu­vega­nefndar á föstu­dag.

Fram­sögu­maður skynjar að áhyggjur fólks séu víð­tækar

Kolbeinn Óttarsson Proppé Mynd: Bára Huld BeckKol­beinn Ótt­ars­son Proppé, fram­sögu­maður meiri­hluta nefnd­ar­innar í mál­inu, seg­ist skilja áhyggjur fólks og skynja að þær séu víð­tæk­ar. „Einmitt þess vegna höfum við í vinnu nefnd­ar­innar fyrst og fremst lagt áherslu á umhverf­is­þætti. Við viljum herða sem best allar skrúfur hvað það varðar og hvetja sem mest til umhverf­is­vænni fram­leiðslu,“ segir Kol­beinn við Frétta­blað­ið.

Kol­beinn segir jafn­framt að nefndin hafi sett fram þá sýn að eldi á frjóum laxi verði ekki stundað í opnum kví­um. „Það er þangað sem við eigum að stefna. Það þarf að horfa til þess að upp­bygg­ingin verði í skrefum þar sem allra þess­ara þátta er gætt.“

Þórður Snær Júlíusson
Tækifærið er núna
Kjarninn 23. ágúst 2019
WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent