Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember

Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.

boeing.jpg
Auglýsing

Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vél­arnar frá Boeing geta farið að fljúga á nýjan leika, en Ali Bahrami, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri stofn­unar banda­rískra flug­mála- og eft­ir­lits­yf­ir­valda, FAA, lét hafa eftir sér á fundi í Cologne í Þýska­landi, 12. júní síð­ast­lið­inn, að það gæti gerst í des­em­ber. Á fund­inum voru full­trúar frá flug­mála­yf­ir­völdum í Evr­ópu, Asíu og Banda­ríkj­un­um, meðal ann­arra. 

Það er tölu­vert síðar en vonir hafa staðið til um, þar á meðal hjá Icelanda­ir, en áætl­anir félags­ins, sem til­kynntar hafa verið til kaup­hallar, gera ráð fyrir að 737 Max vél­arnar verði kyrr­settar í það minnsta til 15. sept­em­ber. Þetta hefur leitt til minna sæta­fram­boðs og end­ur­skipu­lagn­ingar á flota félags­ins, en fyrri áætl­anir gerðu ráð fyrir 9 Max vél­unum í flot­an­um.

Fjár­hags­legt tjón vegna þessa liggur ekki fyr­ir, en óvissa er um að hve miklu leyti það verður bætt en lík­legt er að flug­fé­lög sem gerðu ráð fyrir Max vél­unum í flug­á­ætl­unum muni sækja bætur til Boein­g. 

Auglýsing

Mark­aðsvirði Icelandair er um 57 millj­arðar um þessar mund­ir, en eigið fé félags­ins í lok fyrsta árs­fjórð­ungs var um 53 millj­arðar króna, eða 425 millj­ónir Banda­ríkja­dala.

Sam­kvæmt umfjöllun LA Times um fund­inn, ját­aði Bahrami á fund­inum að FAA væri undir mik­illi pressu, um að ljúka sínum störfum á sem skemmstum tíma, enda mikið undir fyrir Boeing og við­skipta­vini félags­ins. Max vél­arnar voru kyrr­settar eftir flug­slys í Eþíópíu 13. mars, en skömmu áður, 29. októ­ber í Indónesíu, hafði önnur Max vél hrap­að. Allir um borð í báðum vélum létu­st, sam­tals 346. 

Spjótin í rann­sóknum á slys­unum - sem ekki er lokið enn - hafa beinst að kerfi í Max vél­unum sem á að sporna gegn ofrisi, en banda­ríska alrík­is­lög­reglan FBI og banda­ríska dóms­mála­ráðu­neyt­ið, eru með sjálf­stæðar rann­sóknir í gangi vegna slysanna. Er meðal ann­ars verið að rann­saka hvort það hafi legið fyrir vit­neskja um galla á vél­un­um, og hvernig brugð­ist hafi verið við.

Dennis Mui­len­berg, for­stjóri Boeing, hefur að und­an­förnu talað með mun skýr­ari hætti um að Boeing hafi ekki sinnt starfi sínu nægi­lega vel, en hann hafði gert áður, og sam­skipti og upp­lýs­inga­flæði innan félags­ins hafi verið tekin til end­ur­skoð­un­ar, vegna vanda­mál­anna með Max vél­arn­ar. 

Hann segir að Boeing muni gera allt sem það geti gert, til að tryggja öryggi Max vél­anna og ekki fljúga þeim fyrr en öll kurl eru komin til graf­ar, og öryggi sé trygg­t. 

Mark­aðsvirði Boeing, sem er stærsta útflutn­ings­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna, hefur lækkað um 18 pró­sent frá því að Max vél­arnar voru kyrr­settar alþjóð­lega, í mars, en mark­aðsvirðið er nú tæp­lega 200 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 25 þús­und millj­örðum króna.

Kyrr­setn­ingin á Max vél­unum hefur komið á versta tíma fyrir íslenska ferða­þjón­ustu, sem glímir nú við tölu­verðan sam­drátt, eftir að WOW air fór í gjald­þrot, um svipað leyti að Max vél­arnar voru kyrr­sett­ar. 

Spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir að fjöldi ferða­manna verði um 10,5 pró­sent lægri á þessu ári en hann var í fyrra, en þá komu um 2,3 millj­ónir ferða­manna til lands­ins. Spá Isa­via gerir hins vegar ráð fyrir um meiri sam­drætti, eða 17 pró­sent. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent