Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember

Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.

boeing.jpg
Auglýsing

Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vél­arnar frá Boeing geta farið að fljúga á nýjan leika, en Ali Bahrami, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri stofn­unar banda­rískra flug­mála- og eft­ir­lits­yf­ir­valda, FAA, lét hafa eftir sér á fundi í Cologne í Þýska­landi, 12. júní síð­ast­lið­inn, að það gæti gerst í des­em­ber. Á fund­inum voru full­trúar frá flug­mála­yf­ir­völdum í Evr­ópu, Asíu og Banda­ríkj­un­um, meðal ann­arra. 

Það er tölu­vert síðar en vonir hafa staðið til um, þar á meðal hjá Icelanda­ir, en áætl­anir félags­ins, sem til­kynntar hafa verið til kaup­hallar, gera ráð fyrir að 737 Max vél­arnar verði kyrr­settar í það minnsta til 15. sept­em­ber. Þetta hefur leitt til minna sæta­fram­boðs og end­ur­skipu­lagn­ingar á flota félags­ins, en fyrri áætl­anir gerðu ráð fyrir 9 Max vél­unum í flot­an­um.

Fjár­hags­legt tjón vegna þessa liggur ekki fyr­ir, en óvissa er um að hve miklu leyti það verður bætt en lík­legt er að flug­fé­lög sem gerðu ráð fyrir Max vél­unum í flug­á­ætl­unum muni sækja bætur til Boein­g. 

Auglýsing

Mark­aðsvirði Icelandair er um 57 millj­arðar um þessar mund­ir, en eigið fé félags­ins í lok fyrsta árs­fjórð­ungs var um 53 millj­arðar króna, eða 425 millj­ónir Banda­ríkja­dala.

Sam­kvæmt umfjöllun LA Times um fund­inn, ját­aði Bahrami á fund­inum að FAA væri undir mik­illi pressu, um að ljúka sínum störfum á sem skemmstum tíma, enda mikið undir fyrir Boeing og við­skipta­vini félags­ins. Max vél­arnar voru kyrr­settar eftir flug­slys í Eþíópíu 13. mars, en skömmu áður, 29. októ­ber í Indónesíu, hafði önnur Max vél hrap­að. Allir um borð í báðum vélum létu­st, sam­tals 346. 

Spjótin í rann­sóknum á slys­unum - sem ekki er lokið enn - hafa beinst að kerfi í Max vél­unum sem á að sporna gegn ofrisi, en banda­ríska alrík­is­lög­reglan FBI og banda­ríska dóms­mála­ráðu­neyt­ið, eru með sjálf­stæðar rann­sóknir í gangi vegna slysanna. Er meðal ann­ars verið að rann­saka hvort það hafi legið fyrir vit­neskja um galla á vél­un­um, og hvernig brugð­ist hafi verið við.

Dennis Mui­len­berg, for­stjóri Boeing, hefur að und­an­förnu talað með mun skýr­ari hætti um að Boeing hafi ekki sinnt starfi sínu nægi­lega vel, en hann hafði gert áður, og sam­skipti og upp­lýs­inga­flæði innan félags­ins hafi verið tekin til end­ur­skoð­un­ar, vegna vanda­mál­anna með Max vél­arn­ar. 

Hann segir að Boeing muni gera allt sem það geti gert, til að tryggja öryggi Max vél­anna og ekki fljúga þeim fyrr en öll kurl eru komin til graf­ar, og öryggi sé trygg­t. 

Mark­aðsvirði Boeing, sem er stærsta útflutn­ings­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna, hefur lækkað um 18 pró­sent frá því að Max vél­arnar voru kyrr­settar alþjóð­lega, í mars, en mark­aðsvirðið er nú tæp­lega 200 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 25 þús­und millj­örðum króna.

Kyrr­setn­ingin á Max vél­unum hefur komið á versta tíma fyrir íslenska ferða­þjón­ustu, sem glímir nú við tölu­verðan sam­drátt, eftir að WOW air fór í gjald­þrot, um svipað leyti að Max vél­arnar voru kyrr­sett­ar. 

Spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir að fjöldi ferða­manna verði um 10,5 pró­sent lægri á þessu ári en hann var í fyrra, en þá komu um 2,3 millj­ónir ferða­manna til lands­ins. Spá Isa­via gerir hins vegar ráð fyrir um meiri sam­drætti, eða 17 pró­sent. 

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent