Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.

Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Auglýsing

For­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son, sæmdi sextán Íslend­inga heið­urs­merki hinnar íslensku fálka­orðu við hátíð­lega athöfn á Bessa­stöðum í dag, 17. júní. Meðal þeirra voru Bogi Ágústs­son frétta­maður og for­maður Nor­ræna félags­ins fyrir störf á vett­vangi fjöl­miðl­unar og nor­rænnar sam­vinnu, Guð­rún Ögmunds­dóttir fyrir fram­lag í þágu mann­úðar og jafn­rétt­is­bar­áttu hinsegin fólks, Jakob Frí­mann Magn­ús­son fyrir störf á vett­vangi íslenskrar tón­listar og Hall­dóra Geir­harðs­dóttir fyrir fram­lag til íslenskrar leik­list­ar.

Auglýsing

Þeir sem hlutu fálka­orð­una í dag voru:

 • Auð­björg Brynja Bjarna­dóttir ljós­móðir og hjúkr­un­ar­stjóri, Kirkju­bæj­ar­klaustri, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til heil­brigð­is- og björg­un­ar­starfa í heima­byggð
 • Bára Gríms­dóttir tón­skáld og for­maður Kvæða­manna­fé­lags­ins Iðunn­ar, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir varð­veislu og end­ur­nýjun á íslenskum tón­list­ar­arfi
 • Bogi Ágústs­son frétta­maður og for­maður Nor­ræna félags­ins, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir störf á vett­vangi fjöl­miðl­unar og nor­rænnar sam­vinnu
 • Guð­rún Ögmunds­dóttir félags­ráð­gjafi og fyrr­ver­andi þing­kona, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir fram­lag í þágu mann­úðar og jafn­rétt­is­bar­áttu hinsegin fólks
 • Hall­dóra Geir­harðs­dóttir leik­kona, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til íslenskrar leik­listar
 • Helgi Árna­son skóla­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir störf á vett­vangi skóla og skák­listar ung­menna
 • Hildur Krist­jáns­dóttir ljós­móðir og dós­ent við Háskóla Íslands, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir störf í þágu ljós­mæðra og skjól­stæð­inga þeirra
 • Hjálmar Waag Árna­son fyrr­ver­andi skóla­meist­ari, þing­maður og fram­kvæmda­stjóri Keil­is, Reykja­nes­bæ, ridd­ara­kross fyrir for­ystu á vett­vangi skóla­starfs og mennt­unar
 • Jakob Frí­mann Magn­ús­son tón­list­ar­mað­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir störf á vett­vangi íslenskar tón­list­ar 
 • Dr. Janus Guð­laugs­son íþrótta- og heilsu­fræð­ing­ur, Álfta­nesi, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til efl­ingar heil­brigðis og íþrótta eldri borg­ara
 • Jóhanna Erla Pálma­dóttir verk­efna­stjóri og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Textíl­set­urs Íslands, Blöndu­ósi, ridd­ara­kross fyrir störf í þágu safna og menn­ingar í heima­byggð
 • Jón Ólafs­son fyrr­ver­andi pró­fess­or, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyrir rann­sókn­ir, fræði­störf og kennslu á sviði haf­fræði
 • Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­end­ur­skoð­andi, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir nýj­ungar í stjórnun og mannauðs­málum hjá hinu opin­bera
 • Tatj­ana Latinovic deild­ar­stjóri, for­maður Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands og for­maður Inn­flytj­enda­ráðs, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til atvinnu­lífs, jafn­réttis og mál­efna inn­flytj­enda
 • Þórður Guð­laugs­son vél­stjóri, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyrir lífs­starf á vett­vangi sjáv­ar­út­vegs og björg­un­ara­frek í mann­skaða­veðri
 • Þór­unn Jarla Valdi­mars­dóttir sagn­fræð­ingur og rit­höf­und­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyrir fram­lag til sagn­fræða og íslenskra bók­mennta

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent