Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein

Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra Íslands, Katrín Jak­obs­dótt­ir, ræddi um þær breyt­ingar sem orðið hafa á íslensku sam­fé­lagi síð­ast­liðin 75 ár í ávarpi sínu á Aust­ur­velli á 75 ára afmæli lýð­veld­is­ins í dag, 17. júní.

Í frétt Stjórn­ar­ráðs­ins um ávarpið kemur fram að hún hafi minnst á þá umbylt­ingu sem orðið hefði á öllum sviðum á Íslandi frá lýð­veld­is­stofnun og hafi hún nefnt í því sam­hengi að sam­fé­lagið væri meðal þeirra fremstu í heimi þegar kæmi að jöfn­uði og vel­sæld.

„Hugs­an­lega erum við stödd í öðrum slíkum straum­hvörfum nú þegar börn og ung­menni gera rík­ari kröfur en nokkru sinni fyrr til að skoð­anir þeirra séu teknar gildar í póli­tískri umræðu sam­tím­ans, eins og sést á viku­legum lofts­lags­verk­föllum hér á þessum bletti. Það getur nefni­lega allt breyst, líka það sem virð­ist klappað í stein. Nú hefur runnið upp fyrir flestum hvaða áhrif menn hafa á lofts­lag­ið, og það er það sem unga kyn­slóðin gerir nú skýra kröfu um: að eldri kyn­slóðir geri nú allt sem í mann­legu valdi stendur til að sporna gegn þessum ham­för­um. Stjórn­völd hafa sett fram skýra sýn um að Ísland verði kolefn­is­hlut­laust ekki seinna en árið 2040 og Ísland standi við alþjóð­legar skuld­bind­ingar um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda,“ sagði Katrín.

Auglýsing

Hlut­verk þing­manna að vera full­trúar þjóð­ar­innar allrar

Þá ræddi for­sæt­is­ráð­herra hvernig ákvarð­anir stjórn­valda gætu haft áhrif á líf fjöld­ans og nefndi í því sam­hengi leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs, upp­bygg­ingu félags­lega hús­næð­is­kerf­is­ins og ákvarð­anir er varða umhverfið og lofts­lag­ið.

Hún sagði enn fremur að hlut­verk þing­manna væri að vera full­trúar þjóð­ar­innar allr­ar, ekki aðeins eigin kjós­enda, og standa vörð um og tryggja að und­ir­stöðu­stofn­anir hins frjáls­lynda lýð­ræðis virki sem skyldi í þágu alls almenn­ings og tryggi opið sam­fé­lag, vernd minni­hluta­hópa, mann­rétt­indi og þrí­skipt­ingu rík­is­valds.

Katrin sagði það mik­il­vægt að ræða reglu­lega stöðu Íslands í sam­fé­lagi þjóð­anna en eitt mætti læra af sög­unni. „Í senn er mik­il­vægt að standa með sjálfum sér og gæta að því sem við eig­um: landi, tungu og menn­ingu. En líka að muna að við erum full­valda þjóð og getum sem slík átt sam­skipti við hvern sem er á jafn­ræð­is­grund­velli. Við varð­veitum ekki full­veldið með því að flýja undan öðrum því þá er hættan að fyrir okkur fari eins og Bjarti í Sum­ar­húsum sem fór úr einum næt­ur­stað í annan verri. Mætum öðrum þjóðum á jafn­ræð­is­grund­velli en tryggjum um leið hags­muni almenn­ings í land­in­u.“

Hægt er að lesa ávarp­ið hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent