Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein

Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra Íslands, Katrín Jak­obs­dótt­ir, ræddi um þær breyt­ingar sem orðið hafa á íslensku sam­fé­lagi síð­ast­liðin 75 ár í ávarpi sínu á Aust­ur­velli á 75 ára afmæli lýð­veld­is­ins í dag, 17. júní.

Í frétt Stjórn­ar­ráðs­ins um ávarpið kemur fram að hún hafi minnst á þá umbylt­ingu sem orðið hefði á öllum sviðum á Íslandi frá lýð­veld­is­stofnun og hafi hún nefnt í því sam­hengi að sam­fé­lagið væri meðal þeirra fremstu í heimi þegar kæmi að jöfn­uði og vel­sæld.

„Hugs­an­lega erum við stödd í öðrum slíkum straum­hvörfum nú þegar börn og ung­menni gera rík­ari kröfur en nokkru sinni fyrr til að skoð­anir þeirra séu teknar gildar í póli­tískri umræðu sam­tím­ans, eins og sést á viku­legum lofts­lags­verk­föllum hér á þessum bletti. Það getur nefni­lega allt breyst, líka það sem virð­ist klappað í stein. Nú hefur runnið upp fyrir flestum hvaða áhrif menn hafa á lofts­lag­ið, og það er það sem unga kyn­slóðin gerir nú skýra kröfu um: að eldri kyn­slóðir geri nú allt sem í mann­legu valdi stendur til að sporna gegn þessum ham­för­um. Stjórn­völd hafa sett fram skýra sýn um að Ísland verði kolefn­is­hlut­laust ekki seinna en árið 2040 og Ísland standi við alþjóð­legar skuld­bind­ingar um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda,“ sagði Katrín.

Auglýsing

Hlut­verk þing­manna að vera full­trúar þjóð­ar­innar allrar

Þá ræddi for­sæt­is­ráð­herra hvernig ákvarð­anir stjórn­valda gætu haft áhrif á líf fjöld­ans og nefndi í því sam­hengi leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs, upp­bygg­ingu félags­lega hús­næð­is­kerf­is­ins og ákvarð­anir er varða umhverfið og lofts­lag­ið.

Hún sagði enn fremur að hlut­verk þing­manna væri að vera full­trúar þjóð­ar­innar allr­ar, ekki aðeins eigin kjós­enda, og standa vörð um og tryggja að und­ir­stöðu­stofn­anir hins frjáls­lynda lýð­ræðis virki sem skyldi í þágu alls almenn­ings og tryggi opið sam­fé­lag, vernd minni­hluta­hópa, mann­rétt­indi og þrí­skipt­ingu rík­is­valds.

Katrin sagði það mik­il­vægt að ræða reglu­lega stöðu Íslands í sam­fé­lagi þjóð­anna en eitt mætti læra af sög­unni. „Í senn er mik­il­vægt að standa með sjálfum sér og gæta að því sem við eig­um: landi, tungu og menn­ingu. En líka að muna að við erum full­valda þjóð og getum sem slík átt sam­skipti við hvern sem er á jafn­ræð­is­grund­velli. Við varð­veitum ekki full­veldið með því að flýja undan öðrum því þá er hættan að fyrir okkur fari eins og Bjarti í Sum­ar­húsum sem fór úr einum næt­ur­stað í annan verri. Mætum öðrum þjóðum á jafn­ræð­is­grund­velli en tryggjum um leið hags­muni almenn­ings í land­in­u.“

Hægt er að lesa ávarp­ið hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent