Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein

Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra Íslands, Katrín Jak­obs­dótt­ir, ræddi um þær breyt­ingar sem orðið hafa á íslensku sam­fé­lagi síð­ast­liðin 75 ár í ávarpi sínu á Aust­ur­velli á 75 ára afmæli lýð­veld­is­ins í dag, 17. júní.

Í frétt Stjórn­ar­ráðs­ins um ávarpið kemur fram að hún hafi minnst á þá umbylt­ingu sem orðið hefði á öllum sviðum á Íslandi frá lýð­veld­is­stofnun og hafi hún nefnt í því sam­hengi að sam­fé­lagið væri meðal þeirra fremstu í heimi þegar kæmi að jöfn­uði og vel­sæld.

„Hugs­an­lega erum við stödd í öðrum slíkum straum­hvörfum nú þegar börn og ung­menni gera rík­ari kröfur en nokkru sinni fyrr til að skoð­anir þeirra séu teknar gildar í póli­tískri umræðu sam­tím­ans, eins og sést á viku­legum lofts­lags­verk­föllum hér á þessum bletti. Það getur nefni­lega allt breyst, líka það sem virð­ist klappað í stein. Nú hefur runnið upp fyrir flestum hvaða áhrif menn hafa á lofts­lag­ið, og það er það sem unga kyn­slóðin gerir nú skýra kröfu um: að eldri kyn­slóðir geri nú allt sem í mann­legu valdi stendur til að sporna gegn þessum ham­för­um. Stjórn­völd hafa sett fram skýra sýn um að Ísland verði kolefn­is­hlut­laust ekki seinna en árið 2040 og Ísland standi við alþjóð­legar skuld­bind­ingar um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda,“ sagði Katrín.

Auglýsing

Hlut­verk þing­manna að vera full­trúar þjóð­ar­innar allrar

Þá ræddi for­sæt­is­ráð­herra hvernig ákvarð­anir stjórn­valda gætu haft áhrif á líf fjöld­ans og nefndi í því sam­hengi leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs, upp­bygg­ingu félags­lega hús­næð­is­kerf­is­ins og ákvarð­anir er varða umhverfið og lofts­lag­ið.

Hún sagði enn fremur að hlut­verk þing­manna væri að vera full­trúar þjóð­ar­innar allr­ar, ekki aðeins eigin kjós­enda, og standa vörð um og tryggja að und­ir­stöðu­stofn­anir hins frjáls­lynda lýð­ræðis virki sem skyldi í þágu alls almenn­ings og tryggi opið sam­fé­lag, vernd minni­hluta­hópa, mann­rétt­indi og þrí­skipt­ingu rík­is­valds.

Katrin sagði það mik­il­vægt að ræða reglu­lega stöðu Íslands í sam­fé­lagi þjóð­anna en eitt mætti læra af sög­unni. „Í senn er mik­il­vægt að standa með sjálfum sér og gæta að því sem við eig­um: landi, tungu og menn­ingu. En líka að muna að við erum full­valda þjóð og getum sem slík átt sam­skipti við hvern sem er á jafn­ræð­is­grund­velli. Við varð­veitum ekki full­veldið með því að flýja undan öðrum því þá er hættan að fyrir okkur fari eins og Bjarti í Sum­ar­húsum sem fór úr einum næt­ur­stað í annan verri. Mætum öðrum þjóðum á jafn­ræð­is­grund­velli en tryggjum um leið hags­muni almenn­ings í land­in­u.“

Hægt er að lesa ávarp­ið hér.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent