Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin

Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.

airbnb
Auglýsing

Vísi­tala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var 624,1 stig í maí 2019 og hækkar um 0,3 pró­sent á milli mán­aða. Und­an­farið ár hefur vísi­talan hækkað um 3,8 pró­sent og und­an­farna sex mán­uði hefur hún hækkað um 0,7 pró­sent, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Þjóð­skrá.

Verð­bólga mælist nú 3,6 pró­sent, og því er raun­hækkun hús­næð­is, þ.e. hækkun verðs með til­liti til verð­bólgu, lítil sem engin þessi miss­er­in. Þetta er mikil breyt­ing frá því sem var uppi á ten­ingnum fyrir tveimur árum, en þá mæld­ist fast­eigna­verðs­hækkun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 23,5 pró­sent á ári, sem þá var með mestu verð­hækk­unum hús­næðis í ver­öld­inni.

Vísi­tala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sýnir breyt­ingar á vegnu með­al­tali fer­metra­verðs. Íbúð­ar­hús­næði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjöl­býli eða sér­býli. Reiknað er með­al­fer­metra­verð fyrir 9 flokka íbúð­ar­hús­næð­is. 

Auglýsing

Nið­ur­staðan er vegin með hlut­deild við­kom­andi flokks í heild­ar­verð­mæti á mark­aði miðað við und­an­gengna 24 mán­uði, að því er segir á vef Þjóð­skrár.

Eftir mikið hag­vaxt­ar­skeið á Íslandi, á árunum 2011 til og með 2018, eru nú blikur á lofti í efna­hags­mál­um. Hag­vöxtur í fyrra mæld­ist 4,6 pró­sent, sam­kvæmt bráða­birgða­tölum Hag­stofu Íslands, en spár Seðla­banka Íslands og Hag­stof­unnar gera ráð fyrir sam­drætti á þessu ári upp á 0,2 til 0,4 pró­sent.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent