Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin

Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.

airbnb
Auglýsing

Vísi­tala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var 624,1 stig í maí 2019 og hækkar um 0,3 pró­sent á milli mán­aða. Und­an­farið ár hefur vísi­talan hækkað um 3,8 pró­sent og und­an­farna sex mán­uði hefur hún hækkað um 0,7 pró­sent, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Þjóð­skrá.

Verð­bólga mælist nú 3,6 pró­sent, og því er raun­hækkun hús­næð­is, þ.e. hækkun verðs með til­liti til verð­bólgu, lítil sem engin þessi miss­er­in. Þetta er mikil breyt­ing frá því sem var uppi á ten­ingnum fyrir tveimur árum, en þá mæld­ist fast­eigna­verðs­hækkun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 23,5 pró­sent á ári, sem þá var með mestu verð­hækk­unum hús­næðis í ver­öld­inni.

Vísi­tala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sýnir breyt­ingar á vegnu með­al­tali fer­metra­verðs. Íbúð­ar­hús­næði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjöl­býli eða sér­býli. Reiknað er með­al­fer­metra­verð fyrir 9 flokka íbúð­ar­hús­næð­is. 

Auglýsing

Nið­ur­staðan er vegin með hlut­deild við­kom­andi flokks í heild­ar­verð­mæti á mark­aði miðað við und­an­gengna 24 mán­uði, að því er segir á vef Þjóð­skrár.

Eftir mikið hag­vaxt­ar­skeið á Íslandi, á árunum 2011 til og með 2018, eru nú blikur á lofti í efna­hags­mál­um. Hag­vöxtur í fyrra mæld­ist 4,6 pró­sent, sam­kvæmt bráða­birgða­tölum Hag­stofu Íslands, en spár Seðla­banka Íslands og Hag­stof­unnar gera ráð fyrir sam­drætti á þessu ári upp á 0,2 til 0,4 pró­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent