Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt

Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

Alþingi sam­þykkti þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um end­ur­skoðun lög­ræð­islaga í dag. Mark­mið þess­arar heild­ar­end­ur­skoð­unar er að gera til­lögur um nauð­syn­legar breyt­ingar á lög­unum sem og á öðrum lög­um, þar á meðal lögum um rétt­indi sjúk­linga, barna­vernd­ar­lög­um, lögum um rétt­inda­gæslu fyrir fatlað fólk og almennum hegn­ing­ar­lög­um. 53 þing­menn greiddu atkvæði með til­lög­unni og einn sat hjá.

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, lagði þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una fram og segir hún á Face­book-­síðu sinni að sam­þykkt til­lög­unnar færi Íslend­inga nær því að afmá beina laga­lega mis­munun gegn fötl­uðu fólki og fólki sem er með, eða er talið vera með geð­sjúk­dóm, úr íslenskum lög­um.

„Tak­ist okkur vel til þá eflum við mann­rétt­indi allra á Íslandi og ég get ekki beðið eftir því að hefj­ast handa!“ skrifar hún.

Auglýsing

­Kosin verður sér­nefnd þing­manna en í nefnd­ina kýs Alþingi þing­menn úr öllum þing­flokkum sem sæti eiga á þingi og mun nefndin hafa víð­tækt sam­ráð við hlut­að­eig­andi stofn­anir og hags­muna­að­ila við vinnu að end­ur­skoð­un­inni, þar á meðal við sam­tök fatl­aðs fólks. Nefndin mun jafn­framt hafa sam­ráð við dóms­mála­ráðu­neyt­ið, heil­brigð­is­ráðu­neytið og félags­mála­ráðu­neytið og munu ráðu­neytin vera nefnd­inni til ráð­gjafar við mat á nauð­syn­legum laga­breyt­ing­um.

Auk almennrar heild­ar­end­ur­skoð­unar verður sér­stak­lega litið til ákvæða samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart fólki með fötl­un, rétt fatl­aðra ein­stak­linga til þess að njóta lög­form­legs hæfis til jafns við aðra, stuðn­ing við ákvarð­ana­töku í stað stað­geng­ils­á­kvarð­ana­töku, rétt fatl­aðra ein­stak­linga til frelsis til jafns við aðra, afnám þving­andi með­ferðar og lyfja­með­ferðar á grund­velli fötl­unar og rétt fatl­aðs fólks til við­eig­andi aðlög­un­ar.

Í dag fögnum við því að 104 ár eru frá því að konur fengu fyrst kosn­inga­rétt. Mannétt­indi eru ekki sjálf­gefin og við...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Wed­nes­day, June 19, 2019


Þór­hildur Sunna sagði í sam­tali við Kjarn­ann í byrjun mars síð­ast­lið­ins að til­­lagan væri ein­ungis fyrsta skref­ið. „Til­lagan gengur út á það að Alþingi sam­­þykki að heild­­ar­end­­ur­­skoðun fari af stað og að hún eigi sér ekki stað inni í dóms­­mála­ráðu­­neyt­inu heldur á vett­vangi þings­ins. Og að farið verði með hana á svip­aðan hátt og end­­ur­­skoðun útlend­inga­lag­anna á sínum tíma,“ sagði hún og benti á að for­­dæmi væru einmitt fyrir því í svona mál­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.
Kjarninn 28. janúar 2021
Erfiðara virðist að brjóta glerþakið í betur launuðum störfum
Konur fá 14 prósent lægri laun en karlar
Óleiðréttur launamunur kynjanna jókst lítillega árið 2019. Hann er meiri í ýmsum betur launuðum starfsstéttum og atvinnugreinum, til að mynda fá konur í fjármála-og vátryggingastarfsemi þriðjungi lægri laun en karlar.
Kjarninn 28. janúar 2021
Gylfi Zoega
Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka
Kjarninn 28. janúar 2021
Segir Sjálfstæðisflokk vera með yfirbragð flokks sem vill ekki að Ísland breytist
Fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og miðstjórnarmaður í flokknum segir hann hafa á sér yfirbragð þess sem vilji ekki að íslenskt samfélag breytist. Skipti flokkurinn ekki um kúrs muni hann „daga uppi og verða að steini“.
Kjarninn 28. janúar 2021
Á meðal þeirra mála þar sem grunur er um spillingu sem ásakanir eru um að teygi sig inn í stjórnsýslu landsins, er Samherjamálið svokallaða. Fjöldi manns mótmælti vegna þess í nóvember 2019.
Ísland fellur á spillingarlista og er í 17. sæti – Enn og aftur spilltast allra Norðurlanda
Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Ákveðið bakslag hefur átt sér stað í baráttunni gegn spillingu hér á landi en Ísland hefur hrapað niður úr 1. sæti árið 2006 í 17. sæti árið 2020.
Kjarninn 28. janúar 2021
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
Kjarninn 27. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Arnheiður Jóhannsdóttir
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent