Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt

Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

Alþingi sam­þykkti þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um end­ur­skoðun lög­ræð­islaga í dag. Mark­mið þess­arar heild­ar­end­ur­skoð­unar er að gera til­lögur um nauð­syn­legar breyt­ingar á lög­unum sem og á öðrum lög­um, þar á meðal lögum um rétt­indi sjúk­linga, barna­vernd­ar­lög­um, lögum um rétt­inda­gæslu fyrir fatlað fólk og almennum hegn­ing­ar­lög­um. 53 þing­menn greiddu atkvæði með til­lög­unni og einn sat hjá.

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, lagði þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una fram og segir hún á Face­book-­síðu sinni að sam­þykkt til­lög­unnar færi Íslend­inga nær því að afmá beina laga­lega mis­munun gegn fötl­uðu fólki og fólki sem er með, eða er talið vera með geð­sjúk­dóm, úr íslenskum lög­um.

„Tak­ist okkur vel til þá eflum við mann­rétt­indi allra á Íslandi og ég get ekki beðið eftir því að hefj­ast handa!“ skrifar hún.

Auglýsing

­Kosin verður sér­nefnd þing­manna en í nefnd­ina kýs Alþingi þing­menn úr öllum þing­flokkum sem sæti eiga á þingi og mun nefndin hafa víð­tækt sam­ráð við hlut­að­eig­andi stofn­anir og hags­muna­að­ila við vinnu að end­ur­skoð­un­inni, þar á meðal við sam­tök fatl­aðs fólks. Nefndin mun jafn­framt hafa sam­ráð við dóms­mála­ráðu­neyt­ið, heil­brigð­is­ráðu­neytið og félags­mála­ráðu­neytið og munu ráðu­neytin vera nefnd­inni til ráð­gjafar við mat á nauð­syn­legum laga­breyt­ing­um.

Auk almennrar heild­ar­end­ur­skoð­unar verður sér­stak­lega litið til ákvæða samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart fólki með fötl­un, rétt fatl­aðra ein­stak­linga til þess að njóta lög­form­legs hæfis til jafns við aðra, stuðn­ing við ákvarð­ana­töku í stað stað­geng­ils­á­kvarð­ana­töku, rétt fatl­aðra ein­stak­linga til frelsis til jafns við aðra, afnám þving­andi með­ferðar og lyfja­með­ferðar á grund­velli fötl­unar og rétt fatl­aðs fólks til við­eig­andi aðlög­un­ar.

Í dag fögnum við því að 104 ár eru frá því að konur fengu fyrst kosn­inga­rétt. Mannétt­indi eru ekki sjálf­gefin og við...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Wed­nes­day, June 19, 2019


Þór­hildur Sunna sagði í sam­tali við Kjarn­ann í byrjun mars síð­ast­lið­ins að til­­lagan væri ein­ungis fyrsta skref­ið. „Til­lagan gengur út á það að Alþingi sam­­þykki að heild­­ar­end­­ur­­skoðun fari af stað og að hún eigi sér ekki stað inni í dóms­­mála­ráðu­­neyt­inu heldur á vett­vangi þings­ins. Og að farið verði með hana á svip­aðan hátt og end­­ur­­skoðun útlend­inga­lag­anna á sínum tíma,“ sagði hún og benti á að for­­dæmi væru einmitt fyrir því í svona mál­­um.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent