Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt

Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

Alþingi sam­þykkti þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um end­ur­skoðun lög­ræð­islaga í dag. Mark­mið þess­arar heild­ar­end­ur­skoð­unar er að gera til­lögur um nauð­syn­legar breyt­ingar á lög­unum sem og á öðrum lög­um, þar á meðal lögum um rétt­indi sjúk­linga, barna­vernd­ar­lög­um, lögum um rétt­inda­gæslu fyrir fatlað fólk og almennum hegn­ing­ar­lög­um. 53 þing­menn greiddu atkvæði með til­lög­unni og einn sat hjá.

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, lagði þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una fram og segir hún á Face­book-­síðu sinni að sam­þykkt til­lög­unnar færi Íslend­inga nær því að afmá beina laga­lega mis­munun gegn fötl­uðu fólki og fólki sem er með, eða er talið vera með geð­sjúk­dóm, úr íslenskum lög­um.

„Tak­ist okkur vel til þá eflum við mann­rétt­indi allra á Íslandi og ég get ekki beðið eftir því að hefj­ast handa!“ skrifar hún.

Auglýsing

­Kosin verður sér­nefnd þing­manna en í nefnd­ina kýs Alþingi þing­menn úr öllum þing­flokkum sem sæti eiga á þingi og mun nefndin hafa víð­tækt sam­ráð við hlut­að­eig­andi stofn­anir og hags­muna­að­ila við vinnu að end­ur­skoð­un­inni, þar á meðal við sam­tök fatl­aðs fólks. Nefndin mun jafn­framt hafa sam­ráð við dóms­mála­ráðu­neyt­ið, heil­brigð­is­ráðu­neytið og félags­mála­ráðu­neytið og munu ráðu­neytin vera nefnd­inni til ráð­gjafar við mat á nauð­syn­legum laga­breyt­ing­um.

Auk almennrar heild­ar­end­ur­skoð­unar verður sér­stak­lega litið til ákvæða samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart fólki með fötl­un, rétt fatl­aðra ein­stak­linga til þess að njóta lög­form­legs hæfis til jafns við aðra, stuðn­ing við ákvarð­ana­töku í stað stað­geng­ils­á­kvarð­ana­töku, rétt fatl­aðra ein­stak­linga til frelsis til jafns við aðra, afnám þving­andi með­ferðar og lyfja­með­ferðar á grund­velli fötl­unar og rétt fatl­aðs fólks til við­eig­andi aðlög­un­ar.

Í dag fögnum við því að 104 ár eru frá því að konur fengu fyrst kosn­inga­rétt. Mannétt­indi eru ekki sjálf­gefin og við...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Wed­nes­day, June 19, 2019


Þór­hildur Sunna sagði í sam­tali við Kjarn­ann í byrjun mars síð­ast­lið­ins að til­­lagan væri ein­ungis fyrsta skref­ið. „Til­lagan gengur út á það að Alþingi sam­­þykki að heild­­ar­end­­ur­­skoðun fari af stað og að hún eigi sér ekki stað inni í dóms­­mála­ráðu­­neyt­inu heldur á vett­vangi þings­ins. Og að farið verði með hana á svip­aðan hátt og end­­ur­­skoðun útlend­inga­lag­anna á sínum tíma,“ sagði hún og benti á að for­­dæmi væru einmitt fyrir því í svona mál­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent