Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt

Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

Alþingi sam­þykkti þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um end­ur­skoðun lög­ræð­islaga í dag. Mark­mið þess­arar heild­ar­end­ur­skoð­unar er að gera til­lögur um nauð­syn­legar breyt­ingar á lög­unum sem og á öðrum lög­um, þar á meðal lögum um rétt­indi sjúk­linga, barna­vernd­ar­lög­um, lögum um rétt­inda­gæslu fyrir fatlað fólk og almennum hegn­ing­ar­lög­um. 53 þing­menn greiddu atkvæði með til­lög­unni og einn sat hjá.

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, lagði þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una fram og segir hún á Face­book-­síðu sinni að sam­þykkt til­lög­unnar færi Íslend­inga nær því að afmá beina laga­lega mis­munun gegn fötl­uðu fólki og fólki sem er með, eða er talið vera með geð­sjúk­dóm, úr íslenskum lög­um.

„Tak­ist okkur vel til þá eflum við mann­rétt­indi allra á Íslandi og ég get ekki beðið eftir því að hefj­ast handa!“ skrifar hún.

Auglýsing

­Kosin verður sér­nefnd þing­manna en í nefnd­ina kýs Alþingi þing­menn úr öllum þing­flokkum sem sæti eiga á þingi og mun nefndin hafa víð­tækt sam­ráð við hlut­að­eig­andi stofn­anir og hags­muna­að­ila við vinnu að end­ur­skoð­un­inni, þar á meðal við sam­tök fatl­aðs fólks. Nefndin mun jafn­framt hafa sam­ráð við dóms­mála­ráðu­neyt­ið, heil­brigð­is­ráðu­neytið og félags­mála­ráðu­neytið og munu ráðu­neytin vera nefnd­inni til ráð­gjafar við mat á nauð­syn­legum laga­breyt­ing­um.

Auk almennrar heild­ar­end­ur­skoð­unar verður sér­stak­lega litið til ákvæða samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart fólki með fötl­un, rétt fatl­aðra ein­stak­linga til þess að njóta lög­form­legs hæfis til jafns við aðra, stuðn­ing við ákvarð­ana­töku í stað stað­geng­ils­á­kvarð­ana­töku, rétt fatl­aðra ein­stak­linga til frelsis til jafns við aðra, afnám þving­andi með­ferðar og lyfja­með­ferðar á grund­velli fötl­unar og rétt fatl­aðs fólks til við­eig­andi aðlög­un­ar.

Í dag fögnum við því að 104 ár eru frá því að konur fengu fyrst kosn­inga­rétt. Mannétt­indi eru ekki sjálf­gefin og við...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Wed­nes­day, June 19, 2019


Þór­hildur Sunna sagði í sam­tali við Kjarn­ann í byrjun mars síð­ast­lið­ins að til­­lagan væri ein­ungis fyrsta skref­ið. „Til­lagan gengur út á það að Alþingi sam­­þykki að heild­­ar­end­­ur­­skoðun fari af stað og að hún eigi sér ekki stað inni í dóms­­mála­ráðu­­neyt­inu heldur á vett­vangi þings­ins. Og að farið verði með hana á svip­aðan hátt og end­­ur­­skoðun útlend­inga­lag­anna á sínum tíma,“ sagði hún og benti á að for­­dæmi væru einmitt fyrir því í svona mál­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent