Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.

Makríll Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Jón Bjarna­son, ­fyrr­ver­and­i ­sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, segir að frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sem sam­þykkt var á Alþingi í gær vera „ótta­leg hráka­smíð“. Hann segir frum­varpið ekki verja meg­in­hags­muni þjóð­ar­innar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar. Hann gagn­rýnir jafn­framt dóm Hæsta­réttar sem kveð­inn var upp í des­em­ber í fyrra þar sem ríkið var gert skaða­bóta­skylt vegna út­hlut­un­ar makríl­kvóta. Þetta kemur fram í sam­tali hans við Frétta­blaðið í dag. 

Úthlut­unin sem byggði á reglu­gerðum Jóns ekki í sam­ræmi við lög

Í des­em­ber síð­ast­liðnum komst Hæsti­réttur að þeirri nið­­ur­­­­stöðu að ríkið væri skaða­­bóta­­­skylt vegna fjár­­­tjóns sem út­­­gerð­­ar­­fé­lög hefðu orðið fyr­ir vegna reglu­­­gerðar um skipt­ingu mak­ríl­kvóta á ár­inu 2011 til 2014, sem reynd­ist ólög­­­mæt. Út­hlut­unin var byggð á reglu­gerðum Jóns Bjarna­sonar þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Hæst­i­­réttur dæmd­i ís­­­­lenska ríkið skaða­­­bóta­­­­skylt gagn­vart út­­­­gerð­unum Hug­in og Ísfé­lagi Vest­­­­manna­eyja en engar bætur voru þó dæmdar til útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tækj­anna heldur ein­ungis við­­­ur­­­kennd bóta­­­skylda. 

Um miðjan júní rann út frestur útgerða til að birta stefnu vegna árs­ins 2015 því fyrn­ing­ar­reglan nemur fjórum árum. ­Rík­is­lög­manni hefur borist stefnur frá útgerð­ar­fé­lögum síð­ustu vikur en ekki hefur verið tekið saman hvað margar þær séu. Frétta­stofa RÚV greindi frá því í gær að mál Ísfé­lags­ins og Hug­ins gegn rík­inu verði þing­fest í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur á fimmtu­dag­inn í næstu viku og varðar það skaða­bóta­kröfur vegna áranna 2011 til 18. Í til­felli Ísfé­lags­ins nema kröf­urnar tæpum fjórum millj­örðum króna Vinnslu­stöðin í Eyjum og Eskja á Eski­firði hafa líka birt stefn­ur. 

Auglýsing

Dregur hlut­leysi Hæsta­réttar í efa 

Jón segir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að Hæsti­réttur hafi horft fram hjá meg­in­mark­miðum fisk­veiði­stjórn­un­ar­laga um að það beri að stýra veiðum út frá þjóð­ar­hags­munum en ekki hags­munum ein­stakra fyr­ir­tækja. Auk þess segir hann að ­út­gerð­irn­ar ættu frekar að þakka honum fyrir að hafa komið skikkan á veið­arnir og varið rétt Íslands til mak­ríl­veiða í stað þess að höfða mál til að fá bætur frá rík­in­u. 

Enn frem­ur ­dregur Jón í efa að Hæsti­réttur hafi verið hlut­laus þegar dómur var kveð­inn upp í fyrra. Hann bendir á að einn af hæsta­rétt­ar­dóm­urum í mál­inu, Árni Kol­beins­son, hafi ver­ið ráðu­neyt­is­stjóri í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu árin 1985 til 1998. Auk þess var sonur hans fram­kvæmda­stjóri í L­ÍU og haft ríka aðkomu að körfu­gerðum á hendur rík­inu í tengsl­u­m við mak­ríl­hags­mun­i. 

„Þessi mál eru afar póli­tísk og umdeild og voru það frá byrjun að þessi lög eins og lögin um kvóta­lögin voru. Mér finnst skrítið að hæsta­rétt­ar­dóm­ari, sem hefur áður átt beina hlut­deild að máli með samn­ingu og setn­ingu mjög umdeildra laga á sínum tíma, skuli líka kall­aður til sér­stak­lega til að dæma í Hæsta­rétti um svo umdeilt mál. Hann hafði áður komið að virkum hætti sem ráðu­neyt­is­stjóri þess tíma,“ segir Jón. 

Ótta­leg hrak­smíð

Jón segir jafn­framt að frum­varp Krist­jáns Þórs sem sam­þykkt var á Alþingi í gær verji ekki hags­muni þjóð­ar­inn­ar. „Sú laga­breyt­ing er ótta­leg hráka­smíð þar sem verið er að fara á svig við meg­in­hags­muni þjóð­ar­innar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar,“ segir Jón.

Frum­varpið hefur einnig verið gagn­rýnt að for­manni Félags mak­ríl­veiði­manna, Unn­stein­i ­Þrá­ins­syni. Hann sagði í sam­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku að frum­varpið væri óásættann­legt og að hans félags­menn væru afar ósátt­ir. Hann ­­sagði að með frum­varp­inu væru heim­ild­irnar að mestu færðar til „stór­út­­­­­gerða lands­ins“, en afgang­­­ur­inn fari í leig­u­pott þar sem veið­i­­­­gjald verður tvö­­­falt, sem sé sér­­­stak­­­lega þungt í rekst­­­ur­inn hjá félags­­­­­mönnum Félags mak­ríl­veið­i­­­­manna.

„Þessar litlu útgerðir munu því tapa heim­ild­unum sínum og verða gert að borga leig­u­­gjald fyrir að leigja þær aftur af rík­­inu. Gjaldið ásamt veið­i­­­gjöldum nemur tvö­­­földu veið­i­­gjaldi ann­­arra útgerða. Stór­út­­­gerðin seg­ist illa eða ekki geta staðið undir helm­ingi þess fjár­­hæð­­ar. Minnstu útgerð­unum verður því gert að lifa við tvö­­faldar álögur með mun dýr­­ari og áhætt­u­­sam­­ari rekst­­ur. Það er verið að rífa minnsta útgerð­­irnar á hol með þessu,“ sagði Unn­­steinn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent