Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.

Makríll Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Jón Bjarna­son, ­fyrr­ver­and­i ­sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, segir að frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sem sam­þykkt var á Alþingi í gær vera „ótta­leg hráka­smíð“. Hann segir frum­varpið ekki verja meg­in­hags­muni þjóð­ar­innar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar. Hann gagn­rýnir jafn­framt dóm Hæsta­réttar sem kveð­inn var upp í des­em­ber í fyrra þar sem ríkið var gert skaða­bóta­skylt vegna út­hlut­un­ar makríl­kvóta. Þetta kemur fram í sam­tali hans við Frétta­blaðið í dag. 

Úthlut­unin sem byggði á reglu­gerðum Jóns ekki í sam­ræmi við lög

Í des­em­ber síð­ast­liðnum komst Hæsti­réttur að þeirri nið­­ur­­­­stöðu að ríkið væri skaða­­bóta­­­skylt vegna fjár­­­tjóns sem út­­­gerð­­ar­­fé­lög hefðu orðið fyr­ir vegna reglu­­­gerðar um skipt­ingu mak­ríl­kvóta á ár­inu 2011 til 2014, sem reynd­ist ólög­­­mæt. Út­hlut­unin var byggð á reglu­gerðum Jóns Bjarna­sonar þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Hæst­i­­réttur dæmd­i ís­­­­lenska ríkið skaða­­­bóta­­­­skylt gagn­vart út­­­­gerð­unum Hug­in og Ísfé­lagi Vest­­­­manna­eyja en engar bætur voru þó dæmdar til útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tækj­anna heldur ein­ungis við­­­ur­­­kennd bóta­­­skylda. 

Um miðjan júní rann út frestur útgerða til að birta stefnu vegna árs­ins 2015 því fyrn­ing­ar­reglan nemur fjórum árum. ­Rík­is­lög­manni hefur borist stefnur frá útgerð­ar­fé­lögum síð­ustu vikur en ekki hefur verið tekið saman hvað margar þær séu. Frétta­stofa RÚV greindi frá því í gær að mál Ísfé­lags­ins og Hug­ins gegn rík­inu verði þing­fest í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur á fimmtu­dag­inn í næstu viku og varðar það skaða­bóta­kröfur vegna áranna 2011 til 18. Í til­felli Ísfé­lags­ins nema kröf­urnar tæpum fjórum millj­örðum króna Vinnslu­stöðin í Eyjum og Eskja á Eski­firði hafa líka birt stefn­ur. 

Auglýsing

Dregur hlut­leysi Hæsta­réttar í efa 

Jón segir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að Hæsti­réttur hafi horft fram hjá meg­in­mark­miðum fisk­veiði­stjórn­un­ar­laga um að það beri að stýra veiðum út frá þjóð­ar­hags­munum en ekki hags­munum ein­stakra fyr­ir­tækja. Auk þess segir hann að ­út­gerð­irn­ar ættu frekar að þakka honum fyrir að hafa komið skikkan á veið­arnir og varið rétt Íslands til mak­ríl­veiða í stað þess að höfða mál til að fá bætur frá rík­in­u. 

Enn frem­ur ­dregur Jón í efa að Hæsti­réttur hafi verið hlut­laus þegar dómur var kveð­inn upp í fyrra. Hann bendir á að einn af hæsta­rétt­ar­dóm­urum í mál­inu, Árni Kol­beins­son, hafi ver­ið ráðu­neyt­is­stjóri í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu árin 1985 til 1998. Auk þess var sonur hans fram­kvæmda­stjóri í L­ÍU og haft ríka aðkomu að körfu­gerðum á hendur rík­inu í tengsl­u­m við mak­ríl­hags­mun­i. 

„Þessi mál eru afar póli­tísk og umdeild og voru það frá byrjun að þessi lög eins og lögin um kvóta­lögin voru. Mér finnst skrítið að hæsta­rétt­ar­dóm­ari, sem hefur áður átt beina hlut­deild að máli með samn­ingu og setn­ingu mjög umdeildra laga á sínum tíma, skuli líka kall­aður til sér­stak­lega til að dæma í Hæsta­rétti um svo umdeilt mál. Hann hafði áður komið að virkum hætti sem ráðu­neyt­is­stjóri þess tíma,“ segir Jón. 

Ótta­leg hrak­smíð

Jón segir jafn­framt að frum­varp Krist­jáns Þórs sem sam­þykkt var á Alþingi í gær verji ekki hags­muni þjóð­ar­inn­ar. „Sú laga­breyt­ing er ótta­leg hráka­smíð þar sem verið er að fara á svig við meg­in­hags­muni þjóð­ar­innar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar,“ segir Jón.

Frum­varpið hefur einnig verið gagn­rýnt að for­manni Félags mak­ríl­veiði­manna, Unn­stein­i ­Þrá­ins­syni. Hann sagði í sam­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku að frum­varpið væri óásættann­legt og að hans félags­menn væru afar ósátt­ir. Hann ­­sagði að með frum­varp­inu væru heim­ild­irnar að mestu færðar til „stór­út­­­­­gerða lands­ins“, en afgang­­­ur­inn fari í leig­u­pott þar sem veið­i­­­­gjald verður tvö­­­falt, sem sé sér­­­stak­­­lega þungt í rekst­­­ur­inn hjá félags­­­­­mönnum Félags mak­ríl­veið­i­­­­manna.

„Þessar litlu útgerðir munu því tapa heim­ild­unum sínum og verða gert að borga leig­u­­gjald fyrir að leigja þær aftur af rík­­inu. Gjaldið ásamt veið­i­­­gjöldum nemur tvö­­­földu veið­i­­gjaldi ann­­arra útgerða. Stór­út­­­gerðin seg­ist illa eða ekki geta staðið undir helm­ingi þess fjár­­hæð­­ar. Minnstu útgerð­unum verður því gert að lifa við tvö­­faldar álögur með mun dýr­­ari og áhætt­u­­sam­­ari rekst­­ur. Það er verið að rífa minnsta útgerð­­irnar á hol með þessu,“ sagði Unn­­steinn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent