Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.

Makríll Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Jón Bjarna­son, ­fyrr­ver­and­i ­sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, segir að frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sem sam­þykkt var á Alþingi í gær vera „ótta­leg hráka­smíð“. Hann segir frum­varpið ekki verja meg­in­hags­muni þjóð­ar­innar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar. Hann gagn­rýnir jafn­framt dóm Hæsta­réttar sem kveð­inn var upp í des­em­ber í fyrra þar sem ríkið var gert skaða­bóta­skylt vegna út­hlut­un­ar makríl­kvóta. Þetta kemur fram í sam­tali hans við Frétta­blaðið í dag. 

Úthlut­unin sem byggði á reglu­gerðum Jóns ekki í sam­ræmi við lög

Í des­em­ber síð­ast­liðnum komst Hæsti­réttur að þeirri nið­­ur­­­­stöðu að ríkið væri skaða­­bóta­­­skylt vegna fjár­­­tjóns sem út­­­gerð­­ar­­fé­lög hefðu orðið fyr­ir vegna reglu­­­gerðar um skipt­ingu mak­ríl­kvóta á ár­inu 2011 til 2014, sem reynd­ist ólög­­­mæt. Út­hlut­unin var byggð á reglu­gerðum Jóns Bjarna­sonar þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Hæst­i­­réttur dæmd­i ís­­­­lenska ríkið skaða­­­bóta­­­­skylt gagn­vart út­­­­gerð­unum Hug­in og Ísfé­lagi Vest­­­­manna­eyja en engar bætur voru þó dæmdar til útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tækj­anna heldur ein­ungis við­­­ur­­­kennd bóta­­­skylda. 

Um miðjan júní rann út frestur útgerða til að birta stefnu vegna árs­ins 2015 því fyrn­ing­ar­reglan nemur fjórum árum. ­Rík­is­lög­manni hefur borist stefnur frá útgerð­ar­fé­lögum síð­ustu vikur en ekki hefur verið tekið saman hvað margar þær séu. Frétta­stofa RÚV greindi frá því í gær að mál Ísfé­lags­ins og Hug­ins gegn rík­inu verði þing­fest í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur á fimmtu­dag­inn í næstu viku og varðar það skaða­bóta­kröfur vegna áranna 2011 til 18. Í til­felli Ísfé­lags­ins nema kröf­urnar tæpum fjórum millj­örðum króna Vinnslu­stöðin í Eyjum og Eskja á Eski­firði hafa líka birt stefn­ur. 

Auglýsing

Dregur hlut­leysi Hæsta­réttar í efa 

Jón segir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að Hæsti­réttur hafi horft fram hjá meg­in­mark­miðum fisk­veiði­stjórn­un­ar­laga um að það beri að stýra veiðum út frá þjóð­ar­hags­munum en ekki hags­munum ein­stakra fyr­ir­tækja. Auk þess segir hann að ­út­gerð­irn­ar ættu frekar að þakka honum fyrir að hafa komið skikkan á veið­arnir og varið rétt Íslands til mak­ríl­veiða í stað þess að höfða mál til að fá bætur frá rík­in­u. 

Enn frem­ur ­dregur Jón í efa að Hæsti­réttur hafi verið hlut­laus þegar dómur var kveð­inn upp í fyrra. Hann bendir á að einn af hæsta­rétt­ar­dóm­urum í mál­inu, Árni Kol­beins­son, hafi ver­ið ráðu­neyt­is­stjóri í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu árin 1985 til 1998. Auk þess var sonur hans fram­kvæmda­stjóri í L­ÍU og haft ríka aðkomu að körfu­gerðum á hendur rík­inu í tengsl­u­m við mak­ríl­hags­mun­i. 

„Þessi mál eru afar póli­tísk og umdeild og voru það frá byrjun að þessi lög eins og lögin um kvóta­lögin voru. Mér finnst skrítið að hæsta­rétt­ar­dóm­ari, sem hefur áður átt beina hlut­deild að máli með samn­ingu og setn­ingu mjög umdeildra laga á sínum tíma, skuli líka kall­aður til sér­stak­lega til að dæma í Hæsta­rétti um svo umdeilt mál. Hann hafði áður komið að virkum hætti sem ráðu­neyt­is­stjóri þess tíma,“ segir Jón. 

Ótta­leg hrak­smíð

Jón segir jafn­framt að frum­varp Krist­jáns Þórs sem sam­þykkt var á Alþingi í gær verji ekki hags­muni þjóð­ar­inn­ar. „Sú laga­breyt­ing er ótta­leg hráka­smíð þar sem verið er að fara á svig við meg­in­hags­muni þjóð­ar­innar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar,“ segir Jón.

Frum­varpið hefur einnig verið gagn­rýnt að for­manni Félags mak­ríl­veiði­manna, Unn­stein­i ­Þrá­ins­syni. Hann sagði í sam­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku að frum­varpið væri óásættann­legt og að hans félags­menn væru afar ósátt­ir. Hann ­­sagði að með frum­varp­inu væru heim­ild­irnar að mestu færðar til „stór­út­­­­­gerða lands­ins“, en afgang­­­ur­inn fari í leig­u­pott þar sem veið­i­­­­gjald verður tvö­­­falt, sem sé sér­­­stak­­­lega þungt í rekst­­­ur­inn hjá félags­­­­­mönnum Félags mak­ríl­veið­i­­­­manna.

„Þessar litlu útgerðir munu því tapa heim­ild­unum sínum og verða gert að borga leig­u­­gjald fyrir að leigja þær aftur af rík­­inu. Gjaldið ásamt veið­i­­­gjöldum nemur tvö­­­földu veið­i­­gjaldi ann­­arra útgerða. Stór­út­­­gerðin seg­ist illa eða ekki geta staðið undir helm­ingi þess fjár­­hæð­­ar. Minnstu útgerð­unum verður því gert að lifa við tvö­­faldar álögur með mun dýr­­ari og áhætt­u­­sam­­ari rekst­­ur. Það er verið að rífa minnsta útgerð­­irnar á hol með þessu,“ sagði Unn­­steinn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent