Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.

Makríll Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Jón Bjarna­son, ­fyrr­ver­and­i ­sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, segir að frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sem sam­þykkt var á Alþingi í gær vera „ótta­leg hráka­smíð“. Hann segir frum­varpið ekki verja meg­in­hags­muni þjóð­ar­innar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar. Hann gagn­rýnir jafn­framt dóm Hæsta­réttar sem kveð­inn var upp í des­em­ber í fyrra þar sem ríkið var gert skaða­bóta­skylt vegna út­hlut­un­ar makríl­kvóta. Þetta kemur fram í sam­tali hans við Frétta­blaðið í dag. 

Úthlut­unin sem byggði á reglu­gerðum Jóns ekki í sam­ræmi við lög

Í des­em­ber síð­ast­liðnum komst Hæsti­réttur að þeirri nið­­ur­­­­stöðu að ríkið væri skaða­­bóta­­­skylt vegna fjár­­­tjóns sem út­­­gerð­­ar­­fé­lög hefðu orðið fyr­ir vegna reglu­­­gerðar um skipt­ingu mak­ríl­kvóta á ár­inu 2011 til 2014, sem reynd­ist ólög­­­mæt. Út­hlut­unin var byggð á reglu­gerðum Jóns Bjarna­sonar þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Hæst­i­­réttur dæmd­i ís­­­­lenska ríkið skaða­­­bóta­­­­skylt gagn­vart út­­­­gerð­unum Hug­in og Ísfé­lagi Vest­­­­manna­eyja en engar bætur voru þó dæmdar til útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tækj­anna heldur ein­ungis við­­­ur­­­kennd bóta­­­skylda. 

Um miðjan júní rann út frestur útgerða til að birta stefnu vegna árs­ins 2015 því fyrn­ing­ar­reglan nemur fjórum árum. ­Rík­is­lög­manni hefur borist stefnur frá útgerð­ar­fé­lögum síð­ustu vikur en ekki hefur verið tekið saman hvað margar þær séu. Frétta­stofa RÚV greindi frá því í gær að mál Ísfé­lags­ins og Hug­ins gegn rík­inu verði þing­fest í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur á fimmtu­dag­inn í næstu viku og varðar það skaða­bóta­kröfur vegna áranna 2011 til 18. Í til­felli Ísfé­lags­ins nema kröf­urnar tæpum fjórum millj­örðum króna Vinnslu­stöðin í Eyjum og Eskja á Eski­firði hafa líka birt stefn­ur. 

Auglýsing

Dregur hlut­leysi Hæsta­réttar í efa 

Jón segir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að Hæsti­réttur hafi horft fram hjá meg­in­mark­miðum fisk­veiði­stjórn­un­ar­laga um að það beri að stýra veiðum út frá þjóð­ar­hags­munum en ekki hags­munum ein­stakra fyr­ir­tækja. Auk þess segir hann að ­út­gerð­irn­ar ættu frekar að þakka honum fyrir að hafa komið skikkan á veið­arnir og varið rétt Íslands til mak­ríl­veiða í stað þess að höfða mál til að fá bætur frá rík­in­u. 

Enn frem­ur ­dregur Jón í efa að Hæsti­réttur hafi verið hlut­laus þegar dómur var kveð­inn upp í fyrra. Hann bendir á að einn af hæsta­rétt­ar­dóm­urum í mál­inu, Árni Kol­beins­son, hafi ver­ið ráðu­neyt­is­stjóri í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu árin 1985 til 1998. Auk þess var sonur hans fram­kvæmda­stjóri í L­ÍU og haft ríka aðkomu að körfu­gerðum á hendur rík­inu í tengsl­u­m við mak­ríl­hags­mun­i. 

„Þessi mál eru afar póli­tísk og umdeild og voru það frá byrjun að þessi lög eins og lögin um kvóta­lögin voru. Mér finnst skrítið að hæsta­rétt­ar­dóm­ari, sem hefur áður átt beina hlut­deild að máli með samn­ingu og setn­ingu mjög umdeildra laga á sínum tíma, skuli líka kall­aður til sér­stak­lega til að dæma í Hæsta­rétti um svo umdeilt mál. Hann hafði áður komið að virkum hætti sem ráðu­neyt­is­stjóri þess tíma,“ segir Jón. 

Ótta­leg hrak­smíð

Jón segir jafn­framt að frum­varp Krist­jáns Þórs sem sam­þykkt var á Alþingi í gær verji ekki hags­muni þjóð­ar­inn­ar. „Sú laga­breyt­ing er ótta­leg hráka­smíð þar sem verið er að fara á svig við meg­in­hags­muni þjóð­ar­innar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar,“ segir Jón.

Frum­varpið hefur einnig verið gagn­rýnt að for­manni Félags mak­ríl­veiði­manna, Unn­stein­i ­Þrá­ins­syni. Hann sagði í sam­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku að frum­varpið væri óásættann­legt og að hans félags­menn væru afar ósátt­ir. Hann ­­sagði að með frum­varp­inu væru heim­ild­irnar að mestu færðar til „stór­út­­­­­gerða lands­ins“, en afgang­­­ur­inn fari í leig­u­pott þar sem veið­i­­­­gjald verður tvö­­­falt, sem sé sér­­­stak­­­lega þungt í rekst­­­ur­inn hjá félags­­­­­mönnum Félags mak­ríl­veið­i­­­­manna.

„Þessar litlu útgerðir munu því tapa heim­ild­unum sínum og verða gert að borga leig­u­­gjald fyrir að leigja þær aftur af rík­­inu. Gjaldið ásamt veið­i­­­gjöldum nemur tvö­­­földu veið­i­­gjaldi ann­­arra útgerða. Stór­út­­­gerðin seg­ist illa eða ekki geta staðið undir helm­ingi þess fjár­­hæð­­ar. Minnstu útgerð­unum verður því gert að lifa við tvö­­faldar álögur með mun dýr­­ari og áhætt­u­­sam­­ari rekst­­ur. Það er verið að rífa minnsta útgerð­­irnar á hol með þessu,“ sagði Unn­­steinn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent