Um 87,7 prósent af íslenska fjármálakerfinu bundið við Ísland

Íslenska bankakerfið er gjörólíkt því sem hrundi eins og spilaborg fyrir rúmum áratug. Það er að langmestu leyti bundið við Ísland.

Peningar
Auglýsing

Eignir inn­láns­stofn­ana á Íslandi námu 3.885,1 millj­örðum króna í lok maí og hækk­uðu um 32,7 millj­arða í þeim mán­uði, sam­kvæmt tölum sem Seðla­banki Íslands birti í dag

Þar af voru inn­lendar eignir 3.406,1 millj­arðar króna og hækk­uðu um 18,5 millj­arða króna í mán­uð­in­um, miðað við apríl mán­uð. Erlendar eignir námu 479 millj­örðum króna og hækk­uðu um 14,2 millj­arða í mán­uð­in­um. 

Íslenska fjár­mála­kerfið er því að lang­mestu leyti bundið við íslenska hag­kerf­ið, en 87,7 pró­sent af því er í inn­lendum eignum en 12,3 pró­sent í erlendum eign­um. 

Auglýsing

Stærstur hluti eigna banka­kerf­is­ins liggur í útlánum til heim­ila og fyr­ir­tækja.

Eigið fé íslenskra inn­láns­stofn­anna nam 615,2 millj­örðum króna í lok maí og lækk­aði það um 329 millj­ónir í maí mán­uði, miðað við mán­uð­inn á und­an. 

Sé horft til skulda íslenska fjár­mála­kerf­is­ins þá voru þær 3.242 millj­arðar króna í maí. Þar af voru inn­lendar skuldir - sem eru að mestu inn­lán heim­ila og fyr­ir­tækja - 2.503,8 millj­arðar og erlendar skuldir 739 millj­arðar króna. Sé horft til skulda þá eru inn­lendar skuldir 77,3 pró­sent skulda og erlendar skuldir 22,7 pró­sent.

Stærstu bankar lands­ins eru Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki. Íslenska ríkið er stærsti eig­andi hluta­fjár á íslenskum fjár­mála­mark­aði, með um 75 pró­sent af öllu fjár­mála­kerf­inu, en ríkið á allt hlutafé í Íslands­banka og um 99 pró­sent í Lands­bank­an­um. 

Arion banki er hins vegar alfarið í einka­eigu og er skráður á mark­að. Eigið fé bank­ans nam um 193 millj­örðum í lok fyrsta árs­fjórð­ungs þessa árs.

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent