Leggja til að hækka verð á gosdrykkjum og sælgæti um 20 prósent

Embætti landlæknis hefur unnið aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu fyrir heilbrigðisráðherra. Í áætluninni er lagt til að hækka verð á gosdrykkjum og sælgæti en lækka samhliða verð á grænmeti og ávöxtum.

Gos í kæli
Auglýsing

Í nýrri aðgerða­á­ætlun gegn syk­ur­neyslu Íslend­inga er lagt til að hækka verð á sæl­gæt­i og sykruðum og syk­ur­lausum gos­drykkjum um að minnsta kosti 20 pró­sent. Sam­hliða er lagt til að lækka verð á græn­meti og ávöxt­u­m. Að­gerða­á­ætl­unin var unnin af Emb­ætti land­lækn­is­ ­fyrir Svandísi Svav­ars­dótt­ur, heil­brigð­is­ráð­herra, en kann­anir sýna að syk­ur­neysla hér á landi er ein sú mesta á Norð­ur­lönd­un­um. Frá þessu er greint á Vísi

Leggja til að á móti verð­i af­num­inn virð­is­auka­skatt­ur á græn­meti og ávöxt­um 

Helsta for­gangs­málið í að­gerða­á­ætl­un­inn­i er að hækka verð á sykruðum og syk­ur­lausum gos- og svala­drykkjum og sæl­gæti um að minnsta kosti 20 pró­sent. Í ­á­ætl­un­inn­i ­segir að hægt sé að fram­kvæma þetta strax með því að færa þessar vörur í hærra þrep virð­is­auka­skatts og leggja sam­hliða á þær vöru­gjöld. Þau gjöld væri síðan hægt að nýta til að lækka á móti verð á græn­meti og ávöxt­um, jafn­vel um 10 til 30 pró­sent, til dæmis með því að afnema virð­is­auka­skatt. Þannig megi stuðla að auknu aðgengi að þessum holl­ustu­vörum óháð efna­hag og auka þannig jöfnuð til heilsu.

Auglýsing

Þessi aðgerð er í for­gangi í áætl­un­inni þar sem þetta er tal­in sú aðgerð sem ber hvað mestan árangur til að draga úr ­syk­ur­neyslu, ­sér­stak­lega ­meðal barna og ung­menna. Kann­anir sýna að syk­ur­neysla hér á landi sé lang­t um­fram al­þjóð­legar ráð­legg­ingar og mikil í sam­an­burði við hin Norð­ur­lönd­in. Mikil syk­ur­neysla hef­ur á­hrif á heilsu­far lands­manna með til­heyr­andi kostn­aði og álagi á heil­brigð­is­kerf­ið.

Skipa starfs­hóp sem mun vinna að inn­leið­ingu áætl­un­ar­innar

Alls eru fjórtán aðgerðir í áætl­un­inni þar á meðal er aðgerð um að ­fylgja eftir tak­mörkun á aug­lýs­ingum sem beint er til barna, hvatn­ing til mat­væla­fram­leið­enda um fram­leiðslu á holl­ari mat­vörum og eft­ir­fylgd með merk­ingum vara sem inni­halda ­azo-lit­ar­efni sem selt er í lausu. 

Auk þess er lagt til að heil­brigð­is­fræðsla sé aukin á öllum skóla­stigum og boðið sé upp á holl­ari mat í íþrótta­mann­virkj­um. Sam­kvæmt umfjöllun Vísis var sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi síð­ast­lið­inn föstu­dag að skipa starfs­hóp þriggja ráðu­neyta sem vinna mun að inn­leið­ingu áætl­un­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent