Leggja til að hækka verð á gosdrykkjum og sælgæti um 20 prósent

Embætti landlæknis hefur unnið aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu fyrir heilbrigðisráðherra. Í áætluninni er lagt til að hækka verð á gosdrykkjum og sælgæti en lækka samhliða verð á grænmeti og ávöxtum.

Gos í kæli
Auglýsing

Í nýrri aðgerða­á­ætlun gegn syk­ur­neyslu Íslend­inga er lagt til að hækka verð á sæl­gæt­i og sykruðum og syk­ur­lausum gos­drykkjum um að minnsta kosti 20 pró­sent. Sam­hliða er lagt til að lækka verð á græn­meti og ávöxt­u­m. Að­gerða­á­ætl­unin var unnin af Emb­ætti land­lækn­is­ ­fyrir Svandísi Svav­ars­dótt­ur, heil­brigð­is­ráð­herra, en kann­anir sýna að syk­ur­neysla hér á landi er ein sú mesta á Norð­ur­lönd­un­um. Frá þessu er greint á Vísi

Leggja til að á móti verð­i af­num­inn virð­is­auka­skatt­ur á græn­meti og ávöxt­um 

Helsta for­gangs­málið í að­gerða­á­ætl­un­inn­i er að hækka verð á sykruðum og syk­ur­lausum gos- og svala­drykkjum og sæl­gæti um að minnsta kosti 20 pró­sent. Í ­á­ætl­un­inn­i ­segir að hægt sé að fram­kvæma þetta strax með því að færa þessar vörur í hærra þrep virð­is­auka­skatts og leggja sam­hliða á þær vöru­gjöld. Þau gjöld væri síðan hægt að nýta til að lækka á móti verð á græn­meti og ávöxt­um, jafn­vel um 10 til 30 pró­sent, til dæmis með því að afnema virð­is­auka­skatt. Þannig megi stuðla að auknu aðgengi að þessum holl­ustu­vörum óháð efna­hag og auka þannig jöfnuð til heilsu.

Auglýsing

Þessi aðgerð er í for­gangi í áætl­un­inni þar sem þetta er tal­in sú aðgerð sem ber hvað mestan árangur til að draga úr ­syk­ur­neyslu, ­sér­stak­lega ­meðal barna og ung­menna. Kann­anir sýna að syk­ur­neysla hér á landi sé lang­t um­fram al­þjóð­legar ráð­legg­ingar og mikil í sam­an­burði við hin Norð­ur­lönd­in. Mikil syk­ur­neysla hef­ur á­hrif á heilsu­far lands­manna með til­heyr­andi kostn­aði og álagi á heil­brigð­is­kerf­ið.

Skipa starfs­hóp sem mun vinna að inn­leið­ingu áætl­un­ar­innar

Alls eru fjórtán aðgerðir í áætl­un­inni þar á meðal er aðgerð um að ­fylgja eftir tak­mörkun á aug­lýs­ingum sem beint er til barna, hvatn­ing til mat­væla­fram­leið­enda um fram­leiðslu á holl­ari mat­vörum og eft­ir­fylgd með merk­ingum vara sem inni­halda ­azo-lit­ar­efni sem selt er í lausu. 

Auk þess er lagt til að heil­brigð­is­fræðsla sé aukin á öllum skóla­stigum og boðið sé upp á holl­ari mat í íþrótta­mann­virkj­um. Sam­kvæmt umfjöllun Vísis var sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi síð­ast­lið­inn föstu­dag að skipa starfs­hóp þriggja ráðu­neyta sem vinna mun að inn­leið­ingu áætl­un­ar­inn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent