Leggja til að hækka verð á gosdrykkjum og sælgæti um 20 prósent

Embætti landlæknis hefur unnið aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu fyrir heilbrigðisráðherra. Í áætluninni er lagt til að hækka verð á gosdrykkjum og sælgæti en lækka samhliða verð á grænmeti og ávöxtum.

Gos í kæli
Auglýsing

Í nýrri aðgerða­á­ætlun gegn syk­ur­neyslu Íslend­inga er lagt til að hækka verð á sæl­gæt­i og sykruðum og syk­ur­lausum gos­drykkjum um að minnsta kosti 20 pró­sent. Sam­hliða er lagt til að lækka verð á græn­meti og ávöxt­u­m. Að­gerða­á­ætl­unin var unnin af Emb­ætti land­lækn­is­ ­fyrir Svandísi Svav­ars­dótt­ur, heil­brigð­is­ráð­herra, en kann­anir sýna að syk­ur­neysla hér á landi er ein sú mesta á Norð­ur­lönd­un­um. Frá þessu er greint á Vísi

Leggja til að á móti verð­i af­num­inn virð­is­auka­skatt­ur á græn­meti og ávöxt­um 

Helsta for­gangs­málið í að­gerða­á­ætl­un­inn­i er að hækka verð á sykruðum og syk­ur­lausum gos- og svala­drykkjum og sæl­gæti um að minnsta kosti 20 pró­sent. Í ­á­ætl­un­inn­i ­segir að hægt sé að fram­kvæma þetta strax með því að færa þessar vörur í hærra þrep virð­is­auka­skatts og leggja sam­hliða á þær vöru­gjöld. Þau gjöld væri síðan hægt að nýta til að lækka á móti verð á græn­meti og ávöxt­um, jafn­vel um 10 til 30 pró­sent, til dæmis með því að afnema virð­is­auka­skatt. Þannig megi stuðla að auknu aðgengi að þessum holl­ustu­vörum óháð efna­hag og auka þannig jöfnuð til heilsu.

Auglýsing

Þessi aðgerð er í for­gangi í áætl­un­inni þar sem þetta er tal­in sú aðgerð sem ber hvað mestan árangur til að draga úr ­syk­ur­neyslu, ­sér­stak­lega ­meðal barna og ung­menna. Kann­anir sýna að syk­ur­neysla hér á landi sé lang­t um­fram al­þjóð­legar ráð­legg­ingar og mikil í sam­an­burði við hin Norð­ur­lönd­in. Mikil syk­ur­neysla hef­ur á­hrif á heilsu­far lands­manna með til­heyr­andi kostn­aði og álagi á heil­brigð­is­kerf­ið.

Skipa starfs­hóp sem mun vinna að inn­leið­ingu áætl­un­ar­innar

Alls eru fjórtán aðgerðir í áætl­un­inni þar á meðal er aðgerð um að ­fylgja eftir tak­mörkun á aug­lýs­ingum sem beint er til barna, hvatn­ing til mat­væla­fram­leið­enda um fram­leiðslu á holl­ari mat­vörum og eft­ir­fylgd með merk­ingum vara sem inni­halda ­azo-lit­ar­efni sem selt er í lausu. 

Auk þess er lagt til að heil­brigð­is­fræðsla sé aukin á öllum skóla­stigum og boðið sé upp á holl­ari mat í íþrótta­mann­virkj­um. Sam­kvæmt umfjöllun Vísis var sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi síð­ast­lið­inn föstu­dag að skipa starfs­hóp þriggja ráðu­neyta sem vinna mun að inn­leið­ingu áætl­un­ar­inn­ar.

Meira úr sama flokkiInnlent