83,9 prósent kjósenda Samfylkingarinnar og 83 prósent kjósenda Viðreisnar eru hlynnt Borgarlínunni. 4,4 prósent kjósenda Samfylkingarinnar og 3,7 prósent kjósenda Viðreisnar eru andvíg. Þetta kemur fram í tilkynningu Maskínu um nýja rannsókn á þeirra vegum.
Kjósendur Pírata eru einnig jákvæðir gagnvart Borgarlínunni, þar sem 79,9 prósent þeirra eru hlynntir henni en einungis 2,5 prósent andvíg.
Miðflokkurinn er sá flokkur sem flestir kjósendur eru andvígir, það eru 73,9 prósent þeirra en einungis 9,1 prósent hlynnt. Næst á eftir kemur Framsóknarflokkurinn með 56,4 prósent kjósenda andvíg og svo Flokkur fólksins með 40,2 prósent kjósenda andvíg.
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins skiptast um það bil í þriðjunga þegar kemur að viðhorfi til Borgarlínunnar. 33,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynnt, 31 prósent hlynnt í meðallagi og 35,8 prósent eru andvíg Borgarlínunni.
Aldrei hafa fleiri Íslendingar verið hlynntir Borgarlínunni frá því mælingar hófust í byrjun árs 2018. Nú eru 54 prósent Íslendinga hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg. Konur eru jafnframt hlynntari henni en karlar og eru háskólamenntaðir jákvæðari en þeir sem hafa grunnskólapróf.