Segir það rörsýn að halda að RÚV eitt skýri stöðu einkarekinna fjölmiðla

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir að þingmenn sem vilji bíða með styrki til fjölmiðla þar til að staða RÚV sé endurskoðuð séu ekki gera einkareknum fjölmiðlum neina greiða. Hann segir að bregðast verði við stöðu þeirra strax.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, segir að þau sem ekki vilji styðja einka­rekna fjöl­miðla á Íslandi nema að staða RÚV verði end­ur­met­in, verði að svara því hvers vegna önnur Norð­ur­lönd styðji einka­rekna fjöl­miðla. Hann segir jafn­framt að staða einka­rekna fjöl­miðla sé alvar­leg um allan heim og því sé það mikil rör­sýn að halda að RÚV eitt skýri stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi. Þetta kemur fram í stöðu­færslu Kol­beins á Face­book. 

Segir að mik­ill meiri­hluti þings­ins vilji vernda RÚV

­Greint var frá því í dag að þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vilji sjá veru­­leg­­ar breyt­ing­­ar á fjöl­miðla­frum­varpi Lilju Alfreðs­dótt­­ur, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Lilja kynnti fjöl­miðla­frum­varpið fyrst í jan­úar síð­­ast­lið­num og í kjöl­farið var það sett inn í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda. Fjöl­margar athuga­­­semdir bár­ust við frum­varp­inu, meðal ann­­­ars frá flest öllum fjöl­miðlum lands­ins. Breyt­ingar voru í kjöl­farið gerðar á frum­varp­inu og nýtt fjöl­miðla­frum­varp kynnt á rík­is­stjórn­ar­fund­i í byrjun maí. Frum­varp­inu var dreift á Alþingi þann 20 maí en það komst þó ekki til umræðu á Alþingi áður en þingið fór í sum­ar­leyf­i. 

Bryn­­dís Har­alds­dótt­ir, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, segir í sam­tali við Frétta­­blaðið í dag að þótt frum­varpið hafi verið afgreitt út úr þing­­flokknum hafi verið sam­­staða um að það færi ekki í gegn á þessu þing­i. „Ég held að það sé alveg deg­inum ljós­ara að það voru ekki allir í þing­flokknum sáttir við frum­varpið eins og það var lagt fram. Ráð­herra fannst mik­il­vægt að leggja málið fram svo það fengi kynn­ingu og ein­hverja umræðu. Það yrði svo verk­efni næsta þings að ná þessu í gegn,“ segir Bryn­dís.

Auglýsing

Þá segir Óli Björn Kára­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, í sam­tali við blaðið að það verði að taka á þátt­­töku RÚV á sam­keppn­is­­mark­aði. „Ef það er ein­hver alvara í því að styrkja stöðu sjálf­stæðra fjöl­miðla þá verða menn að taka á þátt­töku RÚV á sam­keppn­is­mark­aði þar sem það nýtur yfir­burða. Það verður að jafna leik­völl­inn,“ segir Óli Björn. Hann segir hins vegar að mik­ill meiri­hlut­i ­­þings­ins vilji vernda RÚV. 

Ekki að gera einka­reknum fjöl­miðlum neina greiða

Kol­beinn svarar þessum ummælum þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins í stöðu­færslu á Face­book í dag. Þar segir hann að Ísland sé eina Norð­ur­landa­þjóð­in ­sem veitir ekki beina eða ó­beina ­styrki til einka­rek­inna ­fjöl­miðla. „Þau sem ekki vilja styðja einka­rekna fjöl­miðla á Íslandi nema að staða Rúv verði end­ur­met­in, verða að svara því hvers vegna önnur Norð­ur­lönd styðji einka­rekna fjöl­miðla, þrátt fyrir að staða rík­is­fjöl­miðla sé mjög ólík eftir lönd­un­um,“ segir Kol­beinn. 

Hann segir jafn­framt að staða Rúv, umfang og eðli starf­sem­inn­ar, sé sér­stakt mál sem sjálf­sagt er að ræða en að umræða um stöðu Rúv verði hins vegar ekki hrist fram úr erminni og hvað þá „sem redd­ing í tengslum við stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla“. Hann segir að staðan kall­i á umfangs­mikla skoðun og að sú skoðun megi ekki skila öðru en öfl­ugu Rík­is­út­varpi.

Kol­beinn bendir á að staða einka­rek­inna fjöl­miðla sé alvar­leg um allan heim og að halda að RÚV eitt skýri stöð­una á Íslandi sé mik­il rör­sýn. „­Þing­menn ­sem vilja bíða með styrki til fjöl­miðla þar til slíkri skoðun er lokið eru ekki að gera einka­reknum fjöl­miðlum neina greiða. Staða þeirra er þannig að það þarf að bregð­ast við strax. Og til árétt­ing­ar, þá er staða einka­rek­inna fjöl­miðla alvar­leg um heim all­an. Að halda að Rúv eitt skýri stöð­una á Íslandi er mikil rör­sýn.“

Ís­land er eina Norð­ur­landa­þjóðin sem veitir ekki beina eða óbeina styrki til einka­rek­inna fjölmiðla. Þau sem ekki...

Posted by Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé on Monday, June 24, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent