Segir það rörsýn að halda að RÚV eitt skýri stöðu einkarekinna fjölmiðla

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir að þingmenn sem vilji bíða með styrki til fjölmiðla þar til að staða RÚV sé endurskoðuð séu ekki gera einkareknum fjölmiðlum neina greiða. Hann segir að bregðast verði við stöðu þeirra strax.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, segir að þau sem ekki vilji styðja einka­rekna fjöl­miðla á Íslandi nema að staða RÚV verði end­ur­met­in, verði að svara því hvers vegna önnur Norð­ur­lönd styðji einka­rekna fjöl­miðla. Hann segir jafn­framt að staða einka­rekna fjöl­miðla sé alvar­leg um allan heim og því sé það mikil rör­sýn að halda að RÚV eitt skýri stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi. Þetta kemur fram í stöðu­færslu Kol­beins á Face­book. 

Segir að mik­ill meiri­hluti þings­ins vilji vernda RÚV

­Greint var frá því í dag að þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vilji sjá veru­­leg­­ar breyt­ing­­ar á fjöl­miðla­frum­varpi Lilju Alfreðs­dótt­­ur, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Lilja kynnti fjöl­miðla­frum­varpið fyrst í jan­úar síð­­ast­lið­num og í kjöl­farið var það sett inn í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda. Fjöl­margar athuga­­­semdir bár­ust við frum­varp­inu, meðal ann­­­ars frá flest öllum fjöl­miðlum lands­ins. Breyt­ingar voru í kjöl­farið gerðar á frum­varp­inu og nýtt fjöl­miðla­frum­varp kynnt á rík­is­stjórn­ar­fund­i í byrjun maí. Frum­varp­inu var dreift á Alþingi þann 20 maí en það komst þó ekki til umræðu á Alþingi áður en þingið fór í sum­ar­leyf­i. 

Bryn­­dís Har­alds­dótt­ir, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, segir í sam­tali við Frétta­­blaðið í dag að þótt frum­varpið hafi verið afgreitt út úr þing­­flokknum hafi verið sam­­staða um að það færi ekki í gegn á þessu þing­i. „Ég held að það sé alveg deg­inum ljós­ara að það voru ekki allir í þing­flokknum sáttir við frum­varpið eins og það var lagt fram. Ráð­herra fannst mik­il­vægt að leggja málið fram svo það fengi kynn­ingu og ein­hverja umræðu. Það yrði svo verk­efni næsta þings að ná þessu í gegn,“ segir Bryn­dís.

Auglýsing

Þá segir Óli Björn Kára­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, í sam­tali við blaðið að það verði að taka á þátt­­töku RÚV á sam­keppn­is­­mark­aði. „Ef það er ein­hver alvara í því að styrkja stöðu sjálf­stæðra fjöl­miðla þá verða menn að taka á þátt­töku RÚV á sam­keppn­is­mark­aði þar sem það nýtur yfir­burða. Það verður að jafna leik­völl­inn,“ segir Óli Björn. Hann segir hins vegar að mik­ill meiri­hlut­i ­­þings­ins vilji vernda RÚV. 

Ekki að gera einka­reknum fjöl­miðlum neina greiða

Kol­beinn svarar þessum ummælum þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins í stöðu­færslu á Face­book í dag. Þar segir hann að Ísland sé eina Norð­ur­landa­þjóð­in ­sem veitir ekki beina eða ó­beina ­styrki til einka­rek­inna ­fjöl­miðla. „Þau sem ekki vilja styðja einka­rekna fjöl­miðla á Íslandi nema að staða Rúv verði end­ur­met­in, verða að svara því hvers vegna önnur Norð­ur­lönd styðji einka­rekna fjöl­miðla, þrátt fyrir að staða rík­is­fjöl­miðla sé mjög ólík eftir lönd­un­um,“ segir Kol­beinn. 

Hann segir jafn­framt að staða Rúv, umfang og eðli starf­sem­inn­ar, sé sér­stakt mál sem sjálf­sagt er að ræða en að umræða um stöðu Rúv verði hins vegar ekki hrist fram úr erminni og hvað þá „sem redd­ing í tengslum við stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla“. Hann segir að staðan kall­i á umfangs­mikla skoðun og að sú skoðun megi ekki skila öðru en öfl­ugu Rík­is­út­varpi.

Kol­beinn bendir á að staða einka­rek­inna fjöl­miðla sé alvar­leg um allan heim og að halda að RÚV eitt skýri stöð­una á Íslandi sé mik­il rör­sýn. „­Þing­menn ­sem vilja bíða með styrki til fjöl­miðla þar til slíkri skoðun er lokið eru ekki að gera einka­reknum fjöl­miðlum neina greiða. Staða þeirra er þannig að það þarf að bregð­ast við strax. Og til árétt­ing­ar, þá er staða einka­rek­inna fjöl­miðla alvar­leg um heim all­an. Að halda að Rúv eitt skýri stöð­una á Íslandi er mikil rör­sýn.“

Ís­land er eina Norð­ur­landa­þjóðin sem veitir ekki beina eða óbeina styrki til einka­rek­inna fjölmiðla. Þau sem ekki...

Posted by Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé on Monday, June 24, 2019


Þórður Snær Júlíusson
Tækifærið er núna
Kjarninn 23. ágúst 2019
WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent