Krónan sögð í „veikara lagi“

Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.

krónan mynd: Almenni lífeyrissjóðurinn
Auglýsing

Helsti óvissu­þátt­ur­inn þegar kemur að verð­bólg­unni í hag­kerf­inu snýr að gengi krón­unnar og hvernig það mun þró­ast næstu miss­eri. Sé horft rúm­lega ár aftur í tím­ann þá hefur gengi krón­unnar veikst um rúm­lega 15 pró­sent gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal, en mesta og hrað­asta tíma­bil veik­ing­ar­innar kom undir lok síð­asta árs, þegar ljóst var að brestir voru komnir í rekstur WOW air. 

Eftir fall félag­isns hefur krónan veikst gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um, en þó ekki mik­ið. Evran kostar nú 142 krónur og Banda­ríkja­dalur 125. Þegar krónan var sterk­ust í fyrra kost­aði evran rúm­lega 120 krónur og Banda­ríkja­dalur um 100 krón­ur. 

Seðla­banki Íslands lækk­aði í dag vexti niður í 3,75 pró­sent, og búast flestir grein­endur við því að vextir muni halda áfram að lækka. Verð­bólga er nú 3,3 pró­sent, og gerir spá Seðla­bank­ans ráð fyrir að hún fari niður á við, og verði um 2,9 pró­sent áður en langt um líð­ur.

Auglýsing

Í umfjöllun grein­ing­ar­deildar Arion banka er fjallað um geng­is­þróun krón­unn­ar, og segir meðal ann­ars að stund­ar­gengi hennar sé nú 4,2 pró­sent veik­ara en spá Seðla­bank­ans, sem kom út fyrir rúm­lega mán­uði síð­an, gerir ráð fyrir að verði árs­með­al­tal henn­ar. „Krónan veikt­ist nokkuð í kjöl­far birt­ingu talna um 24% fækkun ferða­manna í maí enda nemur fækk­unin nú á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins 11,2% þrátt fyrir að aðeins séu komnir tveir mán­uðir án WOW air. Áður en þessar tölur komu fram hafði Seðla­bank­inn spáð 10,5% sam­drætti í komum ferða­manna, sem að okkar mati var býsna bjart­sýnt og teljum við ólík­legt að sú spá gangi eftir úr þessu. Það má leiða líkur að því að nýj­ustu ferða­manna­tölur hafi haft áhrif á vænt­ingar þátt­tak­enda á gjald­eyr­is­mark­aði með til­heyr­andi veik­ing­ar­á­hrifum á krón­una. Auk þess sýn­ast okkur tölur um inn­lenda fjár­fest­ingu erlendra aðila gefa til kynna minna inn­streymi í innlenda vexti heldur en við mátti búast við lækkun bindi­skyldu í 0% sem skýrist þó e.t.v. m.a. af minnk­andi vaxta­mun. Ásamt því hefur útflæði aflandskróna upp á 15 ma.kr í kjöl­far þess að aflandskrónu­frum­varpið var sam­þykkt í byrjun mars ýtt undir veik­ingu krón­unn­ar, þrátt fyrir að Seðla­bank­inn hafi stutt við hana með inn­gripum fyrir um helm­ing þeirrar upp­hæð­ar. 

Þeir þættir sem gætu aftur á móti stutt við krón­una þegar litið er fram á veg­inn eru minna útflæði líf­eyr­is­sjóða í erlendar eign­ir, minni kaup Íslend­inga á erlendum verð­bréf­um, horfur á meiri við­skipta­af­gangi en við höfðum gert ráð fyrir og auð­vitað beit­ing gjald­eyr­is­forð­ans. Að okkar mati er krónan í veik­ara lagi m.v. und­ir­liggj­andi efna­hags­stærðir en geng­is­þróun næstu mán­aða mun ráð­ast af sam­spili þess­ara flæði­stærða,“ segir í umfjöllun grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar.

Hag­spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir 0,4 pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári, en hag­vöxtur í fyrra var 4,6 pró­sent sam­kvæmt bráða­birgða­tölum Hag­stofu Íslands.

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent