Krónan sögð í „veikara lagi“

Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.

krónan mynd: Almenni lífeyrissjóðurinn
Auglýsing

Helsti óvissu­þátt­ur­inn þegar kemur að verð­bólg­unni í hag­kerf­inu snýr að gengi krón­unnar og hvernig það mun þró­ast næstu miss­eri. Sé horft rúm­lega ár aftur í tím­ann þá hefur gengi krón­unnar veikst um rúm­lega 15 pró­sent gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal, en mesta og hrað­asta tíma­bil veik­ing­ar­innar kom undir lok síð­asta árs, þegar ljóst var að brestir voru komnir í rekstur WOW air. 

Eftir fall félag­isns hefur krónan veikst gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um, en þó ekki mik­ið. Evran kostar nú 142 krónur og Banda­ríkja­dalur 125. Þegar krónan var sterk­ust í fyrra kost­aði evran rúm­lega 120 krónur og Banda­ríkja­dalur um 100 krón­ur. 

Seðla­banki Íslands lækk­aði í dag vexti niður í 3,75 pró­sent, og búast flestir grein­endur við því að vextir muni halda áfram að lækka. Verð­bólga er nú 3,3 pró­sent, og gerir spá Seðla­bank­ans ráð fyrir að hún fari niður á við, og verði um 2,9 pró­sent áður en langt um líð­ur.

Auglýsing

Í umfjöllun grein­ing­ar­deildar Arion banka er fjallað um geng­is­þróun krón­unn­ar, og segir meðal ann­ars að stund­ar­gengi hennar sé nú 4,2 pró­sent veik­ara en spá Seðla­bank­ans, sem kom út fyrir rúm­lega mán­uði síð­an, gerir ráð fyrir að verði árs­með­al­tal henn­ar. „Krónan veikt­ist nokkuð í kjöl­far birt­ingu talna um 24% fækkun ferða­manna í maí enda nemur fækk­unin nú á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins 11,2% þrátt fyrir að aðeins séu komnir tveir mán­uðir án WOW air. Áður en þessar tölur komu fram hafði Seðla­bank­inn spáð 10,5% sam­drætti í komum ferða­manna, sem að okkar mati var býsna bjart­sýnt og teljum við ólík­legt að sú spá gangi eftir úr þessu. Það má leiða líkur að því að nýj­ustu ferða­manna­tölur hafi haft áhrif á vænt­ingar þátt­tak­enda á gjald­eyr­is­mark­aði með til­heyr­andi veik­ing­ar­á­hrifum á krón­una. Auk þess sýn­ast okkur tölur um inn­lenda fjár­fest­ingu erlendra aðila gefa til kynna minna inn­streymi í innlenda vexti heldur en við mátti búast við lækkun bindi­skyldu í 0% sem skýrist þó e.t.v. m.a. af minnk­andi vaxta­mun. Ásamt því hefur útflæði aflandskróna upp á 15 ma.kr í kjöl­far þess að aflandskrónu­frum­varpið var sam­þykkt í byrjun mars ýtt undir veik­ingu krón­unn­ar, þrátt fyrir að Seðla­bank­inn hafi stutt við hana með inn­gripum fyrir um helm­ing þeirrar upp­hæð­ar. 

Þeir þættir sem gætu aftur á móti stutt við krón­una þegar litið er fram á veg­inn eru minna útflæði líf­eyr­is­sjóða í erlendar eign­ir, minni kaup Íslend­inga á erlendum verð­bréf­um, horfur á meiri við­skipta­af­gangi en við höfðum gert ráð fyrir og auð­vitað beit­ing gjald­eyr­is­forð­ans. Að okkar mati er krónan í veik­ara lagi m.v. und­ir­liggj­andi efna­hags­stærðir en geng­is­þróun næstu mán­aða mun ráð­ast af sam­spili þess­ara flæði­stærða,“ segir í umfjöllun grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar.

Hag­spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir 0,4 pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári, en hag­vöxtur í fyrra var 4,6 pró­sent sam­kvæmt bráða­birgða­tölum Hag­stofu Íslands.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent