Krónan sögð í „veikara lagi“

Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.

krónan mynd: Almenni lífeyrissjóðurinn
Auglýsing

Helsti óvissuþátturinn þegar kemur að verðbólgunni í hagkerfinu snýr að gengi krónunnar og hvernig það mun þróast næstu misseri. Sé horft rúmlega ár aftur í tímann þá hefur gengi krónunnar veikst um rúmlega 15 prósent gagnvart evru og Bandaríkjadal, en mesta og hraðasta tímabil veikingarinnar kom undir lok síðasta árs, þegar ljóst var að brestir voru komnir í rekstur WOW air. 

Eftir fall félagisns hefur krónan veikst gagnvart helstu viðskiptamyntum, en þó ekki mikið. Evran kostar nú 142 krónur og Bandaríkjadalur 125. Þegar krónan var sterkust í fyrra kostaði evran rúmlega 120 krónur og Bandaríkjadalur um 100 krónur. 

Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti niður í 3,75 prósent, og búast flestir greinendur við því að vextir muni halda áfram að lækka. Verðbólga er nú 3,3 prósent, og gerir spá Seðlabankans ráð fyrir að hún fari niður á við, og verði um 2,9 prósent áður en langt um líður.

Auglýsing

Í umfjöllun greiningardeildar Arion banka er fjallað um gengisþróun krónunnar, og segir meðal annars að stundargengi hennar sé nú 4,2 prósent veikara en spá Seðlabankans, sem kom út fyrir rúmlega mánuði síðan, gerir ráð fyrir að verði ársmeðaltal hennar. „Krónan veiktist nokkuð í kjölfar birtingu talna um 24% fækkun ferðamanna í maí enda nemur fækkunin nú á fyrstu fimm mánuðum ársins 11,2% þrátt fyrir að aðeins séu komnir tveir mánuðir án WOW air. Áður en þessar tölur komu fram hafði Seðlabankinn spáð 10,5% samdrætti í komum ferðamanna, sem að okkar mati var býsna bjartsýnt og teljum við ólíklegt að sú spá gangi eftir úr þessu. Það má leiða líkur að því að nýjustu ferðamannatölur hafi haft áhrif á væntingar þátttakenda á gjaldeyrismarkaði með tilheyrandi veikingaráhrifum á krónuna. Auk þess sýnast okkur tölur um innlenda fjárfestingu erlendra aðila gefa til kynna minna innstreymi í innlenda vexti heldur en við mátti búast við lækkun bindiskyldu í 0% sem skýrist þó e.t.v. m.a. af minnkandi vaxtamun. Ásamt því hefur útflæði aflandskróna upp á 15 ma.kr í kjölfar þess að aflandskrónufrumvarpið var samþykkt í byrjun mars ýtt undir veikingu krónunnar, þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi stutt við hana með inngripum fyrir um helming þeirrar upphæðar. 

Þeir þættir sem gætu aftur á móti stutt við krónuna þegar litið er fram á veginn eru minna útflæði lífeyrissjóða í erlendar eignir, minni kaup Íslendinga á erlendum verðbréfum, horfur á meiri viðskiptaafgangi en við höfðum gert ráð fyrir og auðvitað beiting gjaldeyrisforðans. Að okkar mati er krónan í veikara lagi m.v. undirliggjandi efnahagsstærðir en gengisþróun næstu mánaða mun ráðast af samspili þessara flæðistærða,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar.

Hagspá Seðlabanka Íslands gerir ráð fyrir 0,4 prósent samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári, en hagvöxtur í fyrra var 4,6 prósent samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent