Krónan sögð í „veikara lagi“

Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.

krónan mynd: Almenni lífeyrissjóðurinn
Auglýsing

Helsti óvissuþátturinn þegar kemur að verðbólgunni í hagkerfinu snýr að gengi krónunnar og hvernig það mun þróast næstu misseri. Sé horft rúmlega ár aftur í tímann þá hefur gengi krónunnar veikst um rúmlega 15 prósent gagnvart evru og Bandaríkjadal, en mesta og hraðasta tímabil veikingarinnar kom undir lok síðasta árs, þegar ljóst var að brestir voru komnir í rekstur WOW air. 

Eftir fall félagisns hefur krónan veikst gagnvart helstu viðskiptamyntum, en þó ekki mikið. Evran kostar nú 142 krónur og Bandaríkjadalur 125. Þegar krónan var sterkust í fyrra kostaði evran rúmlega 120 krónur og Bandaríkjadalur um 100 krónur. 

Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti niður í 3,75 prósent, og búast flestir greinendur við því að vextir muni halda áfram að lækka. Verðbólga er nú 3,3 prósent, og gerir spá Seðlabankans ráð fyrir að hún fari niður á við, og verði um 2,9 prósent áður en langt um líður.

Auglýsing

Í umfjöllun greiningardeildar Arion banka er fjallað um gengisþróun krónunnar, og segir meðal annars að stundargengi hennar sé nú 4,2 prósent veikara en spá Seðlabankans, sem kom út fyrir rúmlega mánuði síðan, gerir ráð fyrir að verði ársmeðaltal hennar. „Krónan veiktist nokkuð í kjölfar birtingu talna um 24% fækkun ferðamanna í maí enda nemur fækkunin nú á fyrstu fimm mánuðum ársins 11,2% þrátt fyrir að aðeins séu komnir tveir mánuðir án WOW air. Áður en þessar tölur komu fram hafði Seðlabankinn spáð 10,5% samdrætti í komum ferðamanna, sem að okkar mati var býsna bjartsýnt og teljum við ólíklegt að sú spá gangi eftir úr þessu. Það má leiða líkur að því að nýjustu ferðamannatölur hafi haft áhrif á væntingar þátttakenda á gjaldeyrismarkaði með tilheyrandi veikingaráhrifum á krónuna. Auk þess sýnast okkur tölur um innlenda fjárfestingu erlendra aðila gefa til kynna minna innstreymi í innlenda vexti heldur en við mátti búast við lækkun bindiskyldu í 0% sem skýrist þó e.t.v. m.a. af minnkandi vaxtamun. Ásamt því hefur útflæði aflandskróna upp á 15 ma.kr í kjölfar þess að aflandskrónufrumvarpið var samþykkt í byrjun mars ýtt undir veikingu krónunnar, þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi stutt við hana með inngripum fyrir um helming þeirrar upphæðar. 

Þeir þættir sem gætu aftur á móti stutt við krónuna þegar litið er fram á veginn eru minna útflæði lífeyrissjóða í erlendar eignir, minni kaup Íslendinga á erlendum verðbréfum, horfur á meiri viðskiptaafgangi en við höfðum gert ráð fyrir og auðvitað beiting gjaldeyrisforðans. Að okkar mati er krónan í veikara lagi m.v. undirliggjandi efnahagsstærðir en gengisþróun næstu mánaða mun ráðast af samspili þessara flæðistærða,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar.

Hagspá Seðlabanka Íslands gerir ráð fyrir 0,4 prósent samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári, en hagvöxtur í fyrra var 4,6 prósent samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent