Krónan sögð í „veikara lagi“

Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.

krónan mynd: Almenni lífeyrissjóðurinn
Auglýsing

Helsti óvissu­þátt­ur­inn þegar kemur að verð­bólg­unni í hag­kerf­inu snýr að gengi krón­unnar og hvernig það mun þró­ast næstu miss­eri. Sé horft rúm­lega ár aftur í tím­ann þá hefur gengi krón­unnar veikst um rúm­lega 15 pró­sent gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal, en mesta og hrað­asta tíma­bil veik­ing­ar­innar kom undir lok síð­asta árs, þegar ljóst var að brestir voru komnir í rekstur WOW air. 

Eftir fall félag­isns hefur krónan veikst gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um, en þó ekki mik­ið. Evran kostar nú 142 krónur og Banda­ríkja­dalur 125. Þegar krónan var sterk­ust í fyrra kost­aði evran rúm­lega 120 krónur og Banda­ríkja­dalur um 100 krón­ur. 

Seðla­banki Íslands lækk­aði í dag vexti niður í 3,75 pró­sent, og búast flestir grein­endur við því að vextir muni halda áfram að lækka. Verð­bólga er nú 3,3 pró­sent, og gerir spá Seðla­bank­ans ráð fyrir að hún fari niður á við, og verði um 2,9 pró­sent áður en langt um líð­ur.

Auglýsing

Í umfjöllun grein­ing­ar­deildar Arion banka er fjallað um geng­is­þróun krón­unn­ar, og segir meðal ann­ars að stund­ar­gengi hennar sé nú 4,2 pró­sent veik­ara en spá Seðla­bank­ans, sem kom út fyrir rúm­lega mán­uði síð­an, gerir ráð fyrir að verði árs­með­al­tal henn­ar. „Krónan veikt­ist nokkuð í kjöl­far birt­ingu talna um 24% fækkun ferða­manna í maí enda nemur fækk­unin nú á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins 11,2% þrátt fyrir að aðeins séu komnir tveir mán­uðir án WOW air. Áður en þessar tölur komu fram hafði Seðla­bank­inn spáð 10,5% sam­drætti í komum ferða­manna, sem að okkar mati var býsna bjart­sýnt og teljum við ólík­legt að sú spá gangi eftir úr þessu. Það má leiða líkur að því að nýj­ustu ferða­manna­tölur hafi haft áhrif á vænt­ingar þátt­tak­enda á gjald­eyr­is­mark­aði með til­heyr­andi veik­ing­ar­á­hrifum á krón­una. Auk þess sýn­ast okkur tölur um inn­lenda fjár­fest­ingu erlendra aðila gefa til kynna minna inn­streymi í innlenda vexti heldur en við mátti búast við lækkun bindi­skyldu í 0% sem skýrist þó e.t.v. m.a. af minnk­andi vaxta­mun. Ásamt því hefur útflæði aflandskróna upp á 15 ma.kr í kjöl­far þess að aflandskrónu­frum­varpið var sam­þykkt í byrjun mars ýtt undir veik­ingu krón­unn­ar, þrátt fyrir að Seðla­bank­inn hafi stutt við hana með inn­gripum fyrir um helm­ing þeirrar upp­hæð­ar. 

Þeir þættir sem gætu aftur á móti stutt við krón­una þegar litið er fram á veg­inn eru minna útflæði líf­eyr­is­sjóða í erlendar eign­ir, minni kaup Íslend­inga á erlendum verð­bréf­um, horfur á meiri við­skipta­af­gangi en við höfðum gert ráð fyrir og auð­vitað beit­ing gjald­eyr­is­forð­ans. Að okkar mati er krónan í veik­ara lagi m.v. und­ir­liggj­andi efna­hags­stærðir en geng­is­þróun næstu mán­aða mun ráð­ast af sam­spili þess­ara flæði­stærða,“ segir í umfjöllun grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar.

Hag­spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir 0,4 pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári, en hag­vöxtur í fyrra var 4,6 pró­sent sam­kvæmt bráða­birgða­tölum Hag­stofu Íslands.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent