Krónan sögð í „veikara lagi“

Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.

krónan mynd: Almenni lífeyrissjóðurinn
Auglýsing

Helsti óvissu­þátt­ur­inn þegar kemur að verð­bólg­unni í hag­kerf­inu snýr að gengi krón­unnar og hvernig það mun þró­ast næstu miss­eri. Sé horft rúm­lega ár aftur í tím­ann þá hefur gengi krón­unnar veikst um rúm­lega 15 pró­sent gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal, en mesta og hrað­asta tíma­bil veik­ing­ar­innar kom undir lok síð­asta árs, þegar ljóst var að brestir voru komnir í rekstur WOW air. 

Eftir fall félag­isns hefur krónan veikst gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um, en þó ekki mik­ið. Evran kostar nú 142 krónur og Banda­ríkja­dalur 125. Þegar krónan var sterk­ust í fyrra kost­aði evran rúm­lega 120 krónur og Banda­ríkja­dalur um 100 krón­ur. 

Seðla­banki Íslands lækk­aði í dag vexti niður í 3,75 pró­sent, og búast flestir grein­endur við því að vextir muni halda áfram að lækka. Verð­bólga er nú 3,3 pró­sent, og gerir spá Seðla­bank­ans ráð fyrir að hún fari niður á við, og verði um 2,9 pró­sent áður en langt um líð­ur.

Auglýsing

Í umfjöllun grein­ing­ar­deildar Arion banka er fjallað um geng­is­þróun krón­unn­ar, og segir meðal ann­ars að stund­ar­gengi hennar sé nú 4,2 pró­sent veik­ara en spá Seðla­bank­ans, sem kom út fyrir rúm­lega mán­uði síð­an, gerir ráð fyrir að verði árs­með­al­tal henn­ar. „Krónan veikt­ist nokkuð í kjöl­far birt­ingu talna um 24% fækkun ferða­manna í maí enda nemur fækk­unin nú á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins 11,2% þrátt fyrir að aðeins séu komnir tveir mán­uðir án WOW air. Áður en þessar tölur komu fram hafði Seðla­bank­inn spáð 10,5% sam­drætti í komum ferða­manna, sem að okkar mati var býsna bjart­sýnt og teljum við ólík­legt að sú spá gangi eftir úr þessu. Það má leiða líkur að því að nýj­ustu ferða­manna­tölur hafi haft áhrif á vænt­ingar þátt­tak­enda á gjald­eyr­is­mark­aði með til­heyr­andi veik­ing­ar­á­hrifum á krón­una. Auk þess sýn­ast okkur tölur um inn­lenda fjár­fest­ingu erlendra aðila gefa til kynna minna inn­streymi í innlenda vexti heldur en við mátti búast við lækkun bindi­skyldu í 0% sem skýrist þó e.t.v. m.a. af minnk­andi vaxta­mun. Ásamt því hefur útflæði aflandskróna upp á 15 ma.kr í kjöl­far þess að aflandskrónu­frum­varpið var sam­þykkt í byrjun mars ýtt undir veik­ingu krón­unn­ar, þrátt fyrir að Seðla­bank­inn hafi stutt við hana með inn­gripum fyrir um helm­ing þeirrar upp­hæð­ar. 

Þeir þættir sem gætu aftur á móti stutt við krón­una þegar litið er fram á veg­inn eru minna útflæði líf­eyr­is­sjóða í erlendar eign­ir, minni kaup Íslend­inga á erlendum verð­bréf­um, horfur á meiri við­skipta­af­gangi en við höfðum gert ráð fyrir og auð­vitað beit­ing gjald­eyr­is­forð­ans. Að okkar mati er krónan í veik­ara lagi m.v. und­ir­liggj­andi efna­hags­stærðir en geng­is­þróun næstu mán­aða mun ráð­ast af sam­spili þess­ara flæði­stærða,“ segir í umfjöllun grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar.

Hag­spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir 0,4 pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári, en hag­vöxtur í fyrra var 4,6 pró­sent sam­kvæmt bráða­birgða­tölum Hag­stofu Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Diljá Ámundadóttir Zoega
Er menning ein af grunnþörfum mannsins?
Kjarninn 21. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fjölgun smita áhyggjuefni – fólk með einkenni gengur fyrir
Gríðarleg ásókn er í sýnatökur vegna kórónuveirunnar og biðlar landlæknir til þeirra sem eru einkennalausir að bóka ekki tíma. Þeir sem eru með einkenni verði að ganga fyrir.
Kjarninn 21. september 2020
Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Per Bolund, viðskipta- og húsnæðismálaráðherra, á kynningu frumvarpsins í morgun.
Norðurlöndin dæla peningum til að berjast gegn kórónukreppunni
Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa tilkynnt miklar útgjaldaaukningar til að berjast gegn efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar á síðustu vikum.
Kjarninn 21. september 2020
Greindum smitum af kórónuveirunni hefur fjölgað umtalsvert síðustu daga.
Tæplega 200 smit á sex dögum
Í gær greindust þrjátíu ný tilfelli af COVID-19 hér á landi og hafa því 196 smit verið greind á sex dögum. Um helgina voru vínveitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu lokaðir til að reyna að hægja á útbreiðslu faraldursins.
Kjarninn 21. september 2020
Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator
Novator selur hlut sinn í Play
Fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur ákveðið að selja fjarskiptafyrirtækið Play, sem félagið stofnaði árið 2005.
Kjarninn 21. september 2020
Fjölgun smita í Bretlandi er uggvænleg og stjórnvöld vilja bregðast við án þess að grípa til sömu hörðu aðgerðanna og gert var síðasta vetur.
„Við erum komin á hættuslóðir“
Fólk verður að fylgja reglunum, segja forsætis- og heilbrigðisráðherra Bretlands. Fólk verður skikkað í einangrun og sóttkví með lögum og brjóti það þau verður háum fjársektum beitt. Varnaðarorðin líkjast flóðbylgjuviðvörun í annarri bylgju faraldursins.
Kjarninn 21. september 2020
Kerfið á Vestfjörðum er viðkvæmt fyrir veðri og vindum.
Telur „jó-jó tímabili“ vegna Hvalárvirkjunar lokið
Vandamálin í raforkukerfinu á Vestfjörðum snúast ekki um orkuskort heldur afhendingaröryggi. Um þetta eru verkefnisstjóri hjá Landsneti og fulltrúi Jarðstrengja sammála. Sá síðarnefndi telur „jó-jó tímabili“ sem fylgdi Hvalárvirkjun lokið.
Kjarninn 21. september 2020
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent