Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar

Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.

hlýnun
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti lands­manna hefur áhyggjur af hlýnun jarð­ar, sam­kvæmt nýrri könnun MMR. Þar sögð­ust alls 68 pró­sent aðspurðra hafa mjög miklar eða frekar miklar áhyggjur en ein­ungis ell­efu pró­sent kváð­ust hafa litlar áhyggj­ur.

Áhyggjur fólks eru mis­mun­andi miklar eftir því hvaða stjórn­mála­flokka það seg­ist kjósa. Þannig hafa 96 pró­sent þeirra sem kjósa Sam­fylk­ing­una miklar áhyggjur af stöðu mála og 89 pró­sent þeirra sem kjósa Vinstri græn. 

Auglýsing
Umtalsverður meiri­hluti vænt­an­legra kjós­enda Við­reisnar (78 pró­sent með miklar áhyggjur en sjö pró­sent með litl­ar), Pírata (tæp­lega 78 pró­sent með miklar áhyggjur en þrjú pró­sent með litl­ar), Sjálf­stæð­is­flokks (60 pró­sent með miklar áhyggjur en 12 pró­sent með litl­ar) og Fram­sókn­ar­flokks (51 pró­sent með miklar áhyggjur en 24 pró­sent litl­ar) hafa meiri áhyggjur af loft­lags­vand­anum en litl­ar. 

Þeir sem kjósa Mið­flokk­inn sjá hlut­ina aðeins öðrum lit­um. Þar segj­ast 39 pró­sent hafa miklar áhyggjur en 36 pró­sent litlar áhyggj­ur. Þing­maður flokks­ins, Birgir Þór­ar­ins­son, gerði umræð­una um að loft­lags­mál væru af manna­völdum að umtals­efni á Alþingi fyrr í þessum mán­uði. Í frásögn Stund­ar­innar af mál­flutn­ingnum kom fram vilji Birgis til að sjón­ar­mið þeirra vís­inda­manna sem telja loft­lags­breyt­ingar ekki vera af manna­völdum yrðu kennd í grunn- og fram­halds­skólum lands­ins. 

Stuðn­ings­menn Flokks fólks­ins koma næstir í áhyggju­leysi, en 28 pró­sent þeirra hafa litlar áhyggjur af stöðu mála á meðan að 52 pró­sent hafa miklar áhyggj­ur. 

Konur hafa meiri áhyggjur af hlýnun jarðar en karl­ar. Alls egj­ast 76 pró­sent þeirra hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur af stöð­unni en 60 pró­sent karla.

Áhyggjur af hlýnun jarðar voru hvað mestar hjá yngsta og elsta ald­urs­hópn­um. Alls sögð­ust 77 pró­sent fólks á aldr­inum 18 til 29 ára hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur og 70 pró­sent aðspurðra sem voru 68 ára og eldri.

Þá voru íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins áhyggju­fyllri en þeir sem búa á lands­byggð­inni.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent