Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar

Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.

hlýnun
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti lands­manna hefur áhyggjur af hlýnun jarð­ar, sam­kvæmt nýrri könnun MMR. Þar sögð­ust alls 68 pró­sent aðspurðra hafa mjög miklar eða frekar miklar áhyggjur en ein­ungis ell­efu pró­sent kváð­ust hafa litlar áhyggj­ur.

Áhyggjur fólks eru mis­mun­andi miklar eftir því hvaða stjórn­mála­flokka það seg­ist kjósa. Þannig hafa 96 pró­sent þeirra sem kjósa Sam­fylk­ing­una miklar áhyggjur af stöðu mála og 89 pró­sent þeirra sem kjósa Vinstri græn. 

Auglýsing
Umtalsverður meiri­hluti vænt­an­legra kjós­enda Við­reisnar (78 pró­sent með miklar áhyggjur en sjö pró­sent með litl­ar), Pírata (tæp­lega 78 pró­sent með miklar áhyggjur en þrjú pró­sent með litl­ar), Sjálf­stæð­is­flokks (60 pró­sent með miklar áhyggjur en 12 pró­sent með litl­ar) og Fram­sókn­ar­flokks (51 pró­sent með miklar áhyggjur en 24 pró­sent litl­ar) hafa meiri áhyggjur af loft­lags­vand­anum en litl­ar. 

Þeir sem kjósa Mið­flokk­inn sjá hlut­ina aðeins öðrum lit­um. Þar segj­ast 39 pró­sent hafa miklar áhyggjur en 36 pró­sent litlar áhyggj­ur. Þing­maður flokks­ins, Birgir Þór­ar­ins­son, gerði umræð­una um að loft­lags­mál væru af manna­völdum að umtals­efni á Alþingi fyrr í þessum mán­uði. Í frásögn Stund­ar­innar af mál­flutn­ingnum kom fram vilji Birgis til að sjón­ar­mið þeirra vís­inda­manna sem telja loft­lags­breyt­ingar ekki vera af manna­völdum yrðu kennd í grunn- og fram­halds­skólum lands­ins. 

Stuðn­ings­menn Flokks fólks­ins koma næstir í áhyggju­leysi, en 28 pró­sent þeirra hafa litlar áhyggjur af stöðu mála á meðan að 52 pró­sent hafa miklar áhyggj­ur. 

Konur hafa meiri áhyggjur af hlýnun jarðar en karl­ar. Alls segj­ast 76 pró­sent þeirra hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur af stöð­unni en 60 pró­sent karla.

Áhyggjur af hlýnun jarðar voru hvað mestar hjá yngsta og elsta ald­urs­hópn­um. Alls sögð­ust 77 pró­sent fólks á aldr­inum 18 til 29 ára hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur og 70 pró­sent aðspurðra sem voru 68 ára og eldri.

Þá voru íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins áhyggju­fyllri en þeir sem búa á lands­byggð­inni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent