„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

„Fá­rán­leik­inn og sam­trygg­ingin kemur til bjargar fyrir elít­una. Ekki fyrir sendi­boð­ann sem bendir á nakta keisar­ann. Þ.e.a.s. bara fyrir strák­inn sem benti, ekki stelpuna.“ Þetta skrifar Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag eftir að nið­ur­staða for­sætis­nefndar Alþingis var gerð kunn­gjörð í fjöl­miðlum í morg­un.

­Nefndin hefur fall­ist á nið­­ur­­­­stöður siða­­nefnd­ar þings­ins þess efn­is að Þór­hild­ur Sunna Ævar­s­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, hafi brotið gegn siða­regl­ur alþing­is­­­manna með um­­­mæl­um sín­um um Ásmund Frið­­riks­­­son, þing­­­mann Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins.

„Njótið meðan end­ist, kæra elíta. Þið blinda, sjálf­hverfa og með­virka fólk. Þið fenguð kjörið tæki­færi til þess að sýna að þið eruð trausts­ins verð en klúðruðuð því marg­falt. Til að byrja með í rann­sókn­inni. Svo í til­mælum um að sann­leik­ur­inn skiptir ekki máli, að halda ekki sam­kvæmni á milli sendi­boða og að lokum að taka ekki sönsum á loka­metr­unum þrátt fyrir öll rök og gögn máls­ins,“ skrifar Björn Leví.

Auglýsing

Fann ekk­ert að akst­urs­greiðslum Ásmundar þrátt fyrir játn­ingu

Í færsl­unni segir hann margt í mál­inu vera galið. Sem dæmi gagn­rýnir hann bókun Þor­steins Sæmunds­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, þar sem seg­ir: „Ómögu­legt er einnig að setja þing­menn í þá stöðu að þurfa að kveða upp úr um „sekt“ eða „sak­leysi“ kollega sinna. Í því er einnig fal­inn nokkur freistni­vandi eins og þegar hefur komið fram. Brýnt er því að taka núver­andi fyr­ir­komu­lag til end­ur­skoð­unar auk þess sem bæta þarf fyr­ir­liggj­andi regl­ur.“ Björn Leví segir Þor­stein dæma sig sekan þrátt fyrir að hann telji ómögu­legt að setja þing­mann í stöðu dóm­ara.

„For­sætis­nefnd fann svo ekk­ert að akst­urs­greiðslum Ásmundar þrátt fyrir játn­ingu hans um mögu­legt brot og end­ur­greiðslur vegna þeirra. Enda má ekki kom­ast að sann­leiks­gildi þess hvort þing­menn svindla á end­ur­greiðslu­kerf­inu eða ekki en á sama tíma er hægt að dæma fólk fyrir ummæli sem eru ber­sýni­lega sönn – þar sem þau vitna í játn­ingu um mögu­legt brot - og að það sé brot á siða­reglum að segja að það þurfi að rann­saka hvort um raun­veru­legt brot sé að ræða.

En nei, það er ekki rann­sakað frek­ar. End­ur­greiðsla kom eftir að mögu­legt brot upp­götv­að­ist og þar af leið­andi þarf ekk­ert að gera. Mér þætti áhuga­vert hvort búða­þjófar kom­ast upp með að borga bara eða skila vör­unni ef þeim tekst ekki að kom­ast upp með stuld­inn, hvort slíkur stuldur sé alls ekki brot ef vör­unni er bara skilað þegar við­kom­andi er grip­inn glóð­volg­ur.

Nei, það er ekki látið á það reyna. Það er bara afskrifað sem afgreitt og þar af leið­andi eng­inn grunur leng­ur,“ skrifar Björn Leví.

Spyr hvað sé satt

Hann spyr jafn­framt hvað sé satt í þessu máli, hvað sé alvöru sann­leik­ur. „Það getur vel verið að sitt sýn­ist hverjum en eitt ættu allir að geta séð, að vera dæmdur fyrir að segja satt getur ekki verið góð máls­með­ferð. Hvort Sunna sagði satt skipti ekki máli. Það skipti meira máli að dæma hana og skamma. Hvað ger­ist næst þegar hún segir „rök­studdur grun­ur“ ... Hvort sem það er satt eða ekki? Ég veit að það ger­ist ekk­ert ef ég segi það, miðað við þessa nið­ur­stöð­u,“ segir hann og bætir því við að hann hafi meira að segja end­ur­tekið það sem Þór­hildur Sunna sagði en að ekk­ert hafi gerst.

Það er svo margt í þessu galið. Til dæm­is­: ",,Ó­mögu­legt er einnig að setja þing­menn í þá stöðu að þurfa að kveða upp úr...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Wed­nes­day, June 26, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent