„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

„Fá­rán­leik­inn og sam­trygg­ingin kemur til bjargar fyrir elít­una. Ekki fyrir sendi­boð­ann sem bendir á nakta keisar­ann. Þ.e.a.s. bara fyrir strák­inn sem benti, ekki stelpuna.“ Þetta skrifar Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag eftir að nið­ur­staða for­sætis­nefndar Alþingis var gerð kunn­gjörð í fjöl­miðlum í morg­un.

­Nefndin hefur fall­ist á nið­­ur­­­­stöður siða­­nefnd­ar þings­ins þess efn­is að Þór­hild­ur Sunna Ævar­s­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, hafi brotið gegn siða­regl­ur alþing­is­­­manna með um­­­mæl­um sín­um um Ásmund Frið­­riks­­­son, þing­­­mann Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins.

„Njótið meðan end­ist, kæra elíta. Þið blinda, sjálf­hverfa og með­virka fólk. Þið fenguð kjörið tæki­færi til þess að sýna að þið eruð trausts­ins verð en klúðruðuð því marg­falt. Til að byrja með í rann­sókn­inni. Svo í til­mælum um að sann­leik­ur­inn skiptir ekki máli, að halda ekki sam­kvæmni á milli sendi­boða og að lokum að taka ekki sönsum á loka­metr­unum þrátt fyrir öll rök og gögn máls­ins,“ skrifar Björn Leví.

Auglýsing

Fann ekk­ert að akst­urs­greiðslum Ásmundar þrátt fyrir játn­ingu

Í færsl­unni segir hann margt í mál­inu vera galið. Sem dæmi gagn­rýnir hann bókun Þor­steins Sæmunds­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, þar sem seg­ir: „Ómögu­legt er einnig að setja þing­menn í þá stöðu að þurfa að kveða upp úr um „sekt“ eða „sak­leysi“ kollega sinna. Í því er einnig fal­inn nokkur freistni­vandi eins og þegar hefur komið fram. Brýnt er því að taka núver­andi fyr­ir­komu­lag til end­ur­skoð­unar auk þess sem bæta þarf fyr­ir­liggj­andi regl­ur.“ Björn Leví segir Þor­stein dæma sig sekan þrátt fyrir að hann telji ómögu­legt að setja þing­mann í stöðu dóm­ara.

„For­sætis­nefnd fann svo ekk­ert að akst­urs­greiðslum Ásmundar þrátt fyrir játn­ingu hans um mögu­legt brot og end­ur­greiðslur vegna þeirra. Enda má ekki kom­ast að sann­leiks­gildi þess hvort þing­menn svindla á end­ur­greiðslu­kerf­inu eða ekki en á sama tíma er hægt að dæma fólk fyrir ummæli sem eru ber­sýni­lega sönn – þar sem þau vitna í játn­ingu um mögu­legt brot - og að það sé brot á siða­reglum að segja að það þurfi að rann­saka hvort um raun­veru­legt brot sé að ræða.

En nei, það er ekki rann­sakað frek­ar. End­ur­greiðsla kom eftir að mögu­legt brot upp­götv­að­ist og þar af leið­andi þarf ekk­ert að gera. Mér þætti áhuga­vert hvort búða­þjófar kom­ast upp með að borga bara eða skila vör­unni ef þeim tekst ekki að kom­ast upp með stuld­inn, hvort slíkur stuldur sé alls ekki brot ef vör­unni er bara skilað þegar við­kom­andi er grip­inn glóð­volg­ur.

Nei, það er ekki látið á það reyna. Það er bara afskrifað sem afgreitt og þar af leið­andi eng­inn grunur leng­ur,“ skrifar Björn Leví.

Spyr hvað sé satt

Hann spyr jafn­framt hvað sé satt í þessu máli, hvað sé alvöru sann­leik­ur. „Það getur vel verið að sitt sýn­ist hverjum en eitt ættu allir að geta séð, að vera dæmdur fyrir að segja satt getur ekki verið góð máls­með­ferð. Hvort Sunna sagði satt skipti ekki máli. Það skipti meira máli að dæma hana og skamma. Hvað ger­ist næst þegar hún segir „rök­studdur grun­ur“ ... Hvort sem það er satt eða ekki? Ég veit að það ger­ist ekk­ert ef ég segi það, miðað við þessa nið­ur­stöð­u,“ segir hann og bætir því við að hann hafi meira að segja end­ur­tekið það sem Þór­hildur Sunna sagði en að ekk­ert hafi gerst.

Það er svo margt í þessu galið. Til dæm­is­: ",,Ó­mögu­legt er einnig að setja þing­menn í þá stöðu að þurfa að kveða upp úr...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Wed­nes­day, June 26, 2019


Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent