Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest í forsætisnefnd

For­sæt­is­nefnd Alþing­is hef­ur fall­ist á niður­stöðu siðanefnd­ar þings­ins þess efn­is að Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir hafi brotið siðaregl­ur fyr­ir alþing­is­menn með um­mæl­um sín­um um Ásmund Friðriks­son, þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

For­­sæt­is­­nefnd Alþing­is hef­ur fall­ist á nið­ur­­­stöður siða­nefnd­ar þings­ins þess efn­is að Þór­hild­ur Sunna Ævar­s­dótt­ir hafi brotið gegn siða­regl­ur alþing­is­­manna með um­­mæl­um sín­um um Ásmund Frið­riks­­son, þing­­mann Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins. Tveir nefnd­ar­menn lýstu sig and­víga nið­ur­stöð­unni. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Féllst á nið­ur­stöðu siða­nefnd­ar 

Ásmund­ur óskaði eftir því við for­­­sæt­is­­­nefnd þann 10. jan­úar síð­­­ast­lið­inn að tekið væri til skoð­unar hvort þing­­­menn Pírata Björn Leví Gunn­­­ar­s­­­son og Þór­hildur Sunna Ævar­s­dóttir hefðu með ummælum sínum á opin­berum vett­vangi um end­­­ur­greiðslur þings­ins á akst­­­ur­s­­­kostn­aði Ásmundar brotið í bága við siða­regl­­­urn­­­ar. 

Siða­nefnd komst síðan að þeirri nið­ur­stöðu, í maí síð­ast­liðn­um, að ummæli þing­­flokks­­for­­manns Pírata, Þór­hildar Sunnu Ævar­s­dótt­­ur, sem hún lét falla þann 25. febr­­úar 2018 í Silfr­inu hafi ekki verið í sam­ræmi við siða­­reglur fyrir alþing­is­­menn. ­Siða­nefndin taldi aft­ur á móti að Björn Leví Gunn­­ar­s­­son hafi ekki gerst brot­­leg­ur við regl­­urn­­ar.

Auglýsing

For­sætis­nefnd Alþingis hefur nú fall­ist á nið­ur­stöðu siða­nefndar en álit for­­sæt­is­­nefnd­ar þessa efn­is verður birt á vef Alþing­is í dag en það var af­greitt á fundi nefnd­­ar­inn­ar á föst­u­dag. 

Hafn­aði því að vísa mál­inu aftur til siða­nefndar

Sam­kvæmt Frétta­blað­in­u ­segir í á­liti for­sætis­nefndar að það sé ekki til­gangur siða­regln­anna að tak­marka tján­ing­ar­frelsi þing­manna. Af siða­regl­unum leiði að það geti haft þýð­ingu hvernig tján­ingu er komið á fram­færi og við hvaða aðstæð­ur. Skorður sem siða­regl­urnar setji lúti þannig ekki að efni tján­ingar heldur að ytri bún­ingi henn­ar, til að mynda um hátt­vísi og aðferð.

For­sætis­nefnd hafn­aði þeim athuga­semdum Þór­hildar Sunnu að rétt hefði verið að siða­nefndin legði mat á sann­leiks­gildi ummæl­anna og því bæri að vísa mál­inu aftur til siða­nefndar til nýrrar með­ferð­ar. Að mati for­sætis­nefndar gera siða­regl­urnar ekki ráð fyrir því að for­sætis­nefnd fari með úrskurð­ar­vald um sann­leiks­gildi ummæla sem koma til skoð­unar vegna siða­reglna.

„Leggja ber áherslu á í þessu sam­hengi að í siða­nefnd­ar­máli þessu eru til skoð­unar ummæli Þ­SÆ á grund­velli siða­reglna fyrir alþing­is­menn en ekki hvort ÁF hafi farið á svig við reglur um end­ur­greiðslu akst­urs­kostn­aðar eða hvort „rök­studdur grun­ur“ sé um slíkt.“ Með vísan til þessa féllst for­sætis­nefnd á álit siða­nefnd­ar­inn­ar.

Tveir and­vígir nið­ur­stöð­unni

Í for­sætis­nefnd sitja Stein­grím­ur J. Sig­­fús­­son, for­­set­i, Guð­jón S. Brjáns­­son, Brynj­ar Ní­els­­son, Þor­­steinn Sæ­­munds­­son, Will­um Þór Þór­s­­son, Jón Þór Ólafs­­son, Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir og Har­ald­ur Bene­dikts­­son. Þor­­steinn Víg­lunds­­son og Inga Sæ­land eru áheyrn­­ar­­full­­trú­­ar. Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, ­þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins, situr einnig í for­sætis­nefnd en hún sagði sig frá umfjöllum um meint brot Þór­hildar Sunnu Ævars­dóttur og Björns Levís Gunn­ars­sonar í for­sætis­nefnd í maí vegna ummæla sem hún lét falla í við­tali við RÚV. 

Jón Þór Ólafs­son, ­þinga­mað­ur­ P­írata og Þor­steinn Sæmunds­son, þing­maður Mið­flokks­ins lýstu sig and­víga ­nið­ur­stöð­unni, sam­kvæmt Frétta­blað­inu. Guð­jón Brjáns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar gagn­rýnd­i ­fyr­ir­komu­lag við fram­kvæmd siða­reglna í sér­bókun en greiddi þó atkvæði með nið­ur­stöð­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent