Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest í forsætisnefnd

For­sæt­is­nefnd Alþing­is hef­ur fall­ist á niður­stöðu siðanefnd­ar þings­ins þess efn­is að Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir hafi brotið siðaregl­ur fyr­ir alþing­is­menn með um­mæl­um sín­um um Ásmund Friðriks­son, þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

For­­sæt­is­­nefnd Alþing­is hef­ur fall­ist á nið­ur­­­stöður siða­nefnd­ar þings­ins þess efn­is að Þór­hild­ur Sunna Ævar­s­dótt­ir hafi brotið gegn siða­regl­ur alþing­is­­manna með um­­mæl­um sín­um um Ásmund Frið­riks­­son, þing­­mann Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins. Tveir nefnd­ar­menn lýstu sig and­víga nið­ur­stöð­unni. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Féllst á nið­ur­stöðu siða­nefnd­ar 

Ásmund­ur óskaði eftir því við for­­­sæt­is­­­nefnd þann 10. jan­úar síð­­­ast­lið­inn að tekið væri til skoð­unar hvort þing­­­menn Pírata Björn Leví Gunn­­­ar­s­­­son og Þór­hildur Sunna Ævar­s­dóttir hefðu með ummælum sínum á opin­berum vett­vangi um end­­­ur­greiðslur þings­ins á akst­­­ur­s­­­kostn­aði Ásmundar brotið í bága við siða­regl­­­urn­­­ar. 

Siða­nefnd komst síðan að þeirri nið­ur­stöðu, í maí síð­ast­liðn­um, að ummæli þing­­flokks­­for­­manns Pírata, Þór­hildar Sunnu Ævar­s­dótt­­ur, sem hún lét falla þann 25. febr­­úar 2018 í Silfr­inu hafi ekki verið í sam­ræmi við siða­­reglur fyrir alþing­is­­menn. ­Siða­nefndin taldi aft­ur á móti að Björn Leví Gunn­­ar­s­­son hafi ekki gerst brot­­leg­ur við regl­­urn­­ar.

Auglýsing

For­sætis­nefnd Alþingis hefur nú fall­ist á nið­ur­stöðu siða­nefndar en álit for­­sæt­is­­nefnd­ar þessa efn­is verður birt á vef Alþing­is í dag en það var af­greitt á fundi nefnd­­ar­inn­ar á föst­u­dag. 

Hafn­aði því að vísa mál­inu aftur til siða­nefndar

Sam­kvæmt Frétta­blað­in­u ­segir í á­liti for­sætis­nefndar að það sé ekki til­gangur siða­regln­anna að tak­marka tján­ing­ar­frelsi þing­manna. Af siða­regl­unum leiði að það geti haft þýð­ingu hvernig tján­ingu er komið á fram­færi og við hvaða aðstæð­ur. Skorður sem siða­regl­urnar setji lúti þannig ekki að efni tján­ingar heldur að ytri bún­ingi henn­ar, til að mynda um hátt­vísi og aðferð.

For­sætis­nefnd hafn­aði þeim athuga­semdum Þór­hildar Sunnu að rétt hefði verið að siða­nefndin legði mat á sann­leiks­gildi ummæl­anna og því bæri að vísa mál­inu aftur til siða­nefndar til nýrrar með­ferð­ar. Að mati for­sætis­nefndar gera siða­regl­urnar ekki ráð fyrir því að for­sætis­nefnd fari með úrskurð­ar­vald um sann­leiks­gildi ummæla sem koma til skoð­unar vegna siða­reglna.

„Leggja ber áherslu á í þessu sam­hengi að í siða­nefnd­ar­máli þessu eru til skoð­unar ummæli Þ­SÆ á grund­velli siða­reglna fyrir alþing­is­menn en ekki hvort ÁF hafi farið á svig við reglur um end­ur­greiðslu akst­urs­kostn­aðar eða hvort „rök­studdur grun­ur“ sé um slíkt.“ Með vísan til þessa féllst for­sætis­nefnd á álit siða­nefnd­ar­inn­ar.

Tveir and­vígir nið­ur­stöð­unni

Í for­sætis­nefnd sitja Stein­grím­ur J. Sig­­fús­­son, for­­set­i, Guð­jón S. Brjáns­­son, Brynj­ar Ní­els­­son, Þor­­steinn Sæ­­munds­­son, Will­um Þór Þór­s­­son, Jón Þór Ólafs­­son, Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir og Har­ald­ur Bene­dikts­­son. Þor­­steinn Víg­lunds­­son og Inga Sæ­land eru áheyrn­­ar­­full­­trú­­ar. Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, ­þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins, situr einnig í for­sætis­nefnd en hún sagði sig frá umfjöllum um meint brot Þór­hildar Sunnu Ævars­dóttur og Björns Levís Gunn­ars­sonar í for­sætis­nefnd í maí vegna ummæla sem hún lét falla í við­tali við RÚV. 

Jón Þór Ólafs­son, ­þinga­mað­ur­ P­írata og Þor­steinn Sæmunds­son, þing­maður Mið­flokks­ins lýstu sig and­víga ­nið­ur­stöð­unni, sam­kvæmt Frétta­blað­inu. Guð­jón Brjáns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar gagn­rýnd­i ­fyr­ir­komu­lag við fram­kvæmd siða­reglna í sér­bókun en greiddi þó atkvæði með nið­ur­stöð­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent