Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka

Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.

Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason.
Auglýsing

Stjórn Arion banka hefur ráðið Bene­dikt Gísla­son í starf banka­stjóra. Hann mun hefja störf 1. júlí næst­kom­andi. Bene­dikt var vara­for­maður starfs­hóps stjórn­valda um afnám fjár­magns­hafta á árunum 2013 til 2016 en hóf í kjöl­far þeirra starfa störf hjá Kaup­þingi. Þar sat hann í stjórn á árunum 2016 til 2018. Hann hefur auk þess verið ráð­gjafi Kaup­þings í mál­efnum Arion banka og setið í stjórn bank­ans frá árinu 2018. Bene­dikt er verk­fræð­ingur frá Háskóla Íslands.

Áður hafði Bene­dikt starfað hjá FBA (síðar Íslands­banka), sinnti marg­vís­legum stjórn­un­ar­störfum hjá Straumi-­Burða­r­ás, var fram­kvæmda­stjóri mark­aðsvið­skipta hjá FL Group og fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs MP banka. 

Hann segir Arion banka vera gott fyr­ir­tæki sem gegni mik­il­vægu hlut­verki. „Ég þekki bank­ann vel og hlakka til kynn­ast honum og hans öfl­uga starfs­fólki enn bet­ur. Verk­efnið framundan er að halda áfram að þróa starf­semi og þjón­ustu bank­ans og veita við­skipta­vinum góða og nútíma­lega fjár­mála­þjón­ustu. Arion banki nýtur ákveð­innar sér­stöðu á íslenskum fjár­mála­mark­aði þegar horft er til stóru bank­anna þriggja sem almenn­ings­hluta­fé­lag skráð í kaup­hallir á Íslandi og í Sví­þjóð.“

Auglýsing
Brynjólfur Bjarna­son, stjórn­ar­for­maður Arion banka, segir að Bene­dikt hafi mjög skýra sýn á fram­tíð bank­ans og hvernig eigi að mæta þeim áskor­unum sem fjár­mála­fyr­ir­tæki standa frammi fyrir á næstu árum. „Rekstr­ar­um­hverfi fjár­mála­fyr­ir­tækja um allan heim er að breyt­ast hratt, ekki síst með auknu vægi staf­rænnar fjár­mála­þjón­ustu. Það er jafn­framt mik­ill styrkur fyrir Arion banka að fá til for­ystu ein­stak­ling með jafn­mikla reynslu og þekk­ingu og Bene­dikt býr yfir.“

Þótti strax lík­leg­astur

Þann 12. apríl síð­ast­lið­inn var greint frá því að banka­stjóra­skipti væru fyrir dyrum hjá Arion banka. Hösk­uldur H. Ólafs­son, sem hafði gegnt starf­inu í níu ár, væri að hætta. Hösk­uldur hefur síðan neitað því ítrekað að hann hafi verið rek­inn eða að þrýst hafi verið á hann um að hætta. Þrá­látur orðrómur hafði þó verið í gangi und­an­farna mán­uði um að hann yrði ekki mikið lengur í starf­in­u. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um stöðu Arion banka og ýmsar vær­ingar í kringum bank­ann í frétta­skýr­ingu þann 26. apríl síð­ast­lið­inn. Þar kom meðal ann­ars fram að sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans væri Bene­dikt ofar­lega á blaði yfir næsta banka­stjóra Arion banka. Til þess nyti hann trausts erlendu fjár­fest­inga­sjóð­anna sem eiga enn stóran hlut í bank­an­um. 

Kaup­skil, félag í eigu Kaup­þings, er enn stærsti eig­andi Kaup­þings með 20 pró­sent eign­ar­hlut. Vog­un­­­­ar­­­­sjóð­irn­ir Taconic Capi­tal og Och-Ziff Capital, sem eru á meðal stærstu eig­enda Kaup­þings, eiga einnig 23,28 pró­sent hlut sam­an­lagt. Þar á eftir koma Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur  með 4,73 pró­sent eign­ar­hlut og Stoðir hf., sem einu sinni hét FL Group, með 4,63 pró­sent eign­ar­hlut.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent