Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka

Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.

Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason.
Auglýsing

Stjórn Arion banka hefur ráðið Bene­dikt Gísla­son í starf banka­stjóra. Hann mun hefja störf 1. júlí næst­kom­andi. Bene­dikt var vara­for­maður starfs­hóps stjórn­valda um afnám fjár­magns­hafta á árunum 2013 til 2016 en hóf í kjöl­far þeirra starfa störf hjá Kaup­þingi. Þar sat hann í stjórn á árunum 2016 til 2018. Hann hefur auk þess verið ráð­gjafi Kaup­þings í mál­efnum Arion banka og setið í stjórn bank­ans frá árinu 2018. Bene­dikt er verk­fræð­ingur frá Háskóla Íslands.

Áður hafði Bene­dikt starfað hjá FBA (síðar Íslands­banka), sinnti marg­vís­legum stjórn­un­ar­störfum hjá Straumi-­Burða­r­ás, var fram­kvæmda­stjóri mark­aðsvið­skipta hjá FL Group og fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs MP banka. 

Hann segir Arion banka vera gott fyr­ir­tæki sem gegni mik­il­vægu hlut­verki. „Ég þekki bank­ann vel og hlakka til kynn­ast honum og hans öfl­uga starfs­fólki enn bet­ur. Verk­efnið framundan er að halda áfram að þróa starf­semi og þjón­ustu bank­ans og veita við­skipta­vinum góða og nútíma­lega fjár­mála­þjón­ustu. Arion banki nýtur ákveð­innar sér­stöðu á íslenskum fjár­mála­mark­aði þegar horft er til stóru bank­anna þriggja sem almenn­ings­hluta­fé­lag skráð í kaup­hallir á Íslandi og í Sví­þjóð.“

Auglýsing
Brynjólfur Bjarna­son, stjórn­ar­for­maður Arion banka, segir að Bene­dikt hafi mjög skýra sýn á fram­tíð bank­ans og hvernig eigi að mæta þeim áskor­unum sem fjár­mála­fyr­ir­tæki standa frammi fyrir á næstu árum. „Rekstr­ar­um­hverfi fjár­mála­fyr­ir­tækja um allan heim er að breyt­ast hratt, ekki síst með auknu vægi staf­rænnar fjár­mála­þjón­ustu. Það er jafn­framt mik­ill styrkur fyrir Arion banka að fá til for­ystu ein­stak­ling með jafn­mikla reynslu og þekk­ingu og Bene­dikt býr yfir.“

Þótti strax lík­leg­astur

Þann 12. apríl síð­ast­lið­inn var greint frá því að banka­stjóra­skipti væru fyrir dyrum hjá Arion banka. Hösk­uldur H. Ólafs­son, sem hafði gegnt starf­inu í níu ár, væri að hætta. Hösk­uldur hefur síðan neitað því ítrekað að hann hafi verið rek­inn eða að þrýst hafi verið á hann um að hætta. Þrá­látur orðrómur hafði þó verið í gangi und­an­farna mán­uði um að hann yrði ekki mikið lengur í starf­in­u. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um stöðu Arion banka og ýmsar vær­ingar í kringum bank­ann í frétta­skýr­ingu þann 26. apríl síð­ast­lið­inn. Þar kom meðal ann­ars fram að sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans væri Bene­dikt ofar­lega á blaði yfir næsta banka­stjóra Arion banka. Til þess nyti hann trausts erlendu fjár­fest­inga­sjóð­anna sem eiga enn stóran hlut í bank­an­um. 

Kaup­skil, félag í eigu Kaup­þings, er enn stærsti eig­andi Kaup­þings með 20 pró­sent eign­ar­hlut. Vog­un­­­­ar­­­­sjóð­irn­ir Taconic Capi­tal og Och-Ziff Capital, sem eru á meðal stærstu eig­enda Kaup­þings, eiga einnig 23,28 pró­sent hlut sam­an­lagt. Þar á eftir koma Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur  með 4,73 pró­sent eign­ar­hlut og Stoðir hf., sem einu sinni hét FL Group, með 4,63 pró­sent eign­ar­hlut.

Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent