Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka

Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.

Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason.
Auglýsing

Stjórn Arion banka hefur ráðið Bene­dikt Gísla­son í starf banka­stjóra. Hann mun hefja störf 1. júlí næst­kom­andi. Bene­dikt var vara­for­maður starfs­hóps stjórn­valda um afnám fjár­magns­hafta á árunum 2013 til 2016 en hóf í kjöl­far þeirra starfa störf hjá Kaup­þingi. Þar sat hann í stjórn á árunum 2016 til 2018. Hann hefur auk þess verið ráð­gjafi Kaup­þings í mál­efnum Arion banka og setið í stjórn bank­ans frá árinu 2018. Bene­dikt er verk­fræð­ingur frá Háskóla Íslands.

Áður hafði Bene­dikt starfað hjá FBA (síðar Íslands­banka), sinnti marg­vís­legum stjórn­un­ar­störfum hjá Straumi-­Burða­r­ás, var fram­kvæmda­stjóri mark­aðsvið­skipta hjá FL Group og fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs MP banka. 

Hann segir Arion banka vera gott fyr­ir­tæki sem gegni mik­il­vægu hlut­verki. „Ég þekki bank­ann vel og hlakka til kynn­ast honum og hans öfl­uga starfs­fólki enn bet­ur. Verk­efnið framundan er að halda áfram að þróa starf­semi og þjón­ustu bank­ans og veita við­skipta­vinum góða og nútíma­lega fjár­mála­þjón­ustu. Arion banki nýtur ákveð­innar sér­stöðu á íslenskum fjár­mála­mark­aði þegar horft er til stóru bank­anna þriggja sem almenn­ings­hluta­fé­lag skráð í kaup­hallir á Íslandi og í Sví­þjóð.“

Auglýsing
Brynjólfur Bjarna­son, stjórn­ar­for­maður Arion banka, segir að Bene­dikt hafi mjög skýra sýn á fram­tíð bank­ans og hvernig eigi að mæta þeim áskor­unum sem fjár­mála­fyr­ir­tæki standa frammi fyrir á næstu árum. „Rekstr­ar­um­hverfi fjár­mála­fyr­ir­tækja um allan heim er að breyt­ast hratt, ekki síst með auknu vægi staf­rænnar fjár­mála­þjón­ustu. Það er jafn­framt mik­ill styrkur fyrir Arion banka að fá til for­ystu ein­stak­ling með jafn­mikla reynslu og þekk­ingu og Bene­dikt býr yfir.“

Þótti strax lík­leg­astur

Þann 12. apríl síð­ast­lið­inn var greint frá því að banka­stjóra­skipti væru fyrir dyrum hjá Arion banka. Hösk­uldur H. Ólafs­son, sem hafði gegnt starf­inu í níu ár, væri að hætta. Hösk­uldur hefur síðan neitað því ítrekað að hann hafi verið rek­inn eða að þrýst hafi verið á hann um að hætta. Þrá­látur orðrómur hafði þó verið í gangi und­an­farna mán­uði um að hann yrði ekki mikið lengur í starf­in­u. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um stöðu Arion banka og ýmsar vær­ingar í kringum bank­ann í frétta­skýr­ingu þann 26. apríl síð­ast­lið­inn. Þar kom meðal ann­ars fram að sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans væri Bene­dikt ofar­lega á blaði yfir næsta banka­stjóra Arion banka. Til þess nyti hann trausts erlendu fjár­fest­inga­sjóð­anna sem eiga enn stóran hlut í bank­an­um. 

Kaup­skil, félag í eigu Kaup­þings, er enn stærsti eig­andi Kaup­þings með 20 pró­sent eign­ar­hlut. Vog­un­­­­ar­­­­sjóð­irn­ir Taconic Capi­tal og Och-Ziff Capital, sem eru á meðal stærstu eig­enda Kaup­þings, eiga einnig 23,28 pró­sent hlut sam­an­lagt. Þar á eftir koma Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur  með 4,73 pró­sent eign­ar­hlut og Stoðir hf., sem einu sinni hét FL Group, með 4,63 pró­sent eign­ar­hlut.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ævintýri Harrys og Meghan: Valdi prinsessuna fram yfir konungsríkið
Þau voru dýrkuð og dáð. Hundelt og áreitt. Loks fengu þau nóg. Margt í sögu Harrys Bretaprins og Meghan Markle rímar við stef úr Grimms-ævintýrum. En þetta er ekki leikur heldur lífið, sagði prinsinn er hann óttaðist um líf konu sinnar.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ertu örugglega danskur ríkisborgari?
Hann er sjötugur arkitekt, hefur frá barnsaldri búið í Danmörku, aldrei komist í kast við lögin og ætíð átt danskt vegabréf. Nú á hann á hættu að verða vísað frá Danmörku.
Kjarninn 19. janúar 2020
Hvenær við borðum hefur áhrif á heilsufar okkar
Hlutfall einstaklinga sem glíma við offitu í Bandaríkjunum hefur farið úr 15 í 40 prósent á rúmum 40 árum. Að vaka og borða þegar fólk ætti frekar að sofa gæti haft meiri áhrif á þyngd en það að borða óhollan mat á matmálstíma.
Kjarninn 18. janúar 2020
Misbrestasamur meistari
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Meistarann og Margarítu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
Kjarninn 18. janúar 2020
Ástþór Ólafsson
Að huga að gildunum
Kjarninn 18. janúar 2020
Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í dag.
Sósíalistaflokkurinn samþykkir að undirbúa framboð til Alþingis
Baráttan um atkvæðin á vinstrivængnum verður harðari í næstu kosningum, eftir að Sósíalistaflokkur Íslands ákvað að hefja undirbúning að framboði. Flokkurinn hefur einu sinni boðið fram áður og náði þá inn fulltrúa í borgarstjórn.
Kjarninn 18. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Dreyfus-málið: 1899–2019
Kjarninn 18. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent