Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka

Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.

Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason.
Auglýsing

Stjórn Arion banka hefur ráðið Bene­dikt Gísla­son í starf banka­stjóra. Hann mun hefja störf 1. júlí næst­kom­andi. Bene­dikt var vara­for­maður starfs­hóps stjórn­valda um afnám fjár­magns­hafta á árunum 2013 til 2016 en hóf í kjöl­far þeirra starfa störf hjá Kaup­þingi. Þar sat hann í stjórn á árunum 2016 til 2018. Hann hefur auk þess verið ráð­gjafi Kaup­þings í mál­efnum Arion banka og setið í stjórn bank­ans frá árinu 2018. Bene­dikt er verk­fræð­ingur frá Háskóla Íslands.

Áður hafði Bene­dikt starfað hjá FBA (síðar Íslands­banka), sinnti marg­vís­legum stjórn­un­ar­störfum hjá Straumi-­Burða­r­ás, var fram­kvæmda­stjóri mark­aðsvið­skipta hjá FL Group og fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs MP banka. 

Hann segir Arion banka vera gott fyr­ir­tæki sem gegni mik­il­vægu hlut­verki. „Ég þekki bank­ann vel og hlakka til kynn­ast honum og hans öfl­uga starfs­fólki enn bet­ur. Verk­efnið framundan er að halda áfram að þróa starf­semi og þjón­ustu bank­ans og veita við­skipta­vinum góða og nútíma­lega fjár­mála­þjón­ustu. Arion banki nýtur ákveð­innar sér­stöðu á íslenskum fjár­mála­mark­aði þegar horft er til stóru bank­anna þriggja sem almenn­ings­hluta­fé­lag skráð í kaup­hallir á Íslandi og í Sví­þjóð.“

Auglýsing
Brynjólfur Bjarna­son, stjórn­ar­for­maður Arion banka, segir að Bene­dikt hafi mjög skýra sýn á fram­tíð bank­ans og hvernig eigi að mæta þeim áskor­unum sem fjár­mála­fyr­ir­tæki standa frammi fyrir á næstu árum. „Rekstr­ar­um­hverfi fjár­mála­fyr­ir­tækja um allan heim er að breyt­ast hratt, ekki síst með auknu vægi staf­rænnar fjár­mála­þjón­ustu. Það er jafn­framt mik­ill styrkur fyrir Arion banka að fá til for­ystu ein­stak­ling með jafn­mikla reynslu og þekk­ingu og Bene­dikt býr yfir.“

Þótti strax lík­leg­astur

Þann 12. apríl síð­ast­lið­inn var greint frá því að banka­stjóra­skipti væru fyrir dyrum hjá Arion banka. Hösk­uldur H. Ólafs­son, sem hafði gegnt starf­inu í níu ár, væri að hætta. Hösk­uldur hefur síðan neitað því ítrekað að hann hafi verið rek­inn eða að þrýst hafi verið á hann um að hætta. Þrá­látur orðrómur hafði þó verið í gangi und­an­farna mán­uði um að hann yrði ekki mikið lengur í starf­in­u. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um stöðu Arion banka og ýmsar vær­ingar í kringum bank­ann í frétta­skýr­ingu þann 26. apríl síð­ast­lið­inn. Þar kom meðal ann­ars fram að sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans væri Bene­dikt ofar­lega á blaði yfir næsta banka­stjóra Arion banka. Til þess nyti hann trausts erlendu fjár­fest­inga­sjóð­anna sem eiga enn stóran hlut í bank­an­um. 

Kaup­skil, félag í eigu Kaup­þings, er enn stærsti eig­andi Kaup­þings með 20 pró­sent eign­ar­hlut. Vog­un­­­­ar­­­­sjóð­irn­ir Taconic Capi­tal og Och-Ziff Capital, sem eru á meðal stærstu eig­enda Kaup­þings, eiga einnig 23,28 pró­sent hlut sam­an­lagt. Þar á eftir koma Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur  með 4,73 pró­sent eign­ar­hlut og Stoðir hf., sem einu sinni hét FL Group, með 4,63 pró­sent eign­ar­hlut.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent