Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.

Pósturinn
Auglýsing

Launa­kostn­aður var 61 pró­sent af heild­ar­gjöld­um Ís­lands­póst árið 2018. Í fyrra vor­u 743 stöðu­gildi hjá Íslands­pósti og var starfs­manna­velta um 37 pró­sent. Rík­is­end­ur­skoðun hefur birt skýrslu um starf­semi Íslands­póst en þar kemur fram að félagið þurfi að tryggja að fjöldi og sam­setn­ing mannauðs hjá félag­inu hald­ist í hendur við breyt­ingar á starf­sem­inni. Fjöldi stöðu­gilda hjá Íslands­póst hefur almennt ekki þró­ast í takt við síminnk­andi umsvif í kjarna­starf­semi félags­ins ef litið er til síð­ustu tíu ára, sam­kvæmt skýrsl­unni.

Laun og ­launa­tengd ­gjöld hækkað veru­leg á síð­ustu árum

Fjár­hags­vand­i Ís­lands­póst á árinu 2018 leiddi til þess að félagið stefndi í greiðslu­­vanda þegar við­­skipta­­banki þess lok­aði fyrir frek­­ari lán­veit­ing­­ar. Í kjöl­farið fékk rík­­is­­sjóður heim­ild frá Alþingi í lok síð­­asta árs til að veita fyr­ir­tæk­inu einn og hálfan millj­­arð í neyð­­ar­lán. Fjár­­­­­­laga­­­­­­nefnd Alþingis sam­­­­­­þykkti í kjöl­farið í jan­úar á þessu ári beiðni til Rík­­­­­­is­end­­­­­­ur­­­­­­skoð­anda um að unnin yrði stjórn­­­­­­­­­­­sýslu­út­­­­­­­­­­­tekt á starf­­­­­­semi Íslands­­­­­­­­­­­póst­­­s. Sú skýrsla Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­unar var birt í dag.

Mynd: RÍkisendurskoðunÍ skýrsl­unni kemur fram að tals­verðar svipt­ingar hafi verið í rekstri Ís­lands­pósts und­an­farin ár. Árin 2016 og 2017 var ágætur hagn­aður af rekstri félags­ins en sam­kvæmt skýrsl­unni komu áhrif af minnk­andi bréfa­magni ekki fram í tekjum félags­ins fyrr en árið 2018. Þá hafi laun og launa­tengd gjöld hækkað veru­lega á síð­ustu árum á sama tíma og fjár­fest­ingar hafa auk­ist. Sam­kvæmt skýrsl­unni var launa­kostn­aður 61 pró­sent af heild­ar­gjöldum fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra.

Hjá Ís­lands­pósti störf­uðu að með­al­tali 962 starfs­menn í 743 stöðu­gildum á ár­inu 2018. Á ár­unum 2009 til 2014 fækk­aði stöðu­gildum jafnt og þétt eða um 15 pró­sent og fóru þau úr 848 í 721. Frá ár­inu 2015 fjölg­aði stöðu­gildum hins­vegar aftur og voru orðin 823 á ár­inu 2017, 14 pró­sent aukn­ing, en fækk­aði í 743 á ár­inu 2018. 

Blað­berum hefur fækkað um þriðj­ung hjá fyr­ir­tæk­inu en ­stöðu­gildum í póst­húsum og við flutn­inga og út­keyrslu hefur hins ­vegar fjölgað tölu­vert á tíma­bil­inu. Sama á við um stöðu­gildi í póst­mið­stöð þótt í minna mæli ­sé. 

Í skýrsl­unni segir að félagið þurfi að tryggja að fjöldi og sam­setn­ing mannauðs hjá félag­in­u hald­ist í hendur við breyt­ingar á starf­sem­inni. „Fjöldi stöðu­gilda hjá Ís­lands­póst­i ohf. hefur almennt ekki þró­ast í takt við síminnk­andi umsvif í kjarna­starf­sem­i ­félags­ins ef litið er til síð­ustu 10 ára,“ segir í skýrsl­unni.

Auglýsing

Laun for­stjóra Íslands­pósts hækk­uðu um 43 pró­sent á innan við ári

Kjarn­inn greindi frá því í mars síð­ast­liðnum að Ing­i­­mundur Sig­­ur­páls­­son, for­­stjóri rík­­is­­fyr­ir­tæk­is­ins Íslands­­­pósts, hafi hækk­­aði tví­­­vegis í launum á árinu 2018. Fyrst hækk­­uðu laun hans í 1.992 þús­und krónur á mán­uði fyrsta jan­úar 2018 og svo aftur um þrjú pró­­sent 1. maí sama ár. Eftir það voru laun hans 2.052 þús­und krónur á mán­uði.

Ingimundur Sigurpálsson, fyrrverandi forstjóri Íslandspósts.

Laun Ing­i­­mundar hækk­uðu um tæp 43 pró­­sent frá miðju ári 2017, þegar ákvörðun um laun hans var færð frá kjara­ráði til stjórnar Íslands­­­póst­s. Þetta kom fram í svar­bréfi for­­manns stjórnar Íslands­­­pósts við fyr­ir­spurn Bjarna Bene­dikts­­syni, fjár­­­mála- og efna­hagsáð­herra, um upp­­lýs­ingar um hvernig stjórn Íslands­­­pósts hafi brugð­ist við til­­­mælum fyr­ir­renn­­ara Bjarna í starfi um að sýna hóf­­semi við ákvörðun launa og starfs­kjara for­­stjóra.

Frétta­blaðið greindi jafn­framt frá því í febr­úar síð­ast­liðnum að sé lit­ið aftur til árs­ins 2014 þá hafa laun stjórn­ar­manna Íslands­póst hækkað ár hvert. Hækk­unin hefur verið á bil­inu ell­efu til tólf pró­sent ár hvert. Auk þess segir í umfjöll­un­inni að hafi til­laga ­stjórnar um hækkun launa sinna verið sam­þykkt á aðal­fundi Íslands­póst í fyrra þá hafa laun stjórn­ar­manna hækkað um 65 pró­sent frá árinu 2014. 

Enn fremur greidd­i Ís­lands­­póstur 29,5 millj­­ónir króna fyrir fimm jeppa og einn fólks­bíl árið 2015, sem for­­stjóri og fram­­kvæmda­­stjórar fyr­ir­tæk­is­ins hafa til umráða sam­­kvæmt ráðn­­ing­­ar­­samn­ing­­um. Í svari Íslands­­­póst við fyr­ir­­spurn DV segir að fyr­ir­tækið hafi á að skipa öfl­­ug­t ­­stjórn­­enda­teymi og það eigi við um stjórn­­endur sem og aðra starfs­­menn ­­fyr­ir­tæk­is­ins, að það verði að vera sam­keppn­is­hæft í launum til að eiga kost á að laða til síns hæfa starfs­­menn.

Íslands­póstur ætti að draga sig úr sam­keppni við einka­að­ila

Félag atvinnu­rek­enda sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu um skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar í dag. Í til­kynn­ingu segir að í skýrsl­unni komi fram að fyr­ir­komu­lag Íslands­pósts, að einka­réttur á bréfum undir 50 grömmum standi undir öllum sam­eig­in­legum og föstum kostn­aði sem teng­ist honum en sam­keppn­is­rekstur beri enga hlut­deild í sam­eig­in­legum föstum kostn­aði jafn­vel þótt hann nýti sér sömu fram­leiðslu­þætt­ina, skekki aug­ljós­lega sam­keppn­is­stöðu keppi­nauta Íslands­póst­s. 

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

„Ekki verður annað séð en að með þessu stað­festi Rík­is­end­ur­skoðun í raun alvar­leg sam­keppn­is­brot í rekstri Íslands­póst­s. FA telur mik­il­vægt að breyt­ingar verði gerðar á rekstri Íslands­pósts til að rétta af þessa stöð­u,“ segir Ólaf­ur Stepehen­sen, fram­kvæmda­stjóri FA.

Jafn­framt segir í til­kynn­ing­unni að félagið fagni þeirri til­lögu Rík­is­end­ur­skoð­unar að stjórn­völd móti eig­enda­stefnu fyrir Íslands­póst en í skýrsl­unni segir að í þeirri vinn­u  þurfi að taka til athug­unar hvort fela eigi öðrum en félag­inu að sinna einum eða fleiri starfs­þáttum þess. „FA ­leggur áherslu á að stjórn­völd setji skýr ákvæði um það í eig­enda­stefnu Íslands­pósts að svo lengi sem fyr­ir­tækið sé í rík­i­s­eigu dragi það sig út úr sam­keppni við einka­að­ila á marg­vís­legum mörk­uð­u­m,“ segir í til­kynn­ing­unni

Þá segir í til­kynn­ing­unn­i að Rík­is­end­ur­skoðun telji að of margir starfi hjá Íslands­póst, miðað við þann sam­drátt sem hafi orðið í kjarna­starf­semi félags­ins und­an­farna ára­tugi. „Stór hluti starfs­manna Íslands­pósts er í vinnu við verk­efni sem ríkið á ekki að vera að sinna,“ segir Ólafur

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent