Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.

Pósturinn
Auglýsing

Launakostnaður var 61 prósent af heildargjöldum Íslandspóst árið 2018. Í fyrra voru 743 stöðugildi hjá Íslandspósti og var starfsmannavelta um 37 prósent. Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu um starfsemi Íslandspóst en þar kemur fram að félagið þurfi að tryggja að fjöldi og samsetning mannauðs hjá félaginu haldist í hendur við breytingar á starfseminni. Fjöldi stöðugilda hjá Íslandspóst hefur almennt ekki þróast í takt við síminnkandi umsvif í kjarnastarfsemi félagsins ef litið er til síðustu tíu ára, samkvæmt skýrslunni.

Laun og launatengd gjöld hækkað veruleg á síðustu árum

Fjárhagsvandi Íslandspóst á árinu 2018 leiddi til þess að félagið stefndi í greiðslu­vanda þegar við­skipta­banki þess lok­aði fyrir frek­ari lán­veit­ing­ar. Í kjöl­farið fékk rík­is­sjóður heim­ild frá Alþingi í lok síð­asta árs til að veita fyr­ir­tæk­inu einn og hálfan millj­arð í neyð­ar­lán. Fjár­­­­­laga­­­­­nefnd Alþingis sam­­­­­þykkti í kjöl­farið í jan­úar á þessu ári beiðni til Rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoð­anda um að unnin yrði stjórn­­­­­­­­­sýslu­út­­­­­­­­­tekt á starf­­­­­semi Íslands­­­­­­­­­póst­­s. Sú skýrsla Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar var birt í dag.

Mynd: RÍkisendurskoðunÍ skýrslunni kemur fram að talsverðar sviptingar hafi verið í rekstri Íslandspósts undanfarin ár. Árin 2016 og 2017 var ágætur hagnaður af rekstri félagsins en samkvæmt skýrslunni komu áhrif af minnkandi bréfamagni ekki fram í tekjum félagsins fyrr en árið 2018. Þá hafi laun og launatengd gjöld hækkað verulega á síðustu árum á sama tíma og fjárfestingar hafa aukist. Samkvæmt skýrslunni var launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum fyrirtækisins í fyrra.

Hjá Íslandspósti störfuðu að meðaltali 962 starfsmenn í 743 stöðugildum á árinu 2018. Á árunum 2009 til 2014 fækkaði stöðugildum jafnt og þétt eða um 15 prósent og fóru þau úr 848 í 721. Frá árinu 2015 fjölgaði stöðugildum hinsvegar aftur og voru orðin 823 á árinu 2017, 14 prósent aukning, en fækkaði í 743 á árinu 2018. 

Blaðberum hefur fækkað um þriðjung hjá fyrirtækinu en stöðugildum í pósthúsum og við flutninga og útkeyrslu hefur hins vegar fjölgað töluvert á tímabilinu. Sama á við um stöðugildi í póstmiðstöð þótt í minna mæli sé. 

Í skýrslunni segir að félagið þurfi að tryggja að fjöldi og samsetning mannauðs hjá félaginu haldist í hendur við breytingar á starfseminni. „Fjöldi stöðugilda hjá Íslandspósti ohf. hefur almennt ekki þróast í takt við síminnkandi umsvif í kjarnastarfsemi félagsins ef litið er til síðustu 10 ára,“ segir í skýrslunni.

Auglýsing

Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu um 43 prósent á innan við ári

Kjarninn greindi frá því í mars síðastliðnum að Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, for­stjóri rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins Íslands­pósts, hafi hækk­aði tví­vegis í launum á árinu 2018. Fyrst hækk­uðu laun hans í 1.992 þús­und krónur á mán­uði fyrsta jan­úar 2018 og svo aftur um þrjú pró­sent 1. maí sama ár. Eftir það voru laun hans 2.052 þús­und krónur á mán­uði.

Ingimundur Sigurpálsson, fyrrverandi forstjóri Íslandspósts.

Laun Ingi­mundar hækkuðu um tæp 43 pró­sent frá miðju ári 2017, þegar ákvörðun um laun hans var færð frá kjara­ráði til stjórnar Íslands­pósts. Þetta kom fram í svar­bréfi for­manns stjórnar Íslands­pósts við fyrirspurn Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hagsáð­herra, um upp­lýs­ingar um hvernig stjórn Íslands­pósts hafi brugð­ist við til­mælum fyr­ir­renn­ara Bjarna í starfi um að sýna hóf­semi við ákvörðun launa og starfs­kjara for­stjóra.

Fréttablaðið greindi jafnframt frá því í febrúar síðastliðnum að sé litið aftur til ársins 2014 þá hafa laun stjórnarmanna Íslandspóst hækkað ár hvert. Hækkunin hefur verið á bilinu ellefu til tólf prósent ár hvert. Auk þess segir í umfjölluninni að hafi tillaga stjórnar um hækkun launa sinna verið samþykkt á aðalfundi Íslandspóst í fyrra þá hafa laun stjórnarmanna hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. 

Enn fremur greidd­i Ís­lands­póstur 29,5 millj­ónir króna fyrir fimm jeppa og einn fólks­bíl árið 2015, sem for­stjóri og fram­kvæmda­stjórar fyr­ir­tæk­is­ins hafa til umráða sam­kvæmt ráðn­ing­ar­samn­ing­um. Í svari Íslands­póst við fyr­ir­spurn DV segir að fyr­ir­tækið hafi á að skipa öfl­ug­t ­stjórn­enda­teymi og það eigi við um stjórn­endur sem og aðra starfs­menn ­fyr­ir­tæk­is­ins, að það verði að vera sam­keppn­is­hæft í launum til að eiga kost á að laða til síns hæfa starfs­menn.

Íslandspóstur ætti að draga sig úr samkeppni við einkaaðila

Félag atvinnurekenda sendi frá sér fréttatilkynningu um skýrslu Ríkisendurskoðunar í dag. Í tilkynningu segir að í skýrslunni komi fram að fyrirkomulag Íslandspósts, að einkaréttur á bréfum undir 50 grömmum standi undir öllum sameiginlegum og föstum kostnaði sem tengist honum en samkeppnisrekstur beri enga hlutdeild í sameiginlegum föstum kostnaði jafnvel þótt hann nýti sér sömu framleiðsluþættina, skekki augljóslega samkeppnisstöðu keppinauta Íslandspósts. 

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

„Ekki verður annað séð en að með þessu staðfesti Ríkisendurskoðun í raun alvarleg samkeppnisbrot í rekstri Íslandspósts. FA telur mikilvægt að breytingar verði gerðar á rekstri Íslandspósts til að rétta af þessa stöðu,“ segir Ólafur Stepehensen, framkvæmdastjóri FA.

Jafnframt segir í tilkynningunni að félagið fagni þeirri tillögu Ríkisendurskoðunar að stjórnvöld móti eigendastefnu fyrir Íslandspóst en í skýrslunni segir að í þeirri vinnu  þurfi að taka til athugunar hvort fela eigi öðrum en félaginu að sinna einum eða fleiri starfsþáttum þess. „FA leggur áherslu á að stjórnvöld setji skýr ákvæði um það í eigendastefnu Íslandspósts að svo lengi sem fyrirtækið sé í ríkiseigu dragi það sig út úr samkeppni við einkaaðila á margvíslegum mörkuðum,“ segir í tilkynningunni

Þá segir í tilkynningunni að Ríkisendurskoðun telji að of margir starfi hjá Íslandspóst, miðað við þann samdrátt sem hafi orðið í kjarnastarfsemi félagsins undanfarna áratugi. „Stór hluti starfsmanna Íslandspósts er í vinnu við verkefni sem ríkið á ekki að vera að sinna,“ segir Ólafur

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent