Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) á nú orðið meira en 15 prósent í HB Granda, samkvæmt tilkynningu félagsins til kauphallar.
Markaðsvirði félagsins er nú rúmlega 61 milljarður króna.
Stærsti eigandinn er Útgerðarfélag Reykjavík (ÚR), áður Brim, þar sem Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er stærsti eigandi. Hlutur ÚR nemur rúmlega 35 prósentum.
Á undanförnum mánuði hefur markaðsvirði félagsins aukist um 9 prósent. Í lok fyrsta ársfjórðungs nam eigið fé félagsins 270 milljónum evra, eða sem nemur 38,3 milljörðum króna.
Hagnaður félagsins í fyrra nam tæplega 21 milljónum evra, eða sem nemur tæplega 3 milljörðum króna.
Í lok fyrsta ársfjórðungs námu heildareignir félagsins 656 milljónum evra, eða sem nemur 93 milljörðum króna.