Eimskip krefst þess að rannsókn Samkeppniseftirlitsins verði hætt

Telja rannsóknina ólögmæta, en hún hefur verið í gangi í 10 ár.

Eimskip
Auglýsing

Stjórn Eim­skips ákvað í dag að leggja fram kröfu skv. 102. gr. laga um með­ferð saka­mála, þess efnis að rann­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á félag­inu og sam­stæðu­fé­lögum þess, sem staðið hefur yfir í tæp tíu ár, verði hætt. 

Krafan verður lögð fram í dag hjá Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, en greint er frá þessu í til­kynn­ingu frá félag­inu til kaup­hallar

Kröfur sínar reisir Eim­skip meðal ann­ars á því að rann­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hafi form­lega verið felld niður í júní 2015. Þá byggi rann­sóknin á ólög­mætri hald­lagn­ingu gagna og að brotið hafi verið gegn hlut­lægn­is­skyldu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og rétt­indum Eim­skips við rann­sókn­ina. „Auk þess hafi Sam­keppn­is­eft­ir­litið í raun sinnt lög­reglu­rann­sókn sem því er óheim­ilt að gera sam­kvæmt lög­um. Vegna athafna sinna verði starfs­menn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að telj­ast van­hæfir í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga,“ segir í til­kynn­ingu frá Eim­skip.

Auglýsing

Kröf­urnar byggj­ast enn­fremur á því að rann­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins bein­ist að röngum lög­að­ilum vegna veru­legs hluta þess tíma­bils sem til rann­sóknar er. Þá hafi fram­kvæmd rann­sókn­ar­innar verið með þeim hætti að stór hluti þeirra meintu brota sem til rann­sóknar eru telj­ist fyrnd, að því er segir í til­kynn­ingu.

„Þessir ágallar á rann­sókn­inni séu með þeim hætti að rann­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins sé ólög­mæt og því beri að fella hana nið­ur. Eim­skip hefur sam­hliða skrifað bréf til stjórnar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins þar sem vakin er athygli á þeim starfs­háttum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins sem kröfur Eim­skips byggja á,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent