Mataræði fólks mismunandi eftir stjórnmálaskoðun

Stuðningsmenn Framsóknarflokksins neyta fremur rauðs kjöts en aðrir og stuðningsmenn Vinstri grænna neyta frekar grænmetisfæðis en stuðningsmenn annarra flokka.

Grænmeti og ávextir
Auglýsing

Fólk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur annað matar­æði en fólk á lands­byggð­inni, konur og ungt fólk borða meira græn­met­is­fæði en karl­ar, en karlar borða oftar rautt kjöt, að því er kemur fram í nýrri könnun MMR. Enn fremur eru mat­ar­venjur mis­mun­andi eftir stjórn­mála­skoð­un. Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 23. til 29. maí og var heild­ar­fjöldi svar­enda 932 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri. 

Þriðj­ungur Íslend­inga neytir græn­met­is­fæðis oft eða alltaf 

Í könn­un­inni kemur fram að 57 pró­sent Íslend­inga neyta mjólk­ur­vara oft eða alltaf og 54 pró­sent þeirra neyta hvíts kjöts oft eða alltaf. Aðeins minna er um neyslu rauðs kjöts þótt 49 pró­sent Íslend­inga neyti þess oft eða alltaf. Þá segj­ast 34 pró­sent neyta græn­met­is­fæðis oft eða alltaf og telja um 24 til 29 pró­sent sig oft eða alltaf velja umhverf­is­væn eða líf­ræn mat­væli. Um 7 pró­sent neyta vegan­fæðis oft eða alltaf en 81 pró­sent segj­ast sjaldan eða aldrei velja vegan fæði.

Mynd: frá MMR

Auglýsing

Konur velja frekar græn­met­is­fæði

Þegar litið er til kyns sést að 43 pró­sent kvenna borða græn­met­is­fæði oft eða alltaf á móti 26 pró­sentum karla. Þá segjst 58 pró­sent karla oft eða alltaf borða rautt kjöt á móti 39 pró­sentum kvenna. Ungt fólk kýs frekar græn­met­is-, umhverf­is­vænt-, líf­rænt-, eða vegan fæði heldur en þeir sem eldri eru.

Fólk 68 ára og eldri er dug­leg­ast við að borða fisk, en 59 pró­sent þeirra borða fisk oft eða alltaf á móti 28 pró­sent þeirra sem eru á aldr­inum 18 til 29 ára. Fólk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu borðar frekar hvítt kjöt, fisk, græn­met­is­fæði, líf­ræn mat­væli og vegan­fæði en fólk á lands­byggð­inn­i. 

Fólk á lands­byggð­inni borðar heldur oft eða alltaf mjólk­ur­vörur og rautt kjöt. Þó er lít­ill munur á neyslu umhverf­is­væns matar­æðis á milli höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og lands­byggð­ar­inn­ar.

Fram­sókn­ar­menn borða helst rautt kjöt og mjólk­ur­vörur

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar eru það stuðn­ings­menn Fram­sóknar sem borða helst rautt kjöt og mjólk­ur­vör­ur. Þar á eftir koma stuðn­ings­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, en þeir neyta enn fremur oftar hvíts kjöts.

Stuðn­ings­menn Vinstri grænna eru þeir sem oft­ast eru vegan og kjósa umhverf­is­væn mat­væli. Stuðn­ings­menn Sam­fylk­ing­ar­innar eru þeir sem svara að þeir borði oft eða alltaf fisk sem hluta af dag­legu matar­æð­i. 

Mynd: frá MMR

Stuðn­ings­menn Pírata og Vinstri grænna velja oftar líf­ræn mat­væli en stuðn­ings­menn ann­arra flokka á meðan stuðn­ings­menn Pírata og Sam­fylk­ing­ar­innar eru þeir sem sjaldn­ast segja rautt kjöt vera oft eða alltaf hluta af dag­legu matar­æði. Stuðn­ings­menn Við­reisnar eru þeir sem sjaldn­ast segj­ast borða fisk sem hluta af dag­legu matar­æði.

Áhyggjur af hlýnun jarðar hefur áhrif á mat­ar­venjur

 Þau sem hafa mjög litlar áhyggjur af hlýnun jarðar neyta oft eða alltaf mjólk­ur­vara og rauðs kjöts. Þau sem hafa mjög miklar áhyggjur af hlýnun jarðar eru þau sem mest svara að þau neyti oft eða alltaf græn­met­is­fæð­is, umhverf­is­vænna mat­væla eða líf­rænna mat­væla og vegan­fæð­is.

Af þeim sem hafa breytt mat­ar­venjum í kjöl­far áhyggna af hlýnun jarðar var neysla græn­metis aukin til muna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent