Þorsteinn, Hannes og Benedikt drógu umsókn sína til baka

Þrír drógu umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka.

selabankinn_15367564864_o.jpg
Auglýsing

Þrír umsækj­endur af sextán um emb­ætti seðla­banka­stjóra hafa dregið umsóknir sínar til baka. Þetta eru Bene­dikt Jóhann­es­son, Hann­es Jó­hanns­son og Þor­steinn Þor­geirs­son, sam­kvæmt svari frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, en áður hafði komið fram að tveir hefðu dregið umsókn sína til baka, til við­bótar við Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­mann Við­reisn­ar. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, mun skipa seðla­banka­stjóra á næst­unni, sem mun taka við af Má Guð­munds­syni, sem hættir nú á sum­ar­mán­uð­um, eftir tíu ár í starfi. For­sæt­is­ráð­herra hefur nú umsögn hæf­is­nefndar til skoð­un­ar.

Eins og áður var greint frá á vef Kjarn­ans, þá mat hæf­is­nefnd skipuð af for­­sæt­is­ráð­herra, fjóra umsækj­endur mjög vel hæfa, en umsækj­endur höfðu svo tíma til 19. júní til að skila inn athuga­semd­um. Minnst sjö umsækj­endur gerðu athuga­semdir við mat hæf­is­nefnd­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Þessir sem voru metnir mjög vel hæfir voru Gylfi Magn­ús­­son, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­­son, for­­seti hag­fræð­i­­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­­son, pró­­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­­son, ráð­gjafi seðla­­banka­­stjóra og fyrr­ver­andi aðal­­hag­fræð­ingur og aðstoð­­ar­­seðla­­banka­­stjóri. Allir hafa þeir dokt­or­s­­próf í hag­fræði.

Einn umsækj­enda, sem var nemi, upp­­­fyllti ekki skil­yrði til að vera hæfur í starfið og er því ekki í flokkun eftir hæfi, hjá nefnd­inn­i. 

For­­maður nefnd­­ar­innar er Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, en með henni í nefnd­inni eru Eyjólfur Guð­­­munds­­­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­­­­­nefndur af sam­­­starfs­­­nefnd háskóla­­­stigs­ins, og Þór­unn Guð­­­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­­­ar­lög­­­maður og vara­­­for­­­maður banka­ráðs, til­­­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­­banka Íslands.

Umsækj­endur voru upp­haf­lega sextán tals­ins:

Arnór Sig­hvats­­son, ráð­gjafi seðla­­banka­­stjóra 

Ásgeir Jóns­­son, dós­ent og for­­seti hag­fræð­i­­deildar Háskóla Íslands

Ásgeir Brynjar Torfa­­son, lektor við Háskóla Íslands

Bene­dikt Jóhann­es­­son, fyrrv. fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra

Gunnar Har­alds­­son, hag­fræð­ingur

Gylfi Arn­­björns­­son, hag­fræð­ingur

Gylfi Magn­ús­­son, dós­ent

Hannes Jóhanns­­son, hag­fræð­ingur

Jón Dan­í­els­­son, pró­­fessor

Jón G. Jóns­­son, for­­stjóri banka­­sýslu rík­­is­ins

Katrín Ólafs­dótt­ir, lektor

Sal­vör Sig­ríður Jóns­dótt­ir, nemi

Sig­­urður Hann­es­­son, fram­­kvæmda­­stjóri 

Sturla Páls­­son, fram­­kvæmda­­stjóri mark­aðsvið­­skipta og fjár­­­stýr­ingar í Seðla­­banka Íslands

Vil­hjálmur Bjarna­­son, lektor

Þor­­steinn Þor­­geir­s­­son, sér­­stakur ráð­gjafi á skrif­­stofu seðla­­banka­­stjóra

Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent