Skora á sveitarfélögin að semja við SGS og Eflingu um sömu greiðslur

Forsvarsmenn Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar segja það með öllu ólíðandi að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga semji ekki við SGS og Eflingu um sömu greiðslur og aðrir munu fá þann 1. ágúst næstkomandi.

Efling - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

Starfs­greina­sam­bandið og Efl­ing skora á sveit­ar­fé­lögin að semja við S­GS og Efl­ingu um sömu greiðslur og aðrir munu fá þann 1. ágúst næst­kom­andi eða taka að öðrum kosti sjálf­stæða ákvörðun um að greiða sínu fólki inn á vænt­an­legan kjara­samn­ing til jafns við annað starfs­fólk, að því er segir í sam­eig­in­legri frétta­til­kynn­ingu Starfs­greina­sam­bands Íslands (SGS) og Efl­ing­ar. 

SGS og Efl­ing hafa átt í kjara­samn­ings­við­ræðum við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga vegna félags­manna sinna sem vinna hjá sveit­ar­fé­lögum öðrum en Reykja­vík­ur­borg. Við­ræð­urnar hafa gengið bæði hægt og illa, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

Auglýsing
Sér­stak­lega ­greinir á um líf­eyr­is­málum og að sveit­ar­fé­lögin hafi ekki staðið við fyr­ir­heit sín um að jafna líf­eyr­is­rétt­indi milli félags­manna BSRB og félags­manna S­GS og Efl­ingar innan ASÍ.

Í til­kynn­ing­unni segir að samn­inga­nefnd Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga hafi nú þeg­ar ­samið við ein­stök sam­bönd og stétt­ar­fé­lög um að þeir félags­menn sem starfa hjá sveit­ar­fé­lög­un­um, skuli fá greiddar 105.000 krón­ur, miðað við fullt starf,  þann 1. ágúst næst kom­and­i ­sem greiðslu inn á vænt­an­legan samn­ing. Þar á meðal eru sam­tökin BSRB en greint var frá því í dag að BSRB hafi náð sam­komu­lagi við Sam­­band ís­­lenskra sveit­­ar­­fé­laga og Reykja­vík­­­ur­­borg um fram­hald kjara­við­ræðn­a. 

Því hafa S­GS og Efl­ing kraf­ist þess að félags­menn þeirra hjá sveit­ar­fé­lög­un­um ­fái líka umrædda greiðslu en sam­kvæmt félög­unum var því alfarið hafnað af hálfu samn­inga­nefnd­ar sveit­ar­fé­laga ­með þeim rökum að S­GS og Efl­ing væru búin að vísa kjara­deil­unni til rík­is­sátta­semj­ara. Í til­kynn­ing­unni segir að það sé  öllu ólíð­andi.

Enn fremur kemur fram að það sé samn­inga­nefnd Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­lag „til vansa að skilja sína lægst laun­uðu starfs­menn eftir eina úti í kuld­an­um. Starfs­greina­sam­band Íslands og Efl­ing trúa því ekki fyrr en á reyn­ir, að sveit­ar­stjórn­ar­menn hygg­ist koma svona fram við sitt frá­bæra starfs­fólk.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent