Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir júní 2019 voru vöruviðskipti þess mánaðar óhagstæð um 22,8 milljarða króna. Verðmæti vöruútflutnings nam 46,5 milljörðum króna og innflutnings 69,3 milljörðum króna.
Vöruviðskipti í júní reiknuð á fob verðmæti voru þar af leiðir óhagstæð um 22,8 milljarða króna. Sé miðað við júní 2018 hafi vöruviðskiptin verið óhagstæð um 20,2 milljarða króna á gengi hvors árs.
Samkvæmt bráðabirgðatölunum var vöruviðskiptajöfnuður án skipa og flugvéla óhagstæður um 21,6 milljarða króna í júní síðastliðnum miðað við 18,2 milljarða í júní 2018.
Mesta lækkun milli ára var í viðskiptum með iðnaðarvörur en í júní 2019 var verðmæti vöruútflutnings fjórum milljörðum króna lægri en í júní 2018. Verðmæti vöruinnflutnings í júní 2019 var 1,3 milljörðum króna lægri en í júní 2018 og var lækkunin mest í eldsneyti, smurolíu og neysluvörum.