Deutsche Bank hagræðir og segir upp þúsundum starfsmanna

Þýski bankinn Deutsche Bank mun minnka umtalsvert og draga saman seglin í fjárfestingabankastarfsemi á öllum helstu starfsstöðvum sínum. Liður í þessum aðgerðum verður að segja upp þúsundum starfsmanna.

Deutsche Bank
Auglýsing

Yfir­maður Deutsche Bank í Japan til­kynnti öllum starfs­mönnum bank­ans þar í landi, að lík­lega yrðu störf þeirra lögð niður á næst­unni og starf­semi bank­ans breytt mik­ið. Þetta gerði hann innan við átta klukku­stundum eftir að Christ­ian Sewing, for­stjóri bank­ans, hafði kynnt hag­ræð­ing­ar­að­gerðir fyrir yfir­mönnum helstu deilda og fram­kvæmda­stjórum hjá bank­an­um. 

Búist er við því að 18 þús­und manns verði sagt upp störfum á næst­unni hjá bank­anum en heild­ar­starfs­manna­fjöldi bank­ans er 91 þús­und. Hann er með höf­uð­stöðvar í Frank­furt í Þýska­land­i. 

Allar aðrar aðgerðir - eins og sam­ein­ing­ar­við­ræður við Commerz­bank - hafa ekki skilað nægi­lega miklum árangri og er Sewing sagður hafa viljað grípa taf­ar­laust til aðgerða, enda tap­rekstur af mörgum deildum bank­ans. 

Auglýsing

Í dag hefur mark­aðsvirði bank­ans fallið um 5,4 pró­sent og er það nú 15,5 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 2 þús­und millj­örðum króna. Á innan við 18 mán­uðum hefur mark­aðsvirði bank­ans helm­inga­st, og útlit er fyrir að erf­ið­leikar bank­ans séu ekki að baki. 

Í bréfi til starfs­manna segir Sewing að næstu tvö árin muni fara í að fram­kvæma hag­ræð­ing­ar­að­gerð­irnar en yfir­menn ein­stakra deilda fá það verk­efni að fram­kvæma þær. Búist er við að aðgerða­á­ætl­unin verði komin til fram­kvæmda að fullu árið 2022. 

Sewing segir í bréfi til starfs­manna að það hafi reynst Deutsche Bank dýr­keypt að reyna að keppa við aðra stóra fjár­fest­inga­banka á Wall Street, á meðan kjarna­starf­semi bank­ans hafi verið hefð­bundin við­skipta­banka­starf­semi í Þýska­landi. Með þessum aðgerðum ætlar bank­inn að hætta starf­semi sem fellur utan kjarna­starf­semi og ein­blína á að ná við­un­andi arð­semi af kjarna­starf­sem­inn­i. 

Deutsche Bank hefur verið mikið í umræð­unni, und­an­far­inn rúman ára­tug, vegna óábyrgra og ólög­mætra fjár­mála­gjörn­ina, en bank­inn hefur ítrekað þurft að greiða sekt­ar­greiðslur vegna ólög­mætra við­skipta­hátta, meðal ann­ars vegna mark­aðs­mis­notk­unar á mark­aði með vaxta­álög. 

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent