Deutsche Bank hagræðir og segir upp þúsundum starfsmanna

Þýski bankinn Deutsche Bank mun minnka umtalsvert og draga saman seglin í fjárfestingabankastarfsemi á öllum helstu starfsstöðvum sínum. Liður í þessum aðgerðum verður að segja upp þúsundum starfsmanna.

Deutsche Bank
Auglýsing

Yfir­maður Deutsche Bank í Japan til­kynnti öllum starfs­mönnum bank­ans þar í landi, að lík­lega yrðu störf þeirra lögð niður á næst­unni og starf­semi bank­ans breytt mik­ið. Þetta gerði hann innan við átta klukku­stundum eftir að Christ­ian Sewing, for­stjóri bank­ans, hafði kynnt hag­ræð­ing­ar­að­gerðir fyrir yfir­mönnum helstu deilda og fram­kvæmda­stjórum hjá bank­an­um. 

Búist er við því að 18 þús­und manns verði sagt upp störfum á næst­unni hjá bank­anum en heild­ar­starfs­manna­fjöldi bank­ans er 91 þús­und. Hann er með höf­uð­stöðvar í Frank­furt í Þýska­land­i. 

Allar aðrar aðgerðir - eins og sam­ein­ing­ar­við­ræður við Commerz­bank - hafa ekki skilað nægi­lega miklum árangri og er Sewing sagður hafa viljað grípa taf­ar­laust til aðgerða, enda tap­rekstur af mörgum deildum bank­ans. 

Auglýsing

Í dag hefur mark­aðsvirði bank­ans fallið um 5,4 pró­sent og er það nú 15,5 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 2 þús­und millj­örðum króna. Á innan við 18 mán­uðum hefur mark­aðsvirði bank­ans helm­inga­st, og útlit er fyrir að erf­ið­leikar bank­ans séu ekki að baki. 

Í bréfi til starfs­manna segir Sewing að næstu tvö árin muni fara í að fram­kvæma hag­ræð­ing­ar­að­gerð­irnar en yfir­menn ein­stakra deilda fá það verk­efni að fram­kvæma þær. Búist er við að aðgerða­á­ætl­unin verði komin til fram­kvæmda að fullu árið 2022. 

Sewing segir í bréfi til starfs­manna að það hafi reynst Deutsche Bank dýr­keypt að reyna að keppa við aðra stóra fjár­fest­inga­banka á Wall Street, á meðan kjarna­starf­semi bank­ans hafi verið hefð­bundin við­skipta­banka­starf­semi í Þýska­landi. Með þessum aðgerðum ætlar bank­inn að hætta starf­semi sem fellur utan kjarna­starf­semi og ein­blína á að ná við­un­andi arð­semi af kjarna­starf­sem­inn­i. 

Deutsche Bank hefur verið mikið í umræð­unni, und­an­far­inn rúman ára­tug, vegna óábyrgra og ólög­mætra fjár­mála­gjörn­ina, en bank­inn hefur ítrekað þurft að greiða sekt­ar­greiðslur vegna ólög­mætra við­skipta­hátta, meðal ann­ars vegna mark­aðs­mis­notk­unar á mark­aði með vaxta­álög. 

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent