Niðurstöðu Bankasýslu ríkisins um hvort selja eigi ríkisbankana, Íslandsbanka og Landsbanka, er að vænta á allra næstu vikum.
Þetta segir Lárus Blöndal, formaður stjórnvar Bankasýslu ríkisins, í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann segist jafnframt telja hluti ríkisins í bönkum - þar af Íslandsbanka í heild og um 99 prósent hlut í Landsbankanum - vera söluvænlegri nú heldur en áður, á toppi hagsveiflunnar.
Hann segir að unnið sé eftir því, að söluferlið geti hafist á þessu ári og lokið á því næst, árið 2020.
Samkvæmt stefnu stjórnvalda, allt frá árinu 2009, hefur það verið á stefnuskrá stjórnvalda að selja hluti í bönkunum, en halda þó eftir stórum eignarhlut í Landsbankanum, 30 til 40 prósent.
Ríkissjóður á nú Íslandsbanka og Landsbankann að nær öllu leyti, eins og áður segir, en samanlagt eigið fé þessara banka nemur um 410 milljörðum króna þessi misserin.
Sé mið tekið af verðlagningunni á Arion banka, sem er skráður á markað, þá er virði bankanna um 280 til 330 milljarðar, en virði Arion banka hefur sveiflast lengst á milli 0,7 til 0,8 sinnum eigið fé.