Kókaínframleiðsla í mikilli sókn í Kólumbíu

Þrátt fyrir að það sé vitað með frekar mikilli nákvæmni, hvaðan kókaínið í heiminum kemur til landa heimsins, þá gengur lítið að hefta framleiðsluna. Dauðsföllum vegna ofneyslu hefur farið fjölgandi.

Kókaín
Auglýsing

Kókaín er unnið úr kóka­laufum og er stærsta fram­leiðslu­land heims­ins Kól­umbía. Sam­kvæmt umfjöllun The Economist hefur eft­ir­spurn eftir kóka­íni farið vax­andi og fram­leiðsla í land­inu hefur aldrei ver­iði meiri en nú.

Ýmis­legt hefur verið reynt til að hefta kóka­ín­fram­leiðslu og reyna að fá bændur - sem hafa ræktað upp kóka­lauf og þannig unnið að fram­leiðslu kóka­íns, oft í sam­vinnu við skipu­lögð glæpa­sam­tök - til að sinna annarri í rækt­un. 

Þannig gripu stjórn­völd í Kól­umbíu til þess ráðs, í sam­vinnu við stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna sem berst gegn fíkni­efnum og skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, UNODC, að borga bændum fyrir að hætta kóka­laufs­fram­leiðslu og snúa sér frekar að öðru. Þannig fengur þeir 312 Banda­ríkja­dali, jafn­virði rúm­lega 42 þús­und króna, á mán­uði fyrir að hefja ræktun á ein­hverju öðru, lög­leg­u. 

Auglýsing

Þetta skil­aði árangri í sumum til­vik­um, en öðrum ekki. Svo virð­ist sem bændur sjái sér oftar hag í því að halda áfram kóka­laufs­fram­leiðslu - vegna hagn­að­ar­von­ar­innar - og yfir­völd hafa ekki heft hana að neinu marki, þrátt fyrir að vitað sé með tölu­vert mik­illi nákvæmni, hvar hún á sér stað. Vonir standa þó til þess að til langs tíma þá muni bændur snúa sér meira að annarri rækt­un.

Sam­kvæmt umfjöllun The Economist hefur eft­ir­spurn eftir kóka­íni í heim­inum verið að aukast, að með­al­tali. Í sumum löndum hefur hún auk­ist mik­ið. 

Dauðs­föllum vegna ofneyslu kóka­íns hefur einnig farið fjölg­andi, en erf­ið­lega hefur gengið að hefta útbreiðslu fíkni­efn­is­ins.

Sá mark­aður sem hefur verið að efl­ast einna mest er í Asíu, en sam­hliða miklum efna­hags­legum upp­gangi hefur eft­ir­spurn eftir kóka­íni auk­ist jafnt og þétt, og bæði dauðs­föllum vegna ofneyslu og dóms­málum sem tengj­ast neyslu og dreif­ingu á kóka­íni, hefur farið fjölg­andi.

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent