Skörp lækkun á markaðsvirði Icelandair

Útlit er fyrir að kyrrsetningin á Max vélunum frá Boeing muni vera í gildi í langan tíma í viðbót.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Gengi bréfa í Icelandair hefur hríð­fallið í dag, en þegar þetta er skrifað hefur mark­aðsvirði félags­ins fallið um 4,31 pró­sent. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu félags­ins er útlit fyrir að alþjóð­leg kyrr­setn­ing á Boeing 737 Max vél­unum muni vara lengur en áður hafði verið reiknað með. 

Áhrifin af kyrr­setn­ing­unni eru víð­tæk, en ekki liggur þó fyrir enn hversu mikil þau verða fjár­hags­lega þegar upp verður stað­ið, þar sem ekki er ljóst hvort Boeing mun greiða flug­fé­lög­unum bætur sem hafa orðið fyrir tjóni vegna kyrr­setn­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Sam­kvæmt til­kynn­ingu Icelandair í dag til kaup­hallar þá hefur félagið bætt fimm vélum við flota félags­ins, en samn­ingar vegna þeirra renna út í lok ágúst. Þá eru aðrar þrjár vélar í rekstri út sept­em­ber og vinnur félagið nú að því að útvega fleiri vélar eftir það. 

Í til­kynn­ing­unni segir að sæta­fram­boð drag­ist saman um fjögur pró­sent frá 16. sept­em­ber til 26. októ­ber, vegna þessa. Félagið vinnur nú að því að láta far­þega vita sem verða fyrir áhrifum vegna kyrr­setn­ing­ar­inn­ar.

Ekki liggur fyrir hversu lengi alþjóð­leg kyrr­setn­ing á Max vél­unum verður í gildi, en sam­kvæmt frá­sögnum erlendra fjöl­miðla þá er jafn­vel gert ráð fyrir að hún geti varað fram að ára­mót­um. Kyrr­setn­ingin tók gildi eftir að tvær Max vélar hröp­uðu með stuttu milli­bili, 29. októ­ber og 13. mars, með þeim afleið­ingum að 346 létu líf­ið, allir um borð í báðum vél­un­um.

Þrátt fyrir nei­kvæð áhrif af kyrr­setn­ing­unni á Max vél­un­um, þá hefur Icelandair aldrei flutt fleiri far­þega til lands­ins en það sem af er sum­ri, eða 354 þús­und far­þega í maí og júní.

Far­þega­fjöld­inn var 257 þús­und á sama tíma­bili í fyrra. Bók­anir á mark­aðnum til Íslands séu rúm­lega 20 pró­sent fleiri á tíma­bil­inu júlí til októ­ber miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Mark­aðsvirði Icelandair er nú um 54 millj­arðar króna. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent