Skörp lækkun á markaðsvirði Icelandair

Útlit er fyrir að kyrrsetningin á Max vélunum frá Boeing muni vera í gildi í langan tíma í viðbót.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Gengi bréfa í Icelandair hefur hríð­fallið í dag, en þegar þetta er skrifað hefur mark­aðsvirði félags­ins fallið um 4,31 pró­sent. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu félags­ins er útlit fyrir að alþjóð­leg kyrr­setn­ing á Boeing 737 Max vél­unum muni vara lengur en áður hafði verið reiknað með. 

Áhrifin af kyrr­setn­ing­unni eru víð­tæk, en ekki liggur þó fyrir enn hversu mikil þau verða fjár­hags­lega þegar upp verður stað­ið, þar sem ekki er ljóst hvort Boeing mun greiða flug­fé­lög­unum bætur sem hafa orðið fyrir tjóni vegna kyrr­setn­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Sam­kvæmt til­kynn­ingu Icelandair í dag til kaup­hallar þá hefur félagið bætt fimm vélum við flota félags­ins, en samn­ingar vegna þeirra renna út í lok ágúst. Þá eru aðrar þrjár vélar í rekstri út sept­em­ber og vinnur félagið nú að því að útvega fleiri vélar eftir það. 

Í til­kynn­ing­unni segir að sæta­fram­boð drag­ist saman um fjögur pró­sent frá 16. sept­em­ber til 26. októ­ber, vegna þessa. Félagið vinnur nú að því að láta far­þega vita sem verða fyrir áhrifum vegna kyrr­setn­ing­ar­inn­ar.

Ekki liggur fyrir hversu lengi alþjóð­leg kyrr­setn­ing á Max vél­unum verður í gildi, en sam­kvæmt frá­sögnum erlendra fjöl­miðla þá er jafn­vel gert ráð fyrir að hún geti varað fram að ára­mót­um. Kyrr­setn­ingin tók gildi eftir að tvær Max vélar hröp­uðu með stuttu milli­bili, 29. októ­ber og 13. mars, með þeim afleið­ingum að 346 létu líf­ið, allir um borð í báðum vél­un­um.

Þrátt fyrir nei­kvæð áhrif af kyrr­setn­ing­unni á Max vél­un­um, þá hefur Icelandair aldrei flutt fleiri far­þega til lands­ins en það sem af er sum­ri, eða 354 þús­und far­þega í maí og júní.

Far­þega­fjöld­inn var 257 þús­und á sama tíma­bili í fyrra. Bók­anir á mark­aðnum til Íslands séu rúm­lega 20 pró­sent fleiri á tíma­bil­inu júlí til októ­ber miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Mark­aðsvirði Icelandair er nú um 54 millj­arðar króna. 

Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent