Landsvirkjun semur um 19 milljarða sambankalán tengt sjálfbærnimarkmiðum

Fjárhagsstaða Landsvirkjunar er sterk þessi misserin, en fyrirtækið er að öllu leyti í eigu ríkisins.

landsvirkjun
Auglýsing

Lands­virkjun skrif­aði í dag undir nýtt sam­banka­lán án rík­is­á­byrgðar að fjár­hæð 150 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega 19 millj­örðum króna. Lánið er fjöl­mynta veltilán sem notað verður til almennrar fjár­stýr­ingar og veitir Lands­virkjun aðgengi að fjár­munum sem fyr­ir­tækið getur dregið á og end­ur­greitt eftir þörf­um. 

Lánið er til þriggja ára með heim­ild til fram­leng­ingar tvisvar, um eitt ár í senn, en með því end­ur­fjár­magnar Lands­virkjun eldra sam­banka­lán fyr­ir­tæk­is­ins sem var að fjár­hæð 200 millj­ónir Banda­ríkja­dala og með loka­dag í des­em­ber 2020. Nýja lánið er lægra að fjár­hæð og end­ur­speglar það minni þörf fyrir aðgengi að lausa­fé, ásamt sterk­ari fjár­hags­legri stöðu fyr­ir­tæk­is­ins.

Nýja veltilánið kemur í kjöl­far þess að Lands­virkjun gaf út græn skulda­bréf fyrir 200 millj­ónir Banda­ríkja­dala árið 2018, eða sem nemur um 25 millj­örðum króna, og end­ur­speglar áherslur fyr­ir­tæk­is­ins á fjár­mögnun sem er tengd sjálf­bærni, að því er segir í til­kynn­ingu. „Lands­virkjun styður heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna og leggur sér­staka áherslu á þrjú af mark­mið­unum í dag­legum rekstri, þ.e. mark­mið 5 um jafn­rétti, mark­mið 7 um sjálf­bæra orku og mark­mið 13 um aðgerðir í lofts­lags­mál­u­m,“ segir í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un.

Auglýsing

Vaxta­kjör nýja láns­ins eru tengd árangri Lands­virkj­unar við að upp­fylla ákveðin við­mið tengd sjálf­bærni. Við­miðin end­ur­spegla áherslur Lands­virkj­unar á heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna og sam­fé­lags­á­byrgð og eru tengd umhverfi, jafn­rétti og heilsu og öryggi. Árangur Lands­virkj­unar í að upp­fylla við­miðin er met­inn árlega og stað­festur af þriðja aðila.

Við­skipta­bankar Lands­virkj­unar veita nýja lánið og voru umsjón­ar­að­ilar Barclays Bank PLC og SEB. Aðrir þátt­tak­endur í lán­inu eru ING Belgium SA/NV, Arion banki hf. og BNP Pari­bas.

Lands­virkjun er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins en eigið fé Lands­virkj­unar var 2,1 millj­arður Banda­ríkja­dala í lok árs í fyrra, eða sem nemur um 264,6 millj­örðum íslenskra króna. Heild­ar­eignir fyr­ir­tæk­is­ins, sem liggja ekki síst í virkj­un­um, námu 4,5 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 567 millj­örðum króna.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent