19,2 prósent fækkun ferðamanna eftir fall WOW air

Ferðaþjónustan er nú að upplifa mikinn samdrátt. Ferðamönnum frá Rússlandi fjölgaði umtalsvert, eða um 25 prósent.

WOW AIR
Auglýsing

Fjöldi erlendra ferða­manna um Leifs­stöð nam tæp­lega 442 þús­und manns á öðrum árs­fjórð­ungi borið saman við 547 þús­und á sama fjórð­ungi í fyrra. Ferða­mönnum fækk­aði því um 105 þús­und eða 19,2 pró­sent, að því er fram kemur í Hag­sjá Lands­bank­ans. 

Á fyrsta árs­fjórð­ungi nam fækk­unin 4,7 pró­sent­um, og því hefur sam­drátt­ur­inn í komu ferða­manna auk­ist tölu­vert, eftir að WOW air féll í lok mars­mán­að­ar.

Á fyrri árs­helm­ingi fækk­aði ferða­mönnum um 12,4 pró­sent, en sam­kvæmt hag­spá Hag­stofu Íslands þá er gert ráð fyrir að sam­drátt­ur­inn í komu ferða­manna til lands­ins geti orðið 17 pró­sent. 

Auglýsing

Hag­spá Seðla­bank­ans, sem gerir ráð fyrir 0,4 pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári, gerir ráð fyrir að hækkun ferða­manna verði 10,5 pró­sent miðað við árið í fyrra.

Mesta hlut­falls­lega fækk­unin á öðrum fjórð­ungi var hjá Írum, en þeim fækk­aði um 43 pró­sent milli ára. 

Ísra­els­búum fækk­aði síðan um 41,7 pró­sent milli ára en þar á eftir komu Norð­ur­-Am­er­íku­rík­in; Kanada og Banda­rík­in. 

Fækk­unin hjá Kana­da­búum var 33,2 pró­sent en hún var ívið meiri hjá Banda­ríkja­mönnum eða 34,5 pró­sent. „Fækkun Banda­ríkja­manna og Kana­da­búa í júní var í góðu sam­ræmi við þá fækkun sem var í apríl og maí en fækkun þess­ara þjóða hefur verið tölu­vert meiri en t.d. þjóða Evr­ópu eftir brott­hvarf Wow air. Þennan mis­mun má skýra með meiri hlut­deild Wow air í flug til og frá Banda­ríkj­unum en Evr­ópu,“ segir í hag­sjá Lands­bank­ans.   

Mesta fjölg­unin var hjá ferða­mönnum frá Rúss­landi, en þeim fjölg­aði um 25 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi árs­ins og fjölg­unin á ferða­mönnum frá Kína var 11 pró­sent. 

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent