Fasteignaskattur hækkað í 14 af 15 stærstu sveitarfélögum landsins

Innheimtur fasteignaskattur hækkaði hjá 14 af 15 sveitarfélögum á árunum 2013 til 2019 og nemur hækkunin frá 9,2 prósent í sérbýli í Vestmannaeyjum þar sem hún er minnst upp í 136 prósent í fjölbýli í Keflavík, Reykjanesbæ þar sem hún er mest.

Reykjanesbær Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Úttekt verð­lags­eft­ir­lits ASÍ sýnir að fast­eigna­gjöld hafa í mörgum til­fellum hækkað mikið á síð­ustu sex árum í 15 stærstu sveit­ar­fé­lögum lands­ins. Mestar eru hækk­anir á fast­eigna­skött­um, lóða­leigu og sorp­hirðu­gjöldum en miklar hækk­anir má finna í öllum gjalda­flokk­um. Þá hefur fast­eigna­skattur hækkað í 14 af 15 stærstu sveit­ar­fé­lög­unum lands­ins, þar af hefur fast­eigna­skattur hækkað mest í fjöl­býli í Kefla­vík eða um 136 pró­sent. 

Fast­eigna­skattur hækkað mikið sam­hliða hækk­un fast­eigna­verðs 

Fast­eigna­gjöld eru árlega lögð á allar fast­eignir og ber eig­andi á hverjum tíma ábyrgð á greiðslu þeirra. Fast­eigna­gjöld skipt­ast í fast­eigna­skatt, lóð­ar­leigu, sorp­hirðu­gjald og gjald vegna end­ur­vinnslu­stöðv­a. 

Í úttekt verð­laga­eft­ir­lits ASÍ er tekin sama þróun fast­eigna­gjalda á íbúð­ar­hús­næði í 15 stærstu sveit­ar­fé­lögum lands­ins frá árunum 2013 til 2019. Í úttekt­inni kemur fram að fast­eigna­skatt­ur, ­sem er reikn­aður út frá fast­eigna­mati, hafi hækkað mikið síð­ustu ár sam­hliða hækk­un fast­eigna­verðs. 

Auglýsing

Hækk­andi fast­eigna­mat hefur þó einnig áhrif á önnur fast­eigna­gjöld líkt og lóða­leigu, frá­veitu­gjöld og vatns­gjöld. Fast­eigna­mat ásamt álagn­ing­ar­hlut­falli sveit­ar­fé­lag­anna er í flestum til­fellum gjald­stofn fyrir inn­heimtu fast­eigna­gjalda. Í úttekt­inni segir að ein­hver sveit­ar­fé­lög hafi lækkað álagn­ing­ar­hlut­föll á móti til að minnka áhrif af hækk­andi fast­eigna- og lóða­mati en sam­kvæmt verð­lags­eft­ir­lit­inu hafa slíkar mót­væg­is­að­gerðir ekki alltaf verið nægi­lega miklar til að draga úr hækk­unum fast­eigna­gjalda.

Mestar hækk­anir í Reykja­nesbæ en minnstar í Vest­manna­eyjabæ

Á tíma­bil­inu 2013 til 2019 lækk­aði álagn­ing­ar­hlut­fall hjá 10 af 15 sveit­ar­fé­lög­um, stóð í stað hjá þremur sveit­ar­fé­lögum og hækk­aði hjá tveimur sveit­ar­fé­lög­um. Þrátt fyrir það hefur inn­heimtur fast­eigna­skattur í flestum til­fellum hækkað mikið síðan árið 2014.

Mynd:ASÍÞegar til­lit hefur verið tekið til breyt­inga á fast­eigna­mati má sjá að inn­heimtur fast­eigna­skattur hækk­aði hjá 14 af 15 sveit­ar­fé­lögum á tíma­bil­inu og nemur hækk­unin frá 9,2 pró­sent í sér­býli í Vest­manna­eyjum þar sem hún er minnst upp í 136 pró­sent í fjöl­býli í Kefla­vík, Reykja­nesbæ þar sem hún er mest.

Næst mest hækkar inn­heimtur fast­eigna­skattur í fjöl­býli í Njarð­vík, Reykja­nes­bæ, 131,2 pró­sent en þar á eftir kemur Reykja­vík­ur­borg með 65,7 pró­sent hækkun í fjöl­býli í Laug­ar­nes­hverf­i/Vogum og 65 pró­sent hækk­anir í Selja­hverf­i. 

Í sér­býli eru mestar hækk­anir í Kefla­vík, Reykja­nes­bæ, 124 pró­sent og næst mestar í Njarð­vík, Reykja­nes­bæ, 121,7 pró­sent. Þar á eftir kemur Fjarð­ar­byggð með 71,7 pró­sent hækk­un. Minnstar hækk­anir eru í sér­býli hjá Vest­manna­eyja­bæ, 9,2 pró­sent.

Miklar hækk­anir á Sel­tjarn­ar­nesi

Sorp­hirðu­gjöld eru hluti af fast­eigna­gjöldum og er inn­heimt sem föst krónu­tala á hverja íbúð eða fjölda tunna við hús og hefur fast­eigna- og lóða­mat þar engin áhrif á. Í úttekt­inni má sjá að frá árinu 2014 hafa sorp­hirðu­gjöld áður hækkað hjá öllum sveit­ar­fé­lögum og í mörgum til­fellum mik­ið. Mest hafa gjöldin hækkað hjá Sel­tjarn­ar­nesbæ um  114 pró­sent og næst mest hjá Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg um 84,5 pró­sent. Vest­manna­eyja­bær kemur þar á eftir með 75,4 pró­sent hækk­un  og Kópa­vogs­bær með 75,2 pró­sent hækk­un. Minnst hækk­uðu sorp­hirðu­gjöldin hjá Reykja­nes­bæ, Akra­nes­kaup­stað og Ísa­fjarð­ar­bæ.

Mynd:ASÍ

Annað dæmi um mikla hækkun á Sel­tjarn­ar­nes­inu er hækkun á frá­veitu­gjöldum í fjöl­býli en á tíma­bil­inu hækk­uðu inn­heimt frá­veitu­gjöld mest hjá Sel­tjarn­ar­nes­kaup­stað eða um alls 128 pró­sent. Þau hækkuð næst mest hjá Reykja­nes bæ eða um 79 pró­sent. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin
Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent