Fasteignaskattur hækkað í 14 af 15 stærstu sveitarfélögum landsins

Innheimtur fasteignaskattur hækkaði hjá 14 af 15 sveitarfélögum á árunum 2013 til 2019 og nemur hækkunin frá 9,2 prósent í sérbýli í Vestmannaeyjum þar sem hún er minnst upp í 136 prósent í fjölbýli í Keflavík, Reykjanesbæ þar sem hún er mest.

Reykjanesbær Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Úttekt verð­lags­eft­ir­lits ASÍ sýnir að fast­eigna­gjöld hafa í mörgum til­fellum hækkað mikið á síð­ustu sex árum í 15 stærstu sveit­ar­fé­lögum lands­ins. Mestar eru hækk­anir á fast­eigna­skött­um, lóða­leigu og sorp­hirðu­gjöldum en miklar hækk­anir má finna í öllum gjalda­flokk­um. Þá hefur fast­eigna­skattur hækkað í 14 af 15 stærstu sveit­ar­fé­lög­unum lands­ins, þar af hefur fast­eigna­skattur hækkað mest í fjöl­býli í Kefla­vík eða um 136 pró­sent. 

Fast­eigna­skattur hækkað mikið sam­hliða hækk­un fast­eigna­verðs 

Fast­eigna­gjöld eru árlega lögð á allar fast­eignir og ber eig­andi á hverjum tíma ábyrgð á greiðslu þeirra. Fast­eigna­gjöld skipt­ast í fast­eigna­skatt, lóð­ar­leigu, sorp­hirðu­gjald og gjald vegna end­ur­vinnslu­stöðv­a. 

Í úttekt verð­laga­eft­ir­lits ASÍ er tekin sama þróun fast­eigna­gjalda á íbúð­ar­hús­næði í 15 stærstu sveit­ar­fé­lögum lands­ins frá árunum 2013 til 2019. Í úttekt­inni kemur fram að fast­eigna­skatt­ur, ­sem er reikn­aður út frá fast­eigna­mati, hafi hækkað mikið síð­ustu ár sam­hliða hækk­un fast­eigna­verðs. 

Auglýsing

Hækk­andi fast­eigna­mat hefur þó einnig áhrif á önnur fast­eigna­gjöld líkt og lóða­leigu, frá­veitu­gjöld og vatns­gjöld. Fast­eigna­mat ásamt álagn­ing­ar­hlut­falli sveit­ar­fé­lag­anna er í flestum til­fellum gjald­stofn fyrir inn­heimtu fast­eigna­gjalda. Í úttekt­inni segir að ein­hver sveit­ar­fé­lög hafi lækkað álagn­ing­ar­hlut­föll á móti til að minnka áhrif af hækk­andi fast­eigna- og lóða­mati en sam­kvæmt verð­lags­eft­ir­lit­inu hafa slíkar mót­væg­is­að­gerðir ekki alltaf verið nægi­lega miklar til að draga úr hækk­unum fast­eigna­gjalda.

Mestar hækk­anir í Reykja­nesbæ en minnstar í Vest­manna­eyjabæ

Á tíma­bil­inu 2013 til 2019 lækk­aði álagn­ing­ar­hlut­fall hjá 10 af 15 sveit­ar­fé­lög­um, stóð í stað hjá þremur sveit­ar­fé­lögum og hækk­aði hjá tveimur sveit­ar­fé­lög­um. Þrátt fyrir það hefur inn­heimtur fast­eigna­skattur í flestum til­fellum hækkað mikið síðan árið 2014.

Mynd:ASÍÞegar til­lit hefur verið tekið til breyt­inga á fast­eigna­mati má sjá að inn­heimtur fast­eigna­skattur hækk­aði hjá 14 af 15 sveit­ar­fé­lögum á tíma­bil­inu og nemur hækk­unin frá 9,2 pró­sent í sér­býli í Vest­manna­eyjum þar sem hún er minnst upp í 136 pró­sent í fjöl­býli í Kefla­vík, Reykja­nesbæ þar sem hún er mest.

Næst mest hækkar inn­heimtur fast­eigna­skattur í fjöl­býli í Njarð­vík, Reykja­nes­bæ, 131,2 pró­sent en þar á eftir kemur Reykja­vík­ur­borg með 65,7 pró­sent hækkun í fjöl­býli í Laug­ar­nes­hverf­i/Vogum og 65 pró­sent hækk­anir í Selja­hverf­i. 

Í sér­býli eru mestar hækk­anir í Kefla­vík, Reykja­nes­bæ, 124 pró­sent og næst mestar í Njarð­vík, Reykja­nes­bæ, 121,7 pró­sent. Þar á eftir kemur Fjarð­ar­byggð með 71,7 pró­sent hækk­un. Minnstar hækk­anir eru í sér­býli hjá Vest­manna­eyja­bæ, 9,2 pró­sent.

Miklar hækk­anir á Sel­tjarn­ar­nesi

Sorp­hirðu­gjöld eru hluti af fast­eigna­gjöldum og er inn­heimt sem föst krónu­tala á hverja íbúð eða fjölda tunna við hús og hefur fast­eigna- og lóða­mat þar engin áhrif á. Í úttekt­inni má sjá að frá árinu 2014 hafa sorp­hirðu­gjöld áður hækkað hjá öllum sveit­ar­fé­lögum og í mörgum til­fellum mik­ið. Mest hafa gjöldin hækkað hjá Sel­tjarn­ar­nesbæ um  114 pró­sent og næst mest hjá Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg um 84,5 pró­sent. Vest­manna­eyja­bær kemur þar á eftir með 75,4 pró­sent hækk­un  og Kópa­vogs­bær með 75,2 pró­sent hækk­un. Minnst hækk­uðu sorp­hirðu­gjöldin hjá Reykja­nes­bæ, Akra­nes­kaup­stað og Ísa­fjarð­ar­bæ.

Mynd:ASÍ

Annað dæmi um mikla hækkun á Sel­tjarn­ar­nes­inu er hækkun á frá­veitu­gjöldum í fjöl­býli en á tíma­bil­inu hækk­uðu inn­heimt frá­veitu­gjöld mest hjá Sel­tjarn­ar­nes­kaup­stað eða um alls 128 pró­sent. Þau hækkuð næst mest hjá Reykja­nes bæ eða um 79 pró­sent. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent