Fasteignaskattur hækkað í 14 af 15 stærstu sveitarfélögum landsins

Innheimtur fasteignaskattur hækkaði hjá 14 af 15 sveitarfélögum á árunum 2013 til 2019 og nemur hækkunin frá 9,2 prósent í sérbýli í Vestmannaeyjum þar sem hún er minnst upp í 136 prósent í fjölbýli í Keflavík, Reykjanesbæ þar sem hún er mest.

Reykjanesbær Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Úttekt verð­lags­eft­ir­lits ASÍ sýnir að fast­eigna­gjöld hafa í mörgum til­fellum hækkað mikið á síð­ustu sex árum í 15 stærstu sveit­ar­fé­lögum lands­ins. Mestar eru hækk­anir á fast­eigna­skött­um, lóða­leigu og sorp­hirðu­gjöldum en miklar hækk­anir má finna í öllum gjalda­flokk­um. Þá hefur fast­eigna­skattur hækkað í 14 af 15 stærstu sveit­ar­fé­lög­unum lands­ins, þar af hefur fast­eigna­skattur hækkað mest í fjöl­býli í Kefla­vík eða um 136 pró­sent. 

Fast­eigna­skattur hækkað mikið sam­hliða hækk­un fast­eigna­verðs 

Fast­eigna­gjöld eru árlega lögð á allar fast­eignir og ber eig­andi á hverjum tíma ábyrgð á greiðslu þeirra. Fast­eigna­gjöld skipt­ast í fast­eigna­skatt, lóð­ar­leigu, sorp­hirðu­gjald og gjald vegna end­ur­vinnslu­stöðv­a. 

Í úttekt verð­laga­eft­ir­lits ASÍ er tekin sama þróun fast­eigna­gjalda á íbúð­ar­hús­næði í 15 stærstu sveit­ar­fé­lögum lands­ins frá árunum 2013 til 2019. Í úttekt­inni kemur fram að fast­eigna­skatt­ur, ­sem er reikn­aður út frá fast­eigna­mati, hafi hækkað mikið síð­ustu ár sam­hliða hækk­un fast­eigna­verðs. 

Auglýsing

Hækk­andi fast­eigna­mat hefur þó einnig áhrif á önnur fast­eigna­gjöld líkt og lóða­leigu, frá­veitu­gjöld og vatns­gjöld. Fast­eigna­mat ásamt álagn­ing­ar­hlut­falli sveit­ar­fé­lag­anna er í flestum til­fellum gjald­stofn fyrir inn­heimtu fast­eigna­gjalda. Í úttekt­inni segir að ein­hver sveit­ar­fé­lög hafi lækkað álagn­ing­ar­hlut­föll á móti til að minnka áhrif af hækk­andi fast­eigna- og lóða­mati en sam­kvæmt verð­lags­eft­ir­lit­inu hafa slíkar mót­væg­is­að­gerðir ekki alltaf verið nægi­lega miklar til að draga úr hækk­unum fast­eigna­gjalda.

Mestar hækk­anir í Reykja­nesbæ en minnstar í Vest­manna­eyjabæ

Á tíma­bil­inu 2013 til 2019 lækk­aði álagn­ing­ar­hlut­fall hjá 10 af 15 sveit­ar­fé­lög­um, stóð í stað hjá þremur sveit­ar­fé­lögum og hækk­aði hjá tveimur sveit­ar­fé­lög­um. Þrátt fyrir það hefur inn­heimtur fast­eigna­skattur í flestum til­fellum hækkað mikið síðan árið 2014.

Mynd:ASÍÞegar til­lit hefur verið tekið til breyt­inga á fast­eigna­mati má sjá að inn­heimtur fast­eigna­skattur hækk­aði hjá 14 af 15 sveit­ar­fé­lögum á tíma­bil­inu og nemur hækk­unin frá 9,2 pró­sent í sér­býli í Vest­manna­eyjum þar sem hún er minnst upp í 136 pró­sent í fjöl­býli í Kefla­vík, Reykja­nesbæ þar sem hún er mest.

Næst mest hækkar inn­heimtur fast­eigna­skattur í fjöl­býli í Njarð­vík, Reykja­nes­bæ, 131,2 pró­sent en þar á eftir kemur Reykja­vík­ur­borg með 65,7 pró­sent hækkun í fjöl­býli í Laug­ar­nes­hverf­i/Vogum og 65 pró­sent hækk­anir í Selja­hverf­i. 

Í sér­býli eru mestar hækk­anir í Kefla­vík, Reykja­nes­bæ, 124 pró­sent og næst mestar í Njarð­vík, Reykja­nes­bæ, 121,7 pró­sent. Þar á eftir kemur Fjarð­ar­byggð með 71,7 pró­sent hækk­un. Minnstar hækk­anir eru í sér­býli hjá Vest­manna­eyja­bæ, 9,2 pró­sent.

Miklar hækk­anir á Sel­tjarn­ar­nesi

Sorp­hirðu­gjöld eru hluti af fast­eigna­gjöldum og er inn­heimt sem föst krónu­tala á hverja íbúð eða fjölda tunna við hús og hefur fast­eigna- og lóða­mat þar engin áhrif á. Í úttekt­inni má sjá að frá árinu 2014 hafa sorp­hirðu­gjöld áður hækkað hjá öllum sveit­ar­fé­lögum og í mörgum til­fellum mik­ið. Mest hafa gjöldin hækkað hjá Sel­tjarn­ar­nesbæ um  114 pró­sent og næst mest hjá Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg um 84,5 pró­sent. Vest­manna­eyja­bær kemur þar á eftir með 75,4 pró­sent hækk­un  og Kópa­vogs­bær með 75,2 pró­sent hækk­un. Minnst hækk­uðu sorp­hirðu­gjöldin hjá Reykja­nes­bæ, Akra­nes­kaup­stað og Ísa­fjarð­ar­bæ.

Mynd:ASÍ

Annað dæmi um mikla hækkun á Sel­tjarn­ar­nes­inu er hækkun á frá­veitu­gjöldum í fjöl­býli en á tíma­bil­inu hækk­uðu inn­heimt frá­veitu­gjöld mest hjá Sel­tjarn­ar­nes­kaup­stað eða um alls 128 pró­sent. Þau hækkuð næst mest hjá Reykja­nes bæ eða um 79 pró­sent. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent