Þrátt fyrir hótanir frá bandarískum yfirvöldum og tæknirisum þá hafa frönsk stjórnvöld ákveðið að setja á sérstakan skatt sem beinist ekki síst að viðskiptum á netinu.
Skatturinn - upp á 3 prósent - beinist að viðskiptum á netinu sem eiga sér stað í Frakklandi, en hagsmunasamtökum tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hafa bent á að skatturinn beinist fyrst og síðast gegn risum á markaði eins og Google og Facebok.
Skatturinn beinist fyrst og fremst að stórum tæknifyrirtækjum, með meira en 750 milljónir evra í árstekjur, eða sem nemur um 106 milljörðum króna.
Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC hafa tæknirisar heimsins mótmælt skattinum, þar sem þeir telja að það eigi að horfa til þess að þjónusta á netinu sé landamæralaust. Frönsk stjórnvöld hafa sagt á móti, að mikilvægt sé að horfa til heimalanda viðskiptanna, og því færist skattheimtan til heimalanda eftir því sem stjórnvöld kjósi að svo eigi að vera.