Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, „íhugar alvarlega“ að slíta öllu stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, að því er kemur fram i frétt The New York Times.
Með samþykkt ályktunarinnar lýsir mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvetur stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku, að því er kemur fram á vef Stjórnarráðsins.
Panelo sagði ályktunina jafnframt vera einhliða og þröngsýna. Mannréttindasamtök hafa hins vegar fagnað ályktuninni, til að mynda Amnesty International. Duterte dró Filippseyjar úr Alþjóðaglæpadómstólnum árið 2016 og tók gildi nú í mars.