Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum

Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.

handsala samning um enska boltann.png
Auglýsing

Nova og Sím­inn hafa samið um dreif­ingu á enska bolt­anum í gegnum Nova TV appið á Apple TV. Einnig verður hægt að horfa á útsend­ing­arnar í snjall­sím­um, spjald­tölvum og á nova.is

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Nova. Mar­grét Tryggva­dótt­ir, for­stjóri Nova, segir í til­kynn­ingu að heim­ilin í land­inu séu að borga millj­arða á ári fyrir leigu á mynd­lyklum, og það sé óþarf­i. „­Sam­kvæmt nýj­ustu tölum Póst- og fjar­skipta­stofn­unar hafa þús­undir Íslend­inga skilað inn mynd­lyklunum sínum að und­an­förnu. Við teljum að fram­tíð sjón­varps sé á net­inu og það eina sem þú þurfir í dag til að horfa á sjón­varp sé öflug háhraða netteng­ing. Með Nova TV ein­földum við aðgengi að sjón­varps­stöðvum og fólk getur hætt að greiða mán­að­ar­gjald af mynd­lykl­um. Sam­kvæmt tölum Póst og fjar­skipta­stofn­unar eru núna rétt um eitt hund­rað þús­und mynd­lyklar í notkun hér á landi. Sé horft til þess hvað er verið að rukka fyrir leigu á mynd­lyklum þá eru Íslend­ingar að borga rúma tvo millj­arða króna á ári í mynd­lykla­gjöld. Það er algjör óþarfi og með þess­ari þjón­ustu þá viljum við brjóta upp fákeppn­ina sem hefur verið í aðferðum til að nálg­ast sjón­varps­efni. Við höfum tal­að fyrir því að fólk sé ekki eins og risa­eðlur þegar kemur að tækn­inni. Nova TV er fyrir alla sem vilja ekki vera risa­eðl­ur, vilja horfa á sjón­varpið í gegnum netið og spara sér pen­ing í leið­inn­i,“ segir Mar­grét.

Nova TV appið verður aðgengi­legt í Android TV á næst­unn­i. Báðar íþrótta­stöðvar Sím­ans verða aðgengi­legar í Nova TV, en þriðju stöð­inni verður bætt við þegar útsend­ingar verða frá leikjum í 4K-­gæð­um.

Auglýsing

Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.

„Ekki er lengur tækni­lega nauð­syn­legt fyrir íslenska sjón­varps­á­horf­endur að vera með mynd­lykil til að vera með áskrift að enska bolt­an­um. Mark­mið Nova með dreif­ing­unni er að auð­velda fólki að hætta alfarið notkun mynd­lykla. Fyr­ir­tækið er hið eina, af stóru fjar­skipta­fyr­ir­tækj­unum hér­lend­is, sem ekki heldur úti mynd­lykla­kerf­i,“ segir í til­kynn­ingu frá Nova.

Sím­inn er nýr rétt­hafi enska bolt­ans, og verður með hann á dag­skrá frá upp­hafi nýs keppn­is­tíma­bils en Sýn hefur verið með hann und­an­farin ár. Sím­inn selur íslenskum sjón­varps­á­horf­endum áskrift að honum í gegnum eigin mynd­lykla og aðrar dreifi­leiðir en mun nú einnig bjóða upp á áskrift­ina í gegnum sjón­varps­app Nova. 

Nova TV appið er gjald­frjálst og öllum aðgengi­legt óháð áskrift. „Not­endur apps­ins þurfa ekki á mynd­lykli að halda og sleppa því til að mynda við að greiða leigu­gjöld sem fylgja mynd­lyklu­m,“ segir í til­kynn­ingu frá Nova.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent