Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum

Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.

handsala samning um enska boltann.png
Auglýsing

Nova og Sím­inn hafa samið um dreif­ingu á enska bolt­anum í gegnum Nova TV appið á Apple TV. Einnig verður hægt að horfa á útsend­ing­arnar í snjall­sím­um, spjald­tölvum og á nova.is

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Nova. Mar­grét Tryggva­dótt­ir, for­stjóri Nova, segir í til­kynn­ingu að heim­ilin í land­inu séu að borga millj­arða á ári fyrir leigu á mynd­lyklum, og það sé óþarf­i. „­Sam­kvæmt nýj­ustu tölum Póst- og fjar­skipta­stofn­unar hafa þús­undir Íslend­inga skilað inn mynd­lyklunum sínum að und­an­förnu. Við teljum að fram­tíð sjón­varps sé á net­inu og það eina sem þú þurfir í dag til að horfa á sjón­varp sé öflug háhraða netteng­ing. Með Nova TV ein­földum við aðgengi að sjón­varps­stöðvum og fólk getur hætt að greiða mán­að­ar­gjald af mynd­lykl­um. Sam­kvæmt tölum Póst og fjar­skipta­stofn­unar eru núna rétt um eitt hund­rað þús­und mynd­lyklar í notkun hér á landi. Sé horft til þess hvað er verið að rukka fyrir leigu á mynd­lyklum þá eru Íslend­ingar að borga rúma tvo millj­arða króna á ári í mynd­lykla­gjöld. Það er algjör óþarfi og með þess­ari þjón­ustu þá viljum við brjóta upp fákeppn­ina sem hefur verið í aðferðum til að nálg­ast sjón­varps­efni. Við höfum tal­að fyrir því að fólk sé ekki eins og risa­eðlur þegar kemur að tækn­inni. Nova TV er fyrir alla sem vilja ekki vera risa­eðl­ur, vilja horfa á sjón­varpið í gegnum netið og spara sér pen­ing í leið­inn­i,“ segir Mar­grét.

Nova TV appið verður aðgengi­legt í Android TV á næst­unn­i. Báðar íþrótta­stöðvar Sím­ans verða aðgengi­legar í Nova TV, en þriðju stöð­inni verður bætt við þegar útsend­ingar verða frá leikjum í 4K-­gæð­um.

Auglýsing

Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.

„Ekki er lengur tækni­lega nauð­syn­legt fyrir íslenska sjón­varps­á­horf­endur að vera með mynd­lykil til að vera með áskrift að enska bolt­an­um. Mark­mið Nova með dreif­ing­unni er að auð­velda fólki að hætta alfarið notkun mynd­lykla. Fyr­ir­tækið er hið eina, af stóru fjar­skipta­fyr­ir­tækj­unum hér­lend­is, sem ekki heldur úti mynd­lykla­kerf­i,“ segir í til­kynn­ingu frá Nova.

Sím­inn er nýr rétt­hafi enska bolt­ans, og verður með hann á dag­skrá frá upp­hafi nýs keppn­is­tíma­bils en Sýn hefur verið með hann und­an­farin ár. Sím­inn selur íslenskum sjón­varps­á­horf­endum áskrift að honum í gegnum eigin mynd­lykla og aðrar dreifi­leiðir en mun nú einnig bjóða upp á áskrift­ina í gegnum sjón­varps­app Nova. 

Nova TV appið er gjald­frjálst og öllum aðgengi­legt óháð áskrift. „Not­endur apps­ins þurfa ekki á mynd­lykli að halda og sleppa því til að mynda við að greiða leigu­gjöld sem fylgja mynd­lyklu­m,“ segir í til­kynn­ingu frá Nova.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent