Á myndbandsupptöku af fundi Pírata, þar sem kosið var í trúnaðarráð flokksins, sést Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hella sér yfir Birgittu Jónsdóttur, sem lengi var helsti talsmaður flokksins, og saka hana um óheilindi.
Trúnaðarráð Pírata hefur þann tilgang að bjóða sáttamiðlun og aðstoða við að lægja öldurnar þegar það kemur upp ágreiningur innan flokksins.
Í ræðu sinni sagðist hann hafa áralanga reynslu af því að kynnast því frá Birgittu, að henni væri ekki treystandi. „Hún grefur undan samherjum sínum ef hún sér af þeim ógn. Hún hótar samherjum sínum þegar hún fær ekki það sem hún vill. „Ég vona innilega að þessari tilnefningu verði hafnað,“ bætti hann við. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingamaður Pírata, hélt reiðilestur um Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmann flokksins, á fundi Pírata í gærkvöld. Myndband frá fundinum, þar sem kosið var í trúnaðarráð flokksins, hefur verið birt á netinu. Birgitta var tilnefnd í trúnaðarráðið en fékk ekki kosningu.
Eins og greint var frá fyrr í dag, þá var tilnefningu Birgittu hafnað með afgerandi hætti, en af 68 atkvæðum þá greiddu 55 á móti og 13 með.
Birgitta hefur sjálf sagt, í viðtali við mbl.is, að hún hafi upplifað fundinn sem mannorðsmorð, og það hafi ekki verið fallegt.