Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum

Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

katrinjakobs12.jpg
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, kynnti stöðu inn­leið­ingar Íslands á heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þróun á árlegum ráð­herra­fundi um heims­mark­miðin í höf­uð­stöðvum SÞ í dag. 

Greint er frá þessu í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um, en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland kynnir lands­rýni sína á fram­kvæmd heims­mark­mið­anna á vett­vangi SÞ en lands­rýni­skýrsla Íslands var gefin út í júní.

Í kynn­ing­unni fór for­sæt­is­ráð­herra yfir helstu áskor­anir og árangur í inn­leið­ingu heims­mark­mið­anna á Íslandi, með sér­stakri áherslu á lofts­lags­málin en aðgerðir ríkja í lofts­lags­málum munu hafa áhrif á fram­gang allra heims­mark­mið­anna. „Til að ná árangri í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum þurfum við að leið­rétta ójafn­vægi milli kyn­slóða og það efna­hags­lega ójafn­rétti sem inn­byggt er í vand­ann. Við þurfum á félags­legu rétt­læti að halda, við þurfum á friði að halda og við þurfum að ná jafn­rétti kynj­anna. Stjórn­völd, nær­sam­fé­lög, atvinnu­líf­ið, félaga­sam­tök, mennta­kerfið og almenn­ingur þurfa öll að vinna sam­an. Og við þurfum á alþjóða sam­vinnu að halda meira en nokkru sinni fyrr,” segir Katrín Jak­obs­dóttir í til­kynn­ingu.

Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Hún sagði lofts­lags­breyt­ingar hafa áhrif á landið okk­ar, vist­kerfi, hag­kerfið og sam­fé­lagið allt. Brýnt væri að inn­leiða sjálf­bærni­hugsun í alla opin­bera stefnu­mót­un.

Árlegur fundur Sam­ein­uðu þjóð­anna um heims­mark­miðin (High Level Polit­ical For­um, HLPF) stendur nú yfir í New York dag­ana 9.–18. júlí. 

Meg­in­þema fund­ar­ins er: Empower­ing people and ensuring inclusi­veness and equ­ality.

Áherslu­mark­miðin 2019 eru menntun fyrir alla (SDG 4), góð atvinna og hag­vöxtur (SDG), auk­inn jöfn­uður (SDG 10), aðgerðir í lofts­lags­málum (SDG 13), friður og rétt­læti (SDG 16) og sam­vinna um mark­miðin (SDG 17), það síð­ast­nefnda er til umfjöll­unar á hverju ári.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent