Íslenska ríkið braut gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Þór Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, við sakfellingu í Hæstarætti án réttlátrar málsmeðferðar, samkvæmt niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta kemur fram í frétt RÚV.
Dómstóllin kvað upp úrskurð sinn í málum þeirra í morgun og þarf íslenska ríkið að greiða Styrmi 7500 evrur í málskostnað, það er um ein milljón króna.
Júlíus var vorið 2015 dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti í verðsamráðsmáli Húsasmiðjunnar, Byko og Úlfsins.
Bæði Styrmir og Júlíus voru sýknaðir í héraði og snéru kærur þeirra að því að Hæstiréttur hafi sakfellt þá báða án þess að vitnaleiðslur hefðu farið fram. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er sú að þar hafi lög verið brotin og Styrmi og Júlíusi verið synjað um réttláta málsmeðferð, að því er kemur fram í frétt RÚV.