Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi

Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.

Mannréttindadómstóll Evrópu
Auglýsing

Íslenska ríkið braut gegn Styrmi Þór Braga­syni, fyrrum for­stjóra MP banka, og Júl­íusi Þór Sig­ur­þórs­syni, fyrrum fram­kvæmda­stjóra vöru­stýr­inga­sviðs Húsa­smiðj­unn­ar, við sak­fell­ingu í Hæsta­rætti án rétt­látrar máls­með­ferð­ar, sam­kvæmt nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Þetta kemur fram í frétt RÚV. 

Dóm­stóllin kvað upp úrskurð sinn í málum þeirra í morgun og þarf íslenska ríkið að greiða Styrmi 7500 evrur í máls­kostn­að, það er um ein milljón króna.

Auglýsing
Kjarninn hefur áður fjallað um mál Styrmis, en hann var dæmdur í eins árs fang­elsi í Hæsta­rétti í Exet­er-­mál­inu árið 2012. Sama ár voru Jón Þor­­steinn Jóns­­son, fyrrum stjórn­­­ar­­for­­maður Byrs, og Ragnar Z. Guð­jóns­­son, fyrrum spari­­­sjóðs­­stjóri Byrs, dæmdir í fjög­­urra ára fang­elsi vegna máls­ins. 

Júl­íus var vorið 2015 dæmdur í níu mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi í Hæsta­rétti í verð­sam­ráðs­máli Húsa­smiðj­unn­ar, Byko og Úlfs­ins.

Bæði Styrmir og Júl­íus voru sýkn­aðir í hér­aði og snéru kærur þeirra að því að Hæsti­réttur hafi sak­fellt þá báða án þess að vitna­leiðslur hefðu farið fram. Nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins er sú að þar hafi lög verið brot­in og Styrmi og Júl­íusi verið synjað um rétt­láta máls­með­ferð, að því er kemur fram í frétt RÚV. 

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent