Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar

Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.

Brexit á mörkuðum
Auglýsing

„Mikið hefur verið fjallað um mögu­legar orsakir breyt­inga í stjórn­málum Vest­ur­landa. Ein skýr­ingin er sú að hagur af alþjóða­við­skiptum og tækni­fram­förum hafi dreifst ójafnt. Borg­irnar þar sem ungt, vel menntað fólk býr, dafna á meðan sveitir og minni borgir missa unga fólkið og eldra, minna menntað fólk situr eftir og ótt­ast áhrif inn­flytj­enda og alþjóða­við­skipta. Þetta fólk vill vernda fjöl­skyldur sínar og nærum­hverfi og kýs stjór­mála­flokka sem kenna sig við þjóð­ern­is­stefn­u.“ 

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor.Þetta segir Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fess­or, í ítar­legri grein sem kemur til áskrif­enda næst­kom­andi föstu­dag, en í grein­inni fjallar hann um stöðu alþjóða­við­skipta og stjórn­mála í heim­inum þessi miss­er­in. 

Hann segir fjár­málakrepp­una fyrir rúmum ára­tug hafa haft mikil áhrif á stjórn­mál­in, og að við­horf fólks­ins til stjórn­mála­flokka hafi í grund­vall­ar­at­riðum breyst. Það treysti síður hefð­bundnum stjórn­mála­flokk­um, og ástæða sé til að ótt­ast um afleið­ingar aðgerða sem gripið hefur verið víða und­an­farin miss­eri. „Þótt alþjóða­við­skipti, búferla­flutn­ingar og tölvu­væð­ing kunni að ógna lífs­af­komu ákveð­inna hópa á Vest­ur­löndum þá er alls óvíst að þær efna­hags­legu aðgerðir sem gripið hefur verið til af hinum nýju stjórn­völdum muni bæta hag þeirra. Tolla­stríð rík­is­stjórnar Banda­ríkj­anna og útganga Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu gætu allt eins haft þver­öfug áhrif. Þannig er iðn­aður í Norður Englandi háður aðgengi að innri mark­aði ESB og mik­il­vægar fram­leiðslu­ein­ingar eru í eigu Evr­ópskra aðila, t.d. í bíla­iðn­aði. En óánægja kjós­enda með ástand mála bendir til þess að hef­bundnum stjórn­mála­flokkum hafi mis­tek­ist að láta fleiri njóta hag­vaxtar og að jafna tæki­færi. Þeir sem búa við skert tæki­færi í líf­inu og eyja ekki von um betri fram­tíð kunna ekki að meta ýmis konar póli­tískan rétt­trúnað hefð­bund­inna stjórn­mála,“ segir Gylfi. 

Auglýsing

Þá segir að ráð­ist sé á þá með offorsi sem reyni að benda á blekk­ingar stjórn­mála­mann, sem nýti sér veik­leika í lýð­ræð­inu þessi miss­er­in. „Óskamm­feilnir stjórn­mála­menn geta nýtt sér þessa veik­leika lýð­ræð­is­ins með því að koma sífellt fram með nýjar blekk­ing­ar, rang­túlk­anir og ósann­indi sem fáir hafa tíma til þess að setja sig inn í og hrekja. Og til þess að gera and­mæli enn erf­ið­ari geta þeir ráð­ist á eða látið ráð­ast á þá sem benda á blekk­ingar þeirra. Nýir sam­skipta­miðlar gera fórn­ar­kostnað þess að koma fram með upp­lýs­ingar eða skoð­anir meiri en áður.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér, en vitnað er til lít­ils hluta grein­ar­innar hér að ofan, sem kemur til áskrif­enda næst­kom­andi föstu­dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent