Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar

Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.

Brexit á mörkuðum
Auglýsing

„Mikið hefur verið fjallað um mögu­legar orsakir breyt­inga í stjórn­málum Vest­ur­landa. Ein skýr­ingin er sú að hagur af alþjóða­við­skiptum og tækni­fram­förum hafi dreifst ójafnt. Borg­irnar þar sem ungt, vel menntað fólk býr, dafna á meðan sveitir og minni borgir missa unga fólkið og eldra, minna menntað fólk situr eftir og ótt­ast áhrif inn­flytj­enda og alþjóða­við­skipta. Þetta fólk vill vernda fjöl­skyldur sínar og nærum­hverfi og kýs stjór­mála­flokka sem kenna sig við þjóð­ern­is­stefn­u.“ 

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor.Þetta segir Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fess­or, í ítar­legri grein sem kemur til áskrif­enda næst­kom­andi föstu­dag, en í grein­inni fjallar hann um stöðu alþjóða­við­skipta og stjórn­mála í heim­inum þessi miss­er­in. 

Hann segir fjár­málakrepp­una fyrir rúmum ára­tug hafa haft mikil áhrif á stjórn­mál­in, og að við­horf fólks­ins til stjórn­mála­flokka hafi í grund­vall­ar­at­riðum breyst. Það treysti síður hefð­bundnum stjórn­mála­flokk­um, og ástæða sé til að ótt­ast um afleið­ingar aðgerða sem gripið hefur verið víða und­an­farin miss­eri. „Þótt alþjóða­við­skipti, búferla­flutn­ingar og tölvu­væð­ing kunni að ógna lífs­af­komu ákveð­inna hópa á Vest­ur­löndum þá er alls óvíst að þær efna­hags­legu aðgerðir sem gripið hefur verið til af hinum nýju stjórn­völdum muni bæta hag þeirra. Tolla­stríð rík­is­stjórnar Banda­ríkj­anna og útganga Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu gætu allt eins haft þver­öfug áhrif. Þannig er iðn­aður í Norður Englandi háður aðgengi að innri mark­aði ESB og mik­il­vægar fram­leiðslu­ein­ingar eru í eigu Evr­ópskra aðila, t.d. í bíla­iðn­aði. En óánægja kjós­enda með ástand mála bendir til þess að hef­bundnum stjórn­mála­flokkum hafi mis­tek­ist að láta fleiri njóta hag­vaxtar og að jafna tæki­færi. Þeir sem búa við skert tæki­færi í líf­inu og eyja ekki von um betri fram­tíð kunna ekki að meta ýmis konar póli­tískan rétt­trúnað hefð­bund­inna stjórn­mála,“ segir Gylfi. 

Auglýsing

Þá segir að ráð­ist sé á þá með offorsi sem reyni að benda á blekk­ingar stjórn­mála­mann, sem nýti sér veik­leika í lýð­ræð­inu þessi miss­er­in. „Óskamm­feilnir stjórn­mála­menn geta nýtt sér þessa veik­leika lýð­ræð­is­ins með því að koma sífellt fram með nýjar blekk­ing­ar, rang­túlk­anir og ósann­indi sem fáir hafa tíma til þess að setja sig inn í og hrekja. Og til þess að gera and­mæli enn erf­ið­ari geta þeir ráð­ist á eða látið ráð­ast á þá sem benda á blekk­ingar þeirra. Nýir sam­skipta­miðlar gera fórn­ar­kostnað þess að koma fram með upp­lýs­ingar eða skoð­anir meiri en áður.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér, en vitnað er til lít­ils hluta grein­ar­innar hér að ofan, sem kemur til áskrif­enda næst­kom­andi föstu­dag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent