Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar

Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.

Brexit á mörkuðum
Auglýsing

„Mikið hefur verið fjallað um mögu­legar orsakir breyt­inga í stjórn­málum Vest­ur­landa. Ein skýr­ingin er sú að hagur af alþjóða­við­skiptum og tækni­fram­förum hafi dreifst ójafnt. Borg­irnar þar sem ungt, vel menntað fólk býr, dafna á meðan sveitir og minni borgir missa unga fólkið og eldra, minna menntað fólk situr eftir og ótt­ast áhrif inn­flytj­enda og alþjóða­við­skipta. Þetta fólk vill vernda fjöl­skyldur sínar og nærum­hverfi og kýs stjór­mála­flokka sem kenna sig við þjóð­ern­is­stefn­u.“ 

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor.Þetta segir Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fess­or, í ítar­legri grein sem kemur til áskrif­enda næst­kom­andi föstu­dag, en í grein­inni fjallar hann um stöðu alþjóða­við­skipta og stjórn­mála í heim­inum þessi miss­er­in. 

Hann segir fjár­málakrepp­una fyrir rúmum ára­tug hafa haft mikil áhrif á stjórn­mál­in, og að við­horf fólks­ins til stjórn­mála­flokka hafi í grund­vall­ar­at­riðum breyst. Það treysti síður hefð­bundnum stjórn­mála­flokk­um, og ástæða sé til að ótt­ast um afleið­ingar aðgerða sem gripið hefur verið víða und­an­farin miss­eri. „Þótt alþjóða­við­skipti, búferla­flutn­ingar og tölvu­væð­ing kunni að ógna lífs­af­komu ákveð­inna hópa á Vest­ur­löndum þá er alls óvíst að þær efna­hags­legu aðgerðir sem gripið hefur verið til af hinum nýju stjórn­völdum muni bæta hag þeirra. Tolla­stríð rík­is­stjórnar Banda­ríkj­anna og útganga Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu gætu allt eins haft þver­öfug áhrif. Þannig er iðn­aður í Norður Englandi háður aðgengi að innri mark­aði ESB og mik­il­vægar fram­leiðslu­ein­ingar eru í eigu Evr­ópskra aðila, t.d. í bíla­iðn­aði. En óánægja kjós­enda með ástand mála bendir til þess að hef­bundnum stjórn­mála­flokkum hafi mis­tek­ist að láta fleiri njóta hag­vaxtar og að jafna tæki­færi. Þeir sem búa við skert tæki­færi í líf­inu og eyja ekki von um betri fram­tíð kunna ekki að meta ýmis konar póli­tískan rétt­trúnað hefð­bund­inna stjórn­mála,“ segir Gylfi. 

Auglýsing

Þá segir að ráð­ist sé á þá með offorsi sem reyni að benda á blekk­ingar stjórn­mála­mann, sem nýti sér veik­leika í lýð­ræð­inu þessi miss­er­in. „Óskamm­feilnir stjórn­mála­menn geta nýtt sér þessa veik­leika lýð­ræð­is­ins með því að koma sífellt fram með nýjar blekk­ing­ar, rang­túlk­anir og ósann­indi sem fáir hafa tíma til þess að setja sig inn í og hrekja. Og til þess að gera and­mæli enn erf­ið­ari geta þeir ráð­ist á eða látið ráð­ast á þá sem benda á blekk­ingar þeirra. Nýir sam­skipta­miðlar gera fórn­ar­kostnað þess að koma fram með upp­lýs­ingar eða skoð­anir meiri en áður.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér, en vitnað er til lít­ils hluta grein­ar­innar hér að ofan, sem kemur til áskrif­enda næst­kom­andi föstu­dag.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent