Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og ummæli forsetans dæma sig sjálf, í samtali við fréttastofu RÚV. Katrín bætist þar með í hóp þjóðarleiðtoga sem gagnrýnt hafa framgöngu Trumps, þar á meðal Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að fordæma ummælin

Í Twitter-færslu sagði Donald Trump að fjórar þingkonur Demókrataflokins ættu að fara aftur til „heimalanda“ sinna, sem hann sagði vera „algerlega niðurbrotna og glæpalagða staði.“ Ljóst þykir að hann hafi átt við þingkonurnar Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þær eru allar fæddar í Bandaríkjunum fyrir utan Ihan Omar, sem fæddist í Sómalíu en flutti til Bandaríkjanna sem barn. 

Auglýsing

Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð og fulltrúadeild Bandaríkjaþings fordæmdi færsluna í nótt. Þingsályktunin var samþykkt með 240 atkvæðum gegn 187 en í ályktuninni segir að ummælin séu rasísk og hafi réttlætt ótta og hatur gegn aðfluttum Bandaríkjamönnum og lituðu fólki. 

Katrín Jakobsdóttir segir í samtali við fréttastofu RÚV í dag að hún taki undir álit fulltrúadeildarinnar. Hún segir jafnframt að ummæli forsetans séu óboðleg og dæmi sig sjálf.

Fleiri þjóðarleiðtogar hafa gagnrýnt ummælin en þar á meðal er Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, en hún sagði að ummæli Trumps væru „algerlega óásættanleg“. Þá hafa Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada og Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar einnig fordæmt ummælin. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent