Vegna lagabreytingar breytist útreikningur sérstakrar uppbótar vegna framfærslu afturvirkt frá 1. janúar 2019. Tekjuviðmið breytist þannig að 65 prósent af skattskyldum tekjum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hafa nú áhrif á útreikninginn í stað 100 prósent áður. Þetta kemur fram á vef Tryggingastofnunar.
Jafnframt hefur aldurstengd örorkuuppbót nú 50 prósenta vægi í stað 100 prósenta áður. Bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, aðrar en aldurstengd örorkuuppbót, munu áfram hafa 100 prósenta vægi. Í síðustu viku ágúst munu þau sem eiga rétt á hækkun greiðslna fá greitt fyrir fyrstu átta mánuði ársins.
Þuríður sagði að sem standi fái þessi hópur 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og því nemi skerðingin 65 prósentum í stað hundrað sem þýði að fatlað fólk og öryrkjar borgi í dag aðeins minna inn á markaðinn.
Þuríður sagði jafnframt að hún voni að ríkisstjórnin flýti sér að afnema skerðinguna að fullu en hún fagni öllum skrefum sem ríkið taki í rétta átt að því að lagfæra kjör öryrkja og fatlaðs fólks.